Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1980, Blaðsíða 8

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1980, Blaðsíða 8
1944 markaSi þáttaskil í sjálfstæðismálinu, en Jóhann var þeirrar skoðunar, eins og margir aðrir, að sjálfstæðisbaráttan héldi áfram, þótt skapast hefðu ný viðhorf. Var hann meðal þeirra, sem beittu sér fyrir því, að tekið var upp náið samstarf við ríkin í Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku. Eins og kunn- ugt er, tókst fljótlega að vinna þessari stefnu meirihlutafyIgi, og fól hún þó í sér opinbera afneitun hlutleysisstefnunnar, sem áður hafði verið haldið mjög á loft, — meira en fékk samrýmst veruleikanum. Jóhann vildi jafnan eftir þetta treysta, verja og skýra þá stefnu, sem upp var tekin í utanríkis- málum um 1950. Var hann fulltrúi á þingmannasamkomum Atlantshafsbanda- lagsins og Evrópuráðsins og í Norðurlandaráði um árabil. — Á kreppuár- unum var efnahagur fólks hér á landi verri en þeir fá skilið, sem ekki muna þennan tíma, og fjárhagserfiðleikar hjá atvinnufyrirtækjum og opinberum stofnunum afarmiklir. Þetta hafði þau áhrif á viðhorf Jóhanns, eins og fleiri manna, að hann vildi flest til vinna til að forðast atvinnuleysi og til að finna nýjar leiðir í atvinnumálum. Er vafalaust, að hugmyndir sem þessar áttu mikinn þátt I því, að á sjöunda áratugnum var látið til skarar skríða og hafin samvinna við erlend fyrirtæki um að reisa stóriðjuver. Það féll í hlut Jóhanns Hafstein iðnaðarráðherra að vera í fylkingarbrjósti, þegar mörkuð var ný stefna að þessu leyti. Það var t.d. hann, sem undirritaði lög nr. 22/1964 um kísilgúrverksmiðju við Mývatn og lög nr. 76/1966 um lagagildi samningsins um álbræðsiuna við Straumsvík. Jóhann Hafstein var litríkur og áberandi stjórnmálamaður. Hann var ágæt- ur ræðumaður, og þegar hann vildi vanda ræður sínar sérstaklega, var hann mælskumaður í svolítið upphöfnum, gömlum stíl. Hann skildi vel gildi þess fyrir stjórnmálamenn að hafa samband við sem flest fólk og átti mikinn þátt í að skipuleggja starf flokks síns með þetta I huga. Gætti þessa mest, þegar hann var formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík 1943-1955. Þó að Jóhann væri alþýðlegur og aðgengilegur stjórnmálamaður, voru áhrif hans þó ef til vill mest vegna þess, hve mikið og vel hann vann að undir- búningi mála, en þau störf voru ekki alltaf mikið í sviðsljósinu. Jóhann var fljótur að ná tökum á hinum flóknustu efnum vegna þess, hve sýnt honum var um að greina aðalatriði frá aukaatriðum. Fyrr er vikið að stóriðjumál- unum, sem Jóhann gekk að með oddi og eggju, en af öðrum málum, er hann vann að, má til dæmis nefna kjördæmabreytinguna 1959. Hér leystu hugmyndirnar einar um nýjar leiðir ekki vandann. Þær þurfti að móta í smáatriðum, vinna fólk til skilnings á þeim og fylgis við þær, aðlaga fram- kvæmd og skrifaða texta að hugmyndum byggðum á hagsmunum annarra o.s.frv. Af þeim kynnum, sem höfundur þessara lína hafði af Jóhanni Haf- stein, má ætla, að við vinnu sem þessa hafi hann notið sín best. Má vel hugsa sér, að hann hefði orðið stiftamtmaður, ef hann hefði fæðst öld fyrr. Kemur þá einnig í hugann, að Jóhann var aristókrat, en raunar ákaflega nútíma- legur aristókrat. Hið nútímalega kom einnig fram í því, að honum veittist flestum stjórnmálaforingjum léttara að taka tillit til nýrra viðhorfa. Dæmi þess er, að í ríkisstjórn Jóhanns sat eina konan, sem verið hefur ráðherra hér á landi. Þarf ekki að fara í grafgötur um, að þetta var meðal annars vegna þess, að hann vildi leggja sitt af mörkum, er með raunhæfum hætti stuðlaði að því að styrkja stöðu kvenna. Við vitum ekki, hvað orðið hefði, ef Jóhanni hefði enst heilsa lengur en varð. Líklega hefði hann tekist á við verkefni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.