Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1984, Síða 35

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1984, Síða 35
4. ÓLÖGFESTAR REGLUR Mjög fátítt er, að Hæstiréttur leggi hlutlæga bótaábyrgð á menn, án þess að til þess sé bein heimild í settum lögum. Til eru hæsta- réttardómar um slíka ábyrgð vegna vinnuslysa, sem hlotist hafa af galla eða bilun tækis, án þess að sök hafi sannast á eiganda tækisins eða menn, er hann ber ábyrgð á, sjá Hrd. 1968, 1051, Hrd. 1970, 434 og Hrd. 1970, 544. 1 aðeins einum öðrum hæstaréttardómi er hreinni hlutlægri ábyrgð beitt án stoðar í settum rétti, sjá Hrd. 1958, 112. Málsatvik voru þau, að steinn kastaðist frá afturhjóli vörubifreiðar og braut rúðu í banka- húsi á Akureyri, en eigandi bifreiðarinnar var að vinna með hana við akstur uppgraftar við húsið á vegum bankans. 1 dómi Hæsta- réttar var vörubifreiðarstjóranum dæmt að bæta tjónið. Niðurstaða var rökstudd þannig: „Það er alkunna, að þess háttar hætta af steinkasti getur stafað af akstri bifreiða, þegar þeim er ekið eftir vegi, þar sem möl eða lausir steinar eru fyrir. Eðlilegast er, að ábyrgðarmaður bifreið- ar samkvæmt 1. og 2. mgr. 35. gr. laga nr. 23/1941 beri ábyrgð á tjóni, sem bifreið veldur með slíkum hætti, þó að ökumanni verði ekki metið slysið eða tjónið til sakar.“ Eftir bifreiðalögum nr. 23/1941 hefði átt að sýkna eiganda bifreið- arinnar eða dæma hann bótaskyldan eftir sakarlíkindareglu 34. gr. laganna, en hlutlæg bótaregla var ekki lögfest um tjón sem þetta fyrr en með umferðarlögum nr. 26/1958, sem tóku gildi fáum mánuðum eftir að dómur Hæstaréttar var kveðinn upp. Rökstuðningur í forsendum dóma þessara er mjög takmarkaður og gefur litla vísbendingu um, hverjar röksemdir liggi að baki hlutlægu ábyrgðinni. Dómurinn frá 1958 skiptir nú litlu máli vegna breyttra laga. Hinir þrír varða allir bótaskyldu vinnuveitanda gagnvart laun- þega, sem slasast í starfi vegna bilunar eða galla tækis, sem vinnu- veitandinn á og notar í rekstri sínum. Dómarnir eru í góðu samræmi við kenningar fræðimanna og dómaframkvæmd á Norðurlöndum, en þar og víða annars staðar hefur víðtæk bótaábyrgð verið lögð á eig- endur tækja, ef bilun eða galli veldur slysi.01 Hins vegar veita dóm- arnir að sjálfsögðu ekki vitneskju um, hvort eða með hvaða skilyrð- um hreinni lilutlægri bótareglu verði beitt utan þess þrönga sviðs, sem þeir varða. 61 Sjá nánar Arnljótur Björnsson, 1979c, 178-181 ásamt tilvísunum. 29

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.