Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1989, Blaðsíða 37

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1989, Blaðsíða 37
umfram var. Það kom þó einnig fyrir, að skerðingin næði til nokkurs hluta af framleiðslu innan búmarks. Allmikið var um það á meðan bú- markskerfið var við lýði, að framleiðendur fengju aukningu á bú- marki sínu og að búmarki væri úthlutað til nýrra framleiðenda. Þann- ig höfðu sameiginleg búmörk í landinu vaxið um rúm 100 þúsund ær- gildi frá 1980 til 1985 og árið 1985 var heildarbúmark í mjólk komið upp í 143 milljónir lítra, en það magn, sem samið var um í fyrsta bú- vörusamningi ríkisins og bænda árið 1986 var 107 milljónir lítra. Lög nr. 46/ 1985 um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum — hér eftir nefnd búvörulögin — komu í stað eldri laga um fram- leiðslustjórnun í landbúnaði. Við setningu þeirra laga blasti við sú mynd, að ekki hafði tekist með búmarkskerfinu og öðrum stjórnunar- aðferðum að ná því valdi á stjórnun búvöruframleiðslunnar, sem stjórn- völd og samtök bænda töldu nauðsynleg, og einnig hafði komið fram vilji til að skipuleggja búvöruframleiðsluna eftir héruðum eða fram- leiðslusvæðum, þar sem m.a. yrði tekið tillit til framleiðsluskilyrða, markaða og landgæða. 1 30. gr. búvörulaganna er nú kveðið á um fram- leiðslustjórnunina. Er landbúnaðarráðherra þar veitt heimild til til- tekinna ráðstafana, sem ákveðnar skulu með reglugerð. Skipta má hinum heimiluðu ráðstöfunum í fjóra flokka: 1. Samning milli ríkisins og Stéttarsambands bænda um magn mjólkur- og sauðfjárafurða, sem framleiðendum er ábyrgst fullt verð fyrir á samningstímanum. Þetta var nýmæli. 2. Heimilt er að ákveða, að framleiðendur búvara skuli fá fullt grund- vallarverð fyrir ákveðinn hluta af framleiðslu sinni, en skert verð fyrir það, sem umfram er. Er heimilt að innheimta sérstakt gjald til jöfnunar í þessu skyni, en heimildin tekur aðeins til þeirra búvara, þar sem verð til bænda er ákveðið af verðlags- nefnd búvara. Á sama hátt er unnt að ákveða hvernig verð- ábyrgð ríkissjóðs, sem kom í stað útflutningsbóta, skiptist. Þetta er í raun sambærileg heimild þeirri, sem búmarkskerfið byggði á. 3. Heimilt er að skipta þeirri framleiðslu einstakra búvara, sem samið er um í samningi ríkisins og bænda eða ákveðin er skv. því, sem nefnt var í 2. tl., eftir héruðum. Skulu svæðin almennt miðuð við félagssvæði búnaðarsambandanna, og heimilt er að skipta framleiðslu innan hvers svæðis eftir reglum sambærileg- um 2. tl. hér að framan eða fela stjórn viðkomandi búnaðarsam- bands eða samtaka framleiðenda, sem viðurkennd eru í lögunum, að skipta framleiðslunni milli einstakra framleiðenda skv. reglu- 115
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.