Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1984, Síða 16

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1984, Síða 16
2.1.1. Efni lagaákvæðanna Umferðarlög nr. 40/1968 Eftir 67. gr. laganna ber eigandi skráningarskylds, vélknúins ökutæk- is skaðabótaábyrgð á tjóni, sem hlýst á mönnum eða munum af notkun ökutækisins, enda þótt tjónið verði hvorki rakið til bilunar eða galla á tækinu né ógætni ökumanns. Hér er með öðrum orðum um að ræða hlut- læga ábyrgð á tjóni af völdum ökutækis. Tjónþoli á bótarétt, þótt at- vik að tjóni séu þannig, að almennar skaðabótareglur myndu leiða til sýknu eiganda ökutækisins. Ökutæki þau, sem bótareglan nær til, eru: bifreiðir, bifhjól, létt bifhjól („skellinöðrur"), beltabifhjól (vélsleðar) og dráttarvélar, sbr. 11. gr. laganna. Hin sérstaka víðtæka bótaregla í 67. gr. umferðarlaga nær þó ekki til alls tjóns af notkun skráningarskyldra ökutækja. Hún gildir ekki um tjón á mönnum eða munum, sem fluttir eru án endurgjalds í öku- tækjum. Hlutlæga reglan gildir yfirleitt ekki um tjón, sem verður af árekstri tveggja eða fleiri ökutækja, sbr. 68. gr. laganna. Tjón sem verður á ökutækjunum sjálfum og annað tjón eigenda eða ökumanna, sem hlut eiga að árekstrinum, bætist t.d. eftir almennum skaðabóta- reglum, þannig að tjónþoli fær við slíkar aðstæður að jafnaði ekki bætur, nema honum takist að sanna sök.7 8 Lög nr. 34/1964 um loftferðir Samkvæmt 1. mgr. 133. gr. loftferðalaganna ber eigandi eða sá, er ber kostnað af rekstri loftfars, hlutlæga bótaábyrgð á tjóni á mönn- um og munum, sem eru utan loftfarsins. Hér er um að ræða sams kon- ar víðtæka ábyrgð og í 67. gr. umferðarlaga. Hlutlæga reglan í loft- ferðalögum gildir þó ekki um tjón, sem verður á mönnum eða mun- um innan marka viðurkennds flugvallar, sbr. 1. mgr. 134. gr. láganna. Hlutlæga reglan gildir ekki heldur um tjón, sem hlýst á loftfari eða farmi við árekstur loftfara, sjá 2. mgr. 134. gr. Um síðastgreind tilvik og tjón innan marka viðurkennds flugvallar fer þess vegna í flestum tilfellum eftir reglum, sem gera sök að skilyrði fyrir bótaskyldu. Dæmi- gerð tjónstilfelli, sem 1. mgr. 133. gr. loftferðalaganna nær til, eru slys, sem hljótast á mönnum á jörðu niðri og mannvirkjum, vegna þess að loftfar hrapar eða hlutir falla úr því. Hliðstæðum erlendum lagareglum hefur einnig verið beitt um tjón, sem hlýst frá hávaða frá loftfari.s I IX. kafla loftferðalaga eru sérstakar skaðabótareglur, 7 Um reglur þessar sjá nánar Arnljótur Björnsson, 1975, 102 o.áfr. 8 Sbr. t. d. Lþdrup, 296 o.áfr. 10

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.