Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1984, Side 31

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1984, Side 31
félög miða iðgjöld við reynsluna og er því ekki sennilegt, að al- ger ábyrgðarregla valdi iðgjaldahækkun. Reglan hefur um langt skeið gilt í Noregi um bifreiðar og gefið góða raun. Hún er og í samræmi við þá þróun, sem orðið hefur í skaðabótarétti á síðari árum, bæði hér og annars staðar.“51 Hér er megináhersla lögð á að sýna fram á kosti, sem hlutlæg (alger) bótaábyrgð hefur fram yfir sakarlíkindareglu þá, er áður gilti. Hins vegar er ekki gerð grein fyrir grundvallarrökum fyrir hlutlægi’i ábyrgð- arreglu, en bent á, að hún sé í samræmi við þróun, sem orðið hafi í skaðabótarétti á síðari árum. Hlutlæg ábyrgð útgerðarmanns á tilteknum bótakröfum skv. sigl- ingalögum nr. 66/1963, sbr. lög nr. 108/1972 hefur lítið raunhæft gildi vegna bráðabirgðaákvæðis um slysatryggingu sjómanna í lögum nr. 25/1977 um breyting á siglingalögum. Allt að einu er fróðlegt að at- huga röksemdir þær, sem hreyft var á Alþingi til stuðnings hlutlægri bótaskyldu útgerðarmanns. Árið 1968 fluttu tveir alþingismenn frv. til laga um breytingu á siglingalögum, og fólst í frumvarpinu, að út- gerðarmaður bæri hlutlæga ábyrgð á bótakröfum vegna slysa skip- verja og ýmissa annarra. Segir í grg., að réttarstaða annarra stétta þjóðfélagsins, svo sem fólks, er vinnur í verksmiðjum eða við stór- virkar vélar, þ.e. stundi hættuleg störf á svipaðan hátt og sjómenn, sé miklu tryggari en sjómanna. Ábyrgð vinnuveitenda fyrrnefnds fólks sé hlutlæg. Þá segir í grg. að íslensk lög og dómstólar geri miklu strarigari kröfur til sjómanna um aðgæslu og varfærni við störf heldur en annarra.52 Megi rökstyðja þetta frekar með mörgum niðurstöðum íslenskra dómstóla, sem vakið hafi kröfur sjómanna um, að misrétti þessu verði aflétt. Muni enda varla nokkur maður treystast til að mæla því gegn, að það sé íslensku þjóðfélagi til næsta lítils sóma að láta sjómenn sína búa við miklu minna réttaröryggi en þá, sem í landi vinna.53 I ræðu annars flutningsmanns frv. koma fram svipuð ummæli, og segir hann m.a., að þegar slys verði, t.d. í verksmiðjum í landi, sé sá, sem reki verksmiðjufyrirtækið, í öllum tilfellum bóta- skyldur, ef ekki verði sönnuð bein sök á þann, sem slasast.54 Enginn annar tók til máls um frv. og dagaði það uppi. Tveimur árum síðar lögðu sömu menn og tveir aðrir þingmenn fram frv. um sama efni, en í öðru formi. Rökstuðningur var nokkuð annar 51 Alþt. 1956 A, bls. 488. 52 I grg. gætir verulegra missagna um gildandi rétt. 53 Alþt. 1968 A, bls. 412-3. 54 Alþt. 1968 C, d. 513. 25

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.