Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1980, Blaðsíða 38

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1980, Blaðsíða 38
kennt vill þannig verða, hvað birtist af öðru dómsmálaefni. Blaðamenn hringja til kunningja sinna hjá dómstólunum og fá ábendingar eða aðilar hafa samband við blöðin. Það starfsfólk dómstóla, sem þannig gefur blöðunum upplýsingar, er í þó nokkrum vandræðum. Þekking þeirra á öðrum málum en þeim, sem það kemur nálægt, er takmörkuð. Dómarar verða að vera var- færnir í frásögnum af málum sem þeir fara með sjálfir og gæta sín að tjá sig ekki um mál sem ólokið er. Aðferðin er því oftast sú að láta fjölmiðli í té ljósrit af greinargerðum hvors eða hvers aðila, þ.e. ef dómarinn veitir fjölmiðli einhverja úrlausn. Að loknum dómi má auðvitað afhenda dóminn, sé eindurritið tilbúið. Erfitt er að neita að gefa upplýsingar, þegar virtir eru almanna hagsmunir af að fá að fylgjast með dómsmálum og athugaðir erfiðleikar fjölmiðlanna við upplýsingaöflunina. Þeirri skoðun skal hér haldið fram, að dómarar eigi að vera jákvæðir gagnvart fjölmiðlunum og virða rétt þeirra til gagnaöflunar. Dómarar eiga að hugleiða, hvað þeir geti gert til að bæta þessi samskipti al- mennt og varðandi hvert einstakt mál. Það er spurning, sem dómarar þurfa að taka afstöðu til, hvort þeir eigi að beita samtökum sínum til þess að kynna í fjölmiðlum og/eða fjölmiðlafólki starfsemi dómstóla. Eiga dómarasamtökin að bjóða blaðamannafélaginu til námstefnu um þessi samskipti eða fyrirlestra um þau ? Tækjust slíkar námsstefnur vel, ætti að skapast betri skilningur fjölmiðlanna á dómstörfum og dómara á fjölmiðlum og samstarf að verða betra. Samstarf, sem þó verður að teljast gott miðað við að- stæður og fara batnandi. Dómarar ættu að athuga, að margir þeirra, sem hjá fjölmiðlum starfa, vita miklu meira um dómstörf en aðrir í þjóðfélaginu og töluvert meira en dómarar vilja stundum láta í veðri vaka. Hvernig á umfjöllun fjölmiðla um dómstóla og dómaraverk að vera? Þrátt fyrir námstefnur, fyrirlestrahald og aukna samvinnu hljóta þó að koma upp ágreiningsefni fjölmiðlafólks og dómara. Þau hljóta einfaldlega að koma upp, hljóti dómstólarnir og dómaraverk umsögn. I okkar þjóðfélagi eiga dómstólarnir undir högg að sækja, hreinléga vegna þess að hjá þeim er ýmislegt að. Dómarar vita það manna best og eru fyrstu menn til að viðurkenna það í sinn hóp a.m.k. Það kemur auðvitað ekki í veg fyrir það, að þeir séu viðkvæmir fyrir umfjöllun 232
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.