Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1984, Page 36

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1984, Page 36
1 nokkrum dómum, þar sem bótaskylda hefur verið dæmd á grund- velli sakar, hefur Hæstiréttur einnig vísað til þess hve verk, sem slys hlaust af, var hættulegt. í „Þyrilsdóminum“, Hrd. 1953, 617, segir, að upptök sprengingar verði rakin til bilunar í tækjum eða mistaka og þégar litið sé til þeirra atriða svo og til þess, „hversu almennt hættu- legt það verkefni var, sem skipverjar fengust við“, þyki eðlilegt að leggja fébótaábyrgð á útgerðarmann. I Hrd. 1956, 122 var útgerðar- maður dæmdur bótaskyldur vegna slyss, sem togarasjómaður varð fyrir vegna mistaka vindumanna, en verið var að taka inn botnvörpu. Skírskotar Hæstiréttur til mistaka vindumanna og þess „hversu starf- ið er hættulegt“. í Hrd. 1957, 577 var ábyrgð einnig felld á útgerðar- mann togara vegna sakar skipverja, en í héraðsdómi, sem Hæstiréttur staðfesti með skírskotun til forsendna hans, segir, að einnig sé „haft í huga, að jafnvel þótt gætt sé fyllsta öryggis hlýtur ávallt nokkur áhætta að vera því samfara að framkvæma starf það, sem stefnanda var falið, .. . en á þeirri áhættu beri atvinnurekandinn ábyrgð.“ Hér var um að ræða slys, sem vélstjóri varð fyrir, er hann var að vinna að viðgerð á eldkatli í vélarrúmi togarans við erfiðar aðstæður. Enn- fremur má nefna dóm um slys, er varð með þeim hætti, að nagli hröklc í auga starfsmanns, sem vann við trésmíðar, sjá Hrd. 1956, 777. Var atvinnurekandi dæmdur bótaskyldur með vísun til þess, að samstarfs- maður slasaða sýndi ekki fulla aðgæslu, svo og þess, að starfið var talið „nokkuð hættusamt". Ekki er í fleiri hæstaréttardómum greini- lega vísað til hættusemi starfrækslu til stuðnings bótaábyrgð. Síðast- nefndir fjórir dómar, er allir varða bætur fyrir slys, sem launþegar urðu fyrir í vinnu, verða að sjálfsögðu ekki taldir fela í sér ráðagerð um hreina hlutlæga ábyrgð. Alloft reisa lögmenn bótakröfur vegna slysa á „reglum skaðabóta- réttar um hættulégan atvinnurekstur11. Engin dæmi eru til þess, að Hæstiréttur hafi fallist á slíka málsástæðu og dæmt bætur á grund- velli hreinnar hlutlægrar ólögfestrar bótareglu. Meðal dóma, sem hafna hlutlægri ábyrgð á þessum grunni, eru: Hrd. 1960, 243, Hrd. 1962, 19, Hrd. 1962, 232 (togarasjómenn slösuðust við fall á þilfar vegna hálku eða ólags); Hrd. 1966, 570 (ekki var fallist á, að ferming skipa al- mennt verði talinn hættulegur atvinnurekstur) ; Hrd. 1970, 301 (slys í netaspili við drátt þorskaneta); Hrd. 1973, 435 og Hrd. 1977, 1244 (starfsmenn slasast af trésmíðavélum). Loks má nefna eldri dóm, sjá Hrd. 1940, 122 (starfsmaður olíufélags hlaut húðsjúkdóm, er hann vann með bensín og olíur). 30

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.