Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1989, Side 37

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1989, Side 37
umfram var. Það kom þó einnig fyrir, að skerðingin næði til nokkurs hluta af framleiðslu innan búmarks. Allmikið var um það á meðan bú- markskerfið var við lýði, að framleiðendur fengju aukningu á bú- marki sínu og að búmarki væri úthlutað til nýrra framleiðenda. Þann- ig höfðu sameiginleg búmörk í landinu vaxið um rúm 100 þúsund ær- gildi frá 1980 til 1985 og árið 1985 var heildarbúmark í mjólk komið upp í 143 milljónir lítra, en það magn, sem samið var um í fyrsta bú- vörusamningi ríkisins og bænda árið 1986 var 107 milljónir lítra. Lög nr. 46/ 1985 um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum — hér eftir nefnd búvörulögin — komu í stað eldri laga um fram- leiðslustjórnun í landbúnaði. Við setningu þeirra laga blasti við sú mynd, að ekki hafði tekist með búmarkskerfinu og öðrum stjórnunar- aðferðum að ná því valdi á stjórnun búvöruframleiðslunnar, sem stjórn- völd og samtök bænda töldu nauðsynleg, og einnig hafði komið fram vilji til að skipuleggja búvöruframleiðsluna eftir héruðum eða fram- leiðslusvæðum, þar sem m.a. yrði tekið tillit til framleiðsluskilyrða, markaða og landgæða. 1 30. gr. búvörulaganna er nú kveðið á um fram- leiðslustjórnunina. Er landbúnaðarráðherra þar veitt heimild til til- tekinna ráðstafana, sem ákveðnar skulu með reglugerð. Skipta má hinum heimiluðu ráðstöfunum í fjóra flokka: 1. Samning milli ríkisins og Stéttarsambands bænda um magn mjólkur- og sauðfjárafurða, sem framleiðendum er ábyrgst fullt verð fyrir á samningstímanum. Þetta var nýmæli. 2. Heimilt er að ákveða, að framleiðendur búvara skuli fá fullt grund- vallarverð fyrir ákveðinn hluta af framleiðslu sinni, en skert verð fyrir það, sem umfram er. Er heimilt að innheimta sérstakt gjald til jöfnunar í þessu skyni, en heimildin tekur aðeins til þeirra búvara, þar sem verð til bænda er ákveðið af verðlags- nefnd búvara. Á sama hátt er unnt að ákveða hvernig verð- ábyrgð ríkissjóðs, sem kom í stað útflutningsbóta, skiptist. Þetta er í raun sambærileg heimild þeirri, sem búmarkskerfið byggði á. 3. Heimilt er að skipta þeirri framleiðslu einstakra búvara, sem samið er um í samningi ríkisins og bænda eða ákveðin er skv. því, sem nefnt var í 2. tl., eftir héruðum. Skulu svæðin almennt miðuð við félagssvæði búnaðarsambandanna, og heimilt er að skipta framleiðslu innan hvers svæðis eftir reglum sambærileg- um 2. tl. hér að framan eða fela stjórn viðkomandi búnaðarsam- bands eða samtaka framleiðenda, sem viðurkennd eru í lögunum, að skipta framleiðslunni milli einstakra framleiðenda skv. reglu- 115

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.