Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1984, Blaðsíða 16

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1984, Blaðsíða 16
2.1.1. Efni lagaákvæðanna Umferðarlög nr. 40/1968 Eftir 67. gr. laganna ber eigandi skráningarskylds, vélknúins ökutæk- is skaðabótaábyrgð á tjóni, sem hlýst á mönnum eða munum af notkun ökutækisins, enda þótt tjónið verði hvorki rakið til bilunar eða galla á tækinu né ógætni ökumanns. Hér er með öðrum orðum um að ræða hlut- læga ábyrgð á tjóni af völdum ökutækis. Tjónþoli á bótarétt, þótt at- vik að tjóni séu þannig, að almennar skaðabótareglur myndu leiða til sýknu eiganda ökutækisins. Ökutæki þau, sem bótareglan nær til, eru: bifreiðir, bifhjól, létt bifhjól („skellinöðrur"), beltabifhjól (vélsleðar) og dráttarvélar, sbr. 11. gr. laganna. Hin sérstaka víðtæka bótaregla í 67. gr. umferðarlaga nær þó ekki til alls tjóns af notkun skráningarskyldra ökutækja. Hún gildir ekki um tjón á mönnum eða munum, sem fluttir eru án endurgjalds í öku- tækjum. Hlutlæga reglan gildir yfirleitt ekki um tjón, sem verður af árekstri tveggja eða fleiri ökutækja, sbr. 68. gr. laganna. Tjón sem verður á ökutækjunum sjálfum og annað tjón eigenda eða ökumanna, sem hlut eiga að árekstrinum, bætist t.d. eftir almennum skaðabóta- reglum, þannig að tjónþoli fær við slíkar aðstæður að jafnaði ekki bætur, nema honum takist að sanna sök.7 8 Lög nr. 34/1964 um loftferðir Samkvæmt 1. mgr. 133. gr. loftferðalaganna ber eigandi eða sá, er ber kostnað af rekstri loftfars, hlutlæga bótaábyrgð á tjóni á mönn- um og munum, sem eru utan loftfarsins. Hér er um að ræða sams kon- ar víðtæka ábyrgð og í 67. gr. umferðarlaga. Hlutlæga reglan í loft- ferðalögum gildir þó ekki um tjón, sem verður á mönnum eða mun- um innan marka viðurkennds flugvallar, sbr. 1. mgr. 134. gr. láganna. Hlutlæga reglan gildir ekki heldur um tjón, sem hlýst á loftfari eða farmi við árekstur loftfara, sjá 2. mgr. 134. gr. Um síðastgreind tilvik og tjón innan marka viðurkennds flugvallar fer þess vegna í flestum tilfellum eftir reglum, sem gera sök að skilyrði fyrir bótaskyldu. Dæmi- gerð tjónstilfelli, sem 1. mgr. 133. gr. loftferðalaganna nær til, eru slys, sem hljótast á mönnum á jörðu niðri og mannvirkjum, vegna þess að loftfar hrapar eða hlutir falla úr því. Hliðstæðum erlendum lagareglum hefur einnig verið beitt um tjón, sem hlýst frá hávaða frá loftfari.s I IX. kafla loftferðalaga eru sérstakar skaðabótareglur, 7 Um reglur þessar sjá nánar Arnljótur Björnsson, 1975, 102 o.áfr. 8 Sbr. t. d. Lþdrup, 296 o.áfr. 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.