Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1984, Side 45

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1984, Side 45
dýralækni, var einum stefnt, sýnist óhætt að fullyrða að ekki hafi aðeins mátt stefna stöðunefnd heldur hafi hún ein verið réttur aðili málsins. Kröfugerð 66. gr. 1. 85/1936 þótti ekki standa því í vegi að dómkröf- ur S væru teknar til efnislegrar umfjöllunar þótt þær vörðuðu aðeins tiltekna þætti í málsmeðferð, álitsumleitan, þar sem umsagnaraðilinn var nefnd sérfræðinga. Hér má að lokum vekja athygli á því að HR taldi ekki skilyrði vera til að sinna þeirri kröfu S að tiltekin unnnæli í álitinu yrðu felld úr gildi þegar af þeirri ástæðu að umsagnaraðilinn hafði leiðrétt þau áður en til málssóknar kom (sjá hér til hliðsjónar Hrd. 1980:2). 4 STJÓRNSYSLA Að stjórnarfarsrétti má orða álitaefni þannig á mæltu máli: Full- yrðing a. Það var ekki í verkahring stöðunefndar að raða umsækjend- um og hún mátti ekki gera það á þann hátt sem raun varð á. Full- yrðing b. Stöðunefnd mátti ekki kalla ÞH sérfræðing í lyflækningum. Um a. HÉR og HR tóku ekki eins á þessu úrlausnarefni þótt niður- staðan yrði hin sama. Niðurstöðu HR skil ég þannig: Sú starfsaðferð stöðunefndar sem umsagnaraðila að raða umsækj endum í töluröð braut ekki í bága við lög. En þótt stöðunefnd mætti fara þannig að í lögskip- uðu starfi sínu þurfti að leysa úr því hvort efnisreglur hefðu að öðru leyti verið brotnar. Stöðunefnd mat það svo að skipa ætti ÞH framar í röðinni en S. Því sérfræðilega mati gat HR ekki hnekkt en hins vegar lagt á það dóm hvort lögmæt sjónarmið lágu að baki matinu. Við þá úrlausn beitti HR viðtekinni réttarfarsaðferð sinni hingað til og lagði sönnunarbyrðina á S. Niðurstaðan var að S hefði ekki sannað að ómálefnaleg sjónarmið hafi ráðið þessu mati nefndarinnar. Um b. Að mínu viti komust HÉR og HR einfaldlega að þeirri niður- stöðu um þennan kröfulið að samkvæmt settum lögum væri ÞH sér- fræðingur í lyflækningum og því var ekki um að ræða dómstólaprófun á mati stjórnvalds. Áður en til málssóknar fyrir dómsstólum kom reyndi S að fá kröf- um framgengt innan stjórnsýslunnar. Á þann þátt reyndi ekki í dóms- málinu og var hann því ekki tekinn með í reifuninni hér að framan. Að stjórnarfarsrétti almennt er þessi þáttur þó allrar íhugunar virði. 39

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.