Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1977, Blaðsíða 40

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1977, Blaðsíða 40
Frá Lögmaimafélagi íslands NÁMSSJÓÐUR LÖGMANNAFELAGS ÍSLANDS Frá Lögfræðingafélagi Islands í 2. hefti 25. árgangs Tímarits lögfræðinga — október 1975 — var gerð grein fyrir stofnun Námssjóðs Lögmannafélags íslands og starfsemi hans fyrstu árin, en sjóðurinn var stofnaður 1970. Slðan þessi greinargerð birtist er þetta helst fréttnæmt af starfsemi sjóðsins að segja: Stjórn sjóðsins skipa sem aðalmenn Guðmundur Ingvi Sigurðsson formað- ur, Árni Guðjónsson og Sigurður Georgsson og sem varamenn Hákon Árna- son, Skúli J. Pálmason og Benedikt Guðbjartsson. Árin 1976 og 1977 hélt stjórnin sex fundi og fjallaði um 11 erindi og málefni. Þessir hlutu styrki og aðra blessun sjóðsins: 1. Tímarit lögfræðinga kr. 300.000 2. Tímaritið Úlfljótur ..................................... — 300.000 3. Sigurður Georgsson, lögmaður — 100.000 4. Stefán Pálsson, lögmaður — 100.000 5. Stefán Már Stefánsson, prófessor — 175.000 6. Björn Þ. Guðmundsson, borgardómari — 200.000 7. Útgáfukostnaður ritsins: Dómar um bótaábyrgð hins opinbera — 358.888 Samtals kr. 1.533.888 Styrkurinn til lögfræðitímaritanna var veittur til stuðnings og eflingar þeim. Sigurði Georgssyni og Stefáni Pálssyni var veittur styrkurinn til farar til New York til að kynna sér rekstur á lögmannsstofum. Skýrsla tvímenninganna um förina var birt í Tímariti lögfræðinga, 3. hefti 27. árgangs, nóvember 1977. Styrkurinn til Stefáns Más Stefánssonar var veittur honum til að gefa út kennslu- og fræðslurit um nauðungaruppboð. Á fundi sínum 16. júní 1977 gerði stjórn námssjóðsins svofellda ályktun: ,,Árið 1973 kom út bókin Lögbókin þín og árið 1975 Formálabókin þín, hvoru tveggja eftir Björn Þ. Guðmundsson borgardómara. Báðar eru bækur þessar miklar að vöxtum og gildar að gæðum. Að baki þeirra liggur mikil vinna: Gagnaöflun, heimildakönnun, úrvinnsla, allt nákvæmnivinna. í formála fyrir bókinni Lögbókin þín segir höfundur, að bókin sé að mestu skrifuð „á þeim vökustundum, sem eftir verða þegar lokið er önn aðalstarfs ......“ Báðar bækurnar hafa geysimikið hagnýtt gildi fyrir lögmenn enda mikið notaðar. Þær létta lögmönnum gönguna um myrkviði laga og réttar, auðvelda skjala- 202

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.