Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1984, Qupperneq 14

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1984, Qupperneq 14
Fyrr á öldum var skaðabótaréttur ekki til í þeirri mynd, er síðar varð. 1 lögum íslenska þjóðveldisins (Grágás) og Jónsbók voru refs- ingar og skaðabætur oft samslungnar. Forsendur fyrir bótaskyldu voru allt aðrar en nú. Fémunaviðurlög, sem þá lágu við réttarbrotum, voru ekki háð því skilyrði, að tjón yrði rakið til sakar. 1 Grágás og Jónsbók voru t.d. ýmis fyrirmæli um hlutlæga ábyrgð vegna tjóns af völdum dýra. Ákvæði núgildandi laga um hreina hlutlæga ábyrgð á tjóni á jarðargróðri af völdum búfjár (lög nr. 42/1969) eiga rót sína að rekja til Grágásar og Jónsbókar. Þégar hin fornu lagaákvæði um hlutlæga ábyrgð vegna tjóns af völdum tiltekinna dýra eru frá talin, má segja að saga hlutlægrar bótaábyrgðar á íslandi hefjist ekki fyrr en á 20. öld, eins og fljótlega mun vikið að. Á 19. öld var sú skoðun ríkjandi á Norðurlöndum, í Bretlandi, Þýska- landi ög víðar, að almennt yrðu menn ekki dæmdir til greiðslu skaða- bóta án sakargrundvallar. Þótti það samrýmast vel siðferðisreglum kristindómsins, að ekki bæri að dæma mann skaðabótaskyldan, ef hann ætti enga sök á tjóni. Einkennandi fyrir þetta tímabil eru hin frægu orð von Jhering (1818-1892) : „Kein úbel ohne Schuld“.4 Þrátt fyrir það að sakarreglan væri mjög í hávegum höfð um langt skeið, voru í ýmsum löndum til leifar af hlutlægum bótareglum eldri réttar. Á Norðurlöndum lifðu sumar þessara reglna af blómatíma sakarregl- unnar, hér á landi t.d. reglur Jónsbókar og réttarbótar Eiríks konungs frá 1294. Strax á síðari hluta 19. aldar fóru viðhorf manna til sakarreglunnar að breytast, enda höfðu framleiðsluhættir, samgöngur og allt þjóðlíf tekið miklum stakkaskiptum. 1 hverju landinu á fætur öðru tók iðn- aðarþj óðfélag við af landbúnaðarþjóðfélagi. Þessar breytingar kölluðu á nýjar skaðabótareglur, sem uxu upp við hlið sakarreglunnar.5 Hreint landbúnaðarþjóðfélag stóð lengur á Islandi en í næstu nágrannalönd- unum. Það var ekki fyrr en 1913 að lögleidd var regla, sem telja má undanfara almennu reglunnar um ábyrgð vinnuveitanda (þ.e. 13. gr. siglingalaga nr. 63/1913 um takmarkaða ábyrgð útgerðarmanns vegna tjóns af skaðaverkum skipverja). Árið eftir komu svo fyrstu íslensku bifreiðalögin og fólu þau í sér reglu um víðtæka ábyrgð eiganda bif- reiðar. Skv. 13. gr. laga nr. 21/1914 bar bifreiðareigandi ábyrgð, nema uppvíst væri, að slys hefði hlotið að vilja til, þrátt fyrir þá aðgæslu og varkárni, sem ökumanni er skylt að gæta. Hrein hlutlæg ábyrgð 4 Jhering, 8. 5 Sjá nánar Vinding Kruse, 12. kafli. Um söguleg atriði vísast einnig til J0rgensen, 1972, 1-15. 8
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.