Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1984, Qupperneq 9

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1984, Qupperneq 9
t MAGNÚS JÓNSSON FRÁ MEL Magnús fæddist 7. september 1919. Foreldr- ar hans voru hjónin Jón Eyþór Jónasson bóndi að Mel í Skagafirði og Ingibjörg Magnúsdóttir. Auk Magnúsar eignuðust þau hjón tvo drengi, þá Halldór sýslumann Skagfirðinga og Baldur, fyrrverandi rektor Kennaraháskólans, sem lést í fyrra. Magnús lauk stúdentsprófi á Akureyri 1940 og prófi í lögfræði við Háskóla íslands vorið 1946. Þá um sumarið var hann ráðinn ritstjóri ,,íslendings“ á Akureyri og stýrði því blaði um rúmlega tveggja ára skeið, er hann varð full- trúi í Stjórnarráðinu. Starfaði hann síðan í fjár- málaráðuneytinu til ársins 1953, að hann fór til starfa sem framkvæmdastjóri Sjálfstæðis- flokksins. Frá þeim tíma og allt fram til ársins 1973, er Magnús varð fyrir alvarlegum heilsubresti, má segja að hann hafi að mestu helgað sig stjórnmálastarfi. Hann tók fyrst sæti á Alþingi 1951 sem varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Eyjafjarðarsýslu. Árið 1959 var hann kjörinn annar þingmaður Eyfirðinga og þingmaður Norðurlandskjördæmis eystra var hann frá 1959 til 1974. Magnús var fjármálaráðherra í Viðreisnarstjórninni frá 1965 til 1971 og vara- formaður Sjálfstæðisflokksins 1973-1974. Hann var ráðinn bankastjóri í Búnaðarbanka íslands f ársbyrjun 1961 og gegndi því starfi til dauðadags að undanskildum þeim árum, sem hann var í ríkisstjórninni. Lagaþekking Magnúsar Jónssonar var traust. Það var alkunna að hann stundaði nám sitt í lagadeild af kappi og kom skarpskyggni hans og þekking snemma í Ijós. Hann tók námið föstum tökum og skilaði vel. Þótt hann hafi að vísu aldrei unnið einvörðungu við lagastörf kom lögfræðiþekking hans að ómetanlegu gagni við hin margvíslegu störf sem á hann hlóðust. Einkum hef- ur laganámið komið sér vel, er hann starfaði í fjármálaráðuneytinu því eins og kunnugt er þarf einatt að túlka þar hinar margvíslegustu lagaflækjur, ekki síst á sviði stjórnarfarsréttar. Þá er þess að minnast að bæði alþingismaðurinn og ráðherrann þarf oft og einatt að segja fyrir um eða semja sjálfur ýmsa lagabálka, sem fylgja mótun stjórnarstefnu og framkvæmd hennar. Má í því efni minnast þess að Magnús átti sæti f laganefnd Norðurlanda- ráðs frá upphafi 1952 til ársins 1965. Vann hann þar mikið starf og vanda- 3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.