Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1984, Blaðsíða 22

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1984, Blaðsíða 22
2.3. BÓTAÁKVÆÐI, ÞAR SEM SJÓNARMIÐA NÁBYLIS- RÉTTAR GÆTIR Lög nr. 59/1976 um fjölbýlishús I 2. mgr. 12. gr. laga nr. 59/1976 um fjölbýlishús er svohljóðandi bótaregla: „Ibúðareigandi er ábyrgur gagnvart sameigendum sínum fyrir því tjóni, sem þeir verða fyrir vegna óhapps í íbúð hans, svo sem vegna bilunar á tækjum eða leiðslum, sem íbúð hans tilheyra." Samkvæmt 1. gr. láganna telst fjölbýlishús hvert það hús, sem í eru tvær eða fleiri íbúðir. Með íbúð er í lögunum átt við hvert það her- bergi, sem eldhús fylgir. Lögin gilda um fjölbýlishús, þar sem íbúð- irnar eru í eigu fleiri en eins aðila. Bótaákvæði 12. gr. bindur bótaskyldu ekki við sök. Ibúðareigandi ber því hlutlæga ábyrgð.21 Ábyrgð fellur á hann, þótt tjónið verði ekki rakið til mistaka eða vanrækslu. Ákvæði þetta er ekki svo glöggt sem skyldi. Orðið „óhapp“ er ekki alltaf sömu merkingar, hvorki í lagamáli né daglegu máli. „Óhapp“ má skilja svo, að eingöngu sé átt við atburð, sem enginn á sök á. En líka má skýra „óhapp“ svo, að nái einnig til atvika, sem eingöngu má rekja til sakar þriðja aðila. Bótaréttur tjónþola skv. 12. gr. laga um fjölbýlishús fer því mjög eftir því, hvernig orðið „óhapp“ er skýrt. Ef fyrri skilningurinn er lagður til grundvallar, ber íbúðareigandi einungis ábyrgð, ef tjón verð- ur af tilviljun, svo sem vegna bilunar, sem enginn á sök á. (Ibúðar- eigandi verður að sjálfsögðu ábyrgur eftir öðrum bótareglum, ef hann eða starfsmenn hans eiga sök á tjóni.) Innan fyrri skilningsins rúm- ast líká það, að íbúðareigandi sé skaðabótaskyldur vegna náttúruham- fara. Sé miðað við síðari skilninginn nær ábyrgð eftir 12. gr. laga um fjölbýlishús einnig til tjóns af völdum sjálfstæðra verktaka og ann- arra þriðju aðila.22 Af sambandi 12. gr. og annarra ákvæða fjölbýlishúsalaganna má ráða, að bótareglan eigi ekki við um líkamstjón og líklega ekki heldur um skemmdir á lausafjármunum. Varðandi skemmdir á lausafé ber 20 Sums staðar erlendis, t.d. í Svíþjóð, eru almenn ákvæði í lögum um hlutlæga ábyrgð vegna tjóns af völdum umhverfisspjalla. Slík ákvæði almenns efnis þekkjast ekki hér á landi. Um norrænan rétt má vísa til NOU 1982:19 og SOU 1983:7. 21 Hrafn Bragason, 118. 22 I norrænum rétti gætir nokkurrar tilhneigingar til að leggja á eigendur fasteigna bótaskyldu vegna tjóns, sem rakið verður til sakar af hálfu sjálfstæðs verktaka, sjá Arnljótur Björnsson, 1979b, 127 o.áfr. Um sjálfstæða verktaka almennt sjá Arnljótur Bjömsson, 1979a, 57-61. 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.