Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1989, Blaðsíða 10

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1989, Blaðsíða 10
ur aðila, sem hann er ekki í neinum samningstengslum við. Þótt talað sé um ábyrgð vegna söluhlutar eða söluvöru er því ekki einungis átt við ábyrgð seljanda gagnvart kaupanda eða öðrum, heldur einnig ábyrgð framleiðanda gagnvart viðsemjenda hans eða öðrum. Eigi skiptir máli um skaðsemisábyrgð, hvort um er að ræða kaup á ákveðnum hlut, sbr. 42. gr. kpl. eða tegundarkaup samkvæmt 43. gr. kpl. 2. FLOKKUN TJÓNS EFTIR ORSÖKUM I lögfræðiritum tíðkast að skipa tjóni af því tagi, sem hér um ræðir, í flokka eftir orsökum og eðli þess. (1) Framleiðslugalli (fabrikationsfejl). Hér er átt við mistök eða óhöpp við framleiðsluna sjálfa, sem valda því, að ein eða fleiri framleiðslueiningar verða öðruvísi en til var ætlast, t.d. er að- skotahlutur eða efni kemst í matvæli. (2) Hönnunargalli (konstruktionsfejl) er það, þegar sjálfri hönnun framleiðsluvörunnar er ábótavant, þannig að allar vörur, sem bún- ar eru til við sömu aðstæður, verða haldnar hættulegum eiginleik- um, t.d. þegar öryggisbelti til varnar falli úr mikilli hæð eru þann- ig gerð, að þau geta opnast við eðlilega notkun (sbr. H 1968, 1051). Það telst því aðeins framleiðslugalli í þessari merkingu, ef varan er ekki hönnuð í samræmi við þær kröfur, er gera verður í ljósi þeirrar þekkingar, sem til er þegar hönnunin fer fram. (3) Ófullnægjandi leiðbeiningar (instruktionsfejl). Ýmiss konar lík- amstjón eða eignaspjöll geta hlotist af söluhlut, þótt hvorki sé til að dreifa framleiðslu- né hönnunargalla. Vanþekking á því, hvern- ig nota skal hlut, leiðir iðulega til tjóns. Til þessa flokks heyrir ekki einungis það, þegar leiðbeiningar um það, hvernig komist verði hjá skaðlegum afleiðingum, eru af skornum skammti, heldur einnig þegar nauðsynlegar leiðbeiningar vantar algerlega eða þegar leiðbeiningar eru rangar. (4) Hættueiginleikar óþekktir í fyrstu (udviklingsfejl). Hér er átt við, að hættulegir eiginleikar koma fram við notkun vöru, þótt ekkert hafi verið athugavert við framleiðslu eða hönnun hennar eða notk- unarleiðbeiningar, ef miðað er við þá reynslu og þekkingu, sem fyrir var, er hún var sett á markað. Dæmi um þetta eru skaðleg áhrif, sem tiltekið lyf hefur á mannslíkamann, en koma ekki í ljós 88
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.