Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1989, Qupperneq 14

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1989, Qupperneq 14
1 dómi þessum er ekki beitt hreinni hlutlægri bótareglu, en telja verður að hann gefi skýra vísbendingu um víðtæka ábyrgð þeirra, sem búa til neysluvörur til sölu á almennum markaði. Ábyrgð er felld á ölgerðina m.a. vegna þess að hún seldi vöru í umbúðum, sem ekki voru taldar hæfar til þeirrar notkunar, er þeim var ætluð. 4. NÁNAR UM HLUTLÆGA ÁBYRGÐ Sú skoðun er ríkjandi, að ábyrgð vegna hættulegra eiginleika skuli að minnsta kosti í vissum tilvikum vera víðtæk, og flestir munu hall- ast að ábyrgð án sakar (hreinni hlutlægri ábyrgð). Fleiri leiðir eru einnig til. Bent hefur verið á, að það, að söluhlutur sé haldinn hættu- legum eiginleika, geti bent til mistaka og það mæli með því, að dregið sé úr kröfum um sönnun eða að sönnunarbyrði sé alveg lögð á þann, sem krafinn er um bætur.4 Svo sem áður var vikið að, kemur ennfremur til greina að beita rýmkaðri sakarreglu, þ.e. að herða kröfur þær, sem gerðar eru til manna um gætilega hegðun. Eins og fyrr segir, má deila um, hvort áðurgreind flokkun tjóns af hættulegum eiginleikum (sbr. 2. kafla) komi að gagni, þegar leysa skal úr spurningum um bótaskyldu. Oft er þó reynt að gefa leiðbein- ingarreglur á grundvelli flokkunarinnar. Þegar um framleiðslugalla er að ræða eða ófullnægjandi leiðbeiningar, telja margir, að rétt sé að beita hreinni hlutlægri reglu um ábyrgð framleiðanda. Sama gildir um hönnunargalla, en sumir telja þó, að þar sé ekki ástæða til að víkja frá sakarskilyrðinu. Gegn víðtækri ábyrgð vegna tjóns af hönnunargalla hefur verið bent á, að hönnunargalli geti haft miklu víðtækari afleiðingar en framleiðslugalli. Auk þess eigi kaupandi venjulega kost á að velja um ólíkar gerðir varnings og stund- um geti hann sjálfur metið kosti og ókosti (þ.ám. áhættuna) við mis- munandi gerðir. Skiptar skoðanir eru um, hvernig haga skuli bóta- reglum um tjón af söluhlut, þegar hættueiginleikar hans eru í fyrstu óþekktir. Sumir álíta rétt, að framleiðandi beri einnig hér hreina hlut- læga ábyi’gð, en öðrum þykir eðlilegast, að bótaskylda sé bundin sakar- skilyrði. Hrein hlutlæg ábyrgðarregla myndi vera alltof víðtæk og geta hindrað framfarir og þar með verið andstæð hagsmunum neyt- enda. Óeðlilegt sé að fella á framleiðanda alla áhættuna af hættueigin- 4 T.d. Magrnis Þ. Torfason, 470. 92
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.