Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1984, Side 56

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1984, Side 56
landi, sem næst á að annast almennt þing, er formaður sambandsins. For- mannaskipti verða við lok almenns þings. Formenn deildarstjórna í hinum löndunum eru varaformenn. Flver deildarstjórn skal kjörin samkvæmt reglum, sem deild hvers lands setur sér. Úr hópi stjórnarmanna hverrar deildar skal valin sérstök fram- kvæmdanefnd. 4. gr. Almenn þing skulu haldin eftir samkomulagi til skiptis í hinum ein- stöku löndum. Á hverju þingi skal ákveða tíma og stað fyrir næsta þing. Deildarstjórn þess lands sem heldur almennt þing ber að annast undirbúning og framkvæmd þess. Framkvæmdanefndirnar koma að jafnaði saman árlega til funda. 5. gr. Stjórn hverrar deildar annast fjárreiður deildarinnar og getur ákveð- ið félagsgjöld. Formaður sambandsins leggur fram frumvarp að fjárhagsáætlun vegna samnorrænnar starfsemi, en það þarf samþykki sameiginlegs fundar fram- kvæmdanefnda. 6. gr. Stjórn hverrar deildar getur heimilað félagsaðild fleirum en þeim, sem tilgreindir eru í 2. gr., enda séu slíkir félagar líklegir til að stuðla öðrum fremur að þv( að sambandið nái þeim markmiðum, sem það hefur sett sér. Stjórnin hefur einnig, þegar sérstaklega stendur á, rétt til að bjóða öðrum en sambandsfélögum þátttöku ( almennum þingum. 7. gr. Breyta má lögum þessum, þegar allar deildarstjórnir eru sammála um það. Þýtt eftir dönskum texta sem birtur var í 2. hefti af N A T 1982. 50

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.