Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1984, Síða 23

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1984, Síða 23
þó að hafa í huga, að orðalag 2. mgr. 12. gr. er fortakslaust og er ekki útilokað að það yrði skýrt eftir orðanna hljóðan. Fleiri atriði í 12. gr. orka tvímælis, en þau verða ekki rædd hér.23 Vatnalög nr. 15/1923 1 vatnalögum nr. 15/1923 eru margar eignarnámsheimildir,24 en utan sviðs þeirra má finna ákvæði, sem skýra má svo, að skaðabóta- skylda geti stofnast án sakar, t.d. 3. mgr. 74. gr. um bætur fyrir tjón, er leiðir af því að vatnsmiðlunarmannvirki eru lögð niður. 1 136. gr. laganna eru fyrirmæli um bótaábyrgð, þótt gáleysi verði ekki um kennt, en skilyrði bótaskyldu er yfirleitt, að um réttarbrot hafi ver- ið að ræða, sbr. þó 4. mgr. 136. gr.25 Á bótaákvæði vatnalaga reynir sjaldan í dómsmálum, sbr. þó Hrd. 1929, 1102, héraðsdóminn bls. 1123. Lög nr. 76/1966 um álbræðslu við Straumsvík Samkvæmt lögum nr. 76/1966 hefur samningur um álbræðslu við Straumsvík lagagildi á íslandi. 1 12. gr. samningsins eru ákvæði um bótaskyldu Islenska álfélagsins hf. vegna tjóns, er hlýst af mengun af gasi og reyk frá álbræðslunni. Ákvæðin verða ekki skilin öðru vísi en svo, að íslenska álfélagið hf. beri hlutlæga ábyrgð vegna þess tjóns, sem lýst er í lagagreininni. 1 greininni er annars vegar greint á milli tjóns, er hlýst utan við svæði, sem næst er verksmiðjunni og nánar er afmarkað í 12. gr. og fylgiskjali með hafnar- og lóðarsamningi, er fylgir álbræðslusamn- ingnum (aðalsamningnum), og hins végar tjóns, er verður á svæði þessu. Hin hlutlæga bótaábyrgð íslenska álfélagsins hf. sætir nokkr- um takmörkunum að því er varðar tjón, er hlýst á umræddu svæði næst verksmiðjunni. Hins vegar ber félagið fulla ábyrgð á hverju því tjóni, sem hlýst af gastegundum og reyk frá bræðslunni utan við svæðið. Ekki eru önnur ákvæði í álbræðslusamningnum um hlutlæga bóta- ábyrgð. Verður slík ábyrgð því ekki lögð á íslenska álfélagið hf. vegna tjóns, sem hlýst af öðrum atvikum en mengun af gasi eða reyk, t.d. 23 Um skýringu á ákvæðum fjölbýlishúsalaga, sem í gildi voru fyrir 1976, sjá Hrd. 1981, 359. Um ólögfestar reglur um bótaskyldu eiganda fasteignar vegna tjóns sökum vanbúnaðar sjá Hörður Einarsson, 369 o.áfr. 24 Um þær sjá Gaukur Jörundsson, 5.3.6. kafli, bls. 48-49. 25 Segja má, að í 136. gr. felist eins konar „casus mixtus" ábyrgð, sjá til athugunar grg. með frv. til vatnalaga, Alþt. 1921 A, bls. 209. 17

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.