Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1984, Blaðsíða 36

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1984, Blaðsíða 36
1 nokkrum dómum, þar sem bótaskylda hefur verið dæmd á grund- velli sakar, hefur Hæstiréttur einnig vísað til þess hve verk, sem slys hlaust af, var hættulegt. í „Þyrilsdóminum“, Hrd. 1953, 617, segir, að upptök sprengingar verði rakin til bilunar í tækjum eða mistaka og þégar litið sé til þeirra atriða svo og til þess, „hversu almennt hættu- legt það verkefni var, sem skipverjar fengust við“, þyki eðlilegt að leggja fébótaábyrgð á útgerðarmann. I Hrd. 1956, 122 var útgerðar- maður dæmdur bótaskyldur vegna slyss, sem togarasjómaður varð fyrir vegna mistaka vindumanna, en verið var að taka inn botnvörpu. Skírskotar Hæstiréttur til mistaka vindumanna og þess „hversu starf- ið er hættulegt“. í Hrd. 1957, 577 var ábyrgð einnig felld á útgerðar- mann togara vegna sakar skipverja, en í héraðsdómi, sem Hæstiréttur staðfesti með skírskotun til forsendna hans, segir, að einnig sé „haft í huga, að jafnvel þótt gætt sé fyllsta öryggis hlýtur ávallt nokkur áhætta að vera því samfara að framkvæma starf það, sem stefnanda var falið, .. . en á þeirri áhættu beri atvinnurekandinn ábyrgð.“ Hér var um að ræða slys, sem vélstjóri varð fyrir, er hann var að vinna að viðgerð á eldkatli í vélarrúmi togarans við erfiðar aðstæður. Enn- fremur má nefna dóm um slys, er varð með þeim hætti, að nagli hröklc í auga starfsmanns, sem vann við trésmíðar, sjá Hrd. 1956, 777. Var atvinnurekandi dæmdur bótaskyldur með vísun til þess, að samstarfs- maður slasaða sýndi ekki fulla aðgæslu, svo og þess, að starfið var talið „nokkuð hættusamt". Ekki er í fleiri hæstaréttardómum greini- lega vísað til hættusemi starfrækslu til stuðnings bótaábyrgð. Síðast- nefndir fjórir dómar, er allir varða bætur fyrir slys, sem launþegar urðu fyrir í vinnu, verða að sjálfsögðu ekki taldir fela í sér ráðagerð um hreina hlutlæga ábyrgð. Alloft reisa lögmenn bótakröfur vegna slysa á „reglum skaðabóta- réttar um hættulégan atvinnurekstur11. Engin dæmi eru til þess, að Hæstiréttur hafi fallist á slíka málsástæðu og dæmt bætur á grund- velli hreinnar hlutlægrar ólögfestrar bótareglu. Meðal dóma, sem hafna hlutlægri ábyrgð á þessum grunni, eru: Hrd. 1960, 243, Hrd. 1962, 19, Hrd. 1962, 232 (togarasjómenn slösuðust við fall á þilfar vegna hálku eða ólags); Hrd. 1966, 570 (ekki var fallist á, að ferming skipa al- mennt verði talinn hættulegur atvinnurekstur) ; Hrd. 1970, 301 (slys í netaspili við drátt þorskaneta); Hrd. 1973, 435 og Hrd. 1977, 1244 (starfsmenn slasast af trésmíðavélum). Loks má nefna eldri dóm, sjá Hrd. 1940, 122 (starfsmaður olíufélags hlaut húðsjúkdóm, er hann vann með bensín og olíur). 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.