Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1989, Síða 18

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1989, Síða 18
almenn ógildingarregla, sem veitir dómstólum allvíðtæka heimild til að víkja til hliðar eða breyta samningum eða einstökum samnings- ákvæðum. Regla þessi, sem er í 36. gr. samnl. nr. 7/1936, sbr. 6. gr. laga nr. 11/1986, er svohljóðandi: „Samningi má víkja til hliðar í heild eða að hluta, eða breyta, ef það yrði talið ósanngjarnt eða andstætt góðri viðskiptavenju að bera hann fyrir sig. Hið sama á við um aðra löggerninga. — Við mat á því, hvort samningur er ósanngj arn, skal líta til efnis samn- ings, stöðu samningsaðilja, atvika við samningsgerðina og atvika sem síðar komu til.“ Þessi nýja ógildingarregla getur að sjálfsögðu komið til álita í skaða- bótamálum, sem kaupandi höfðar á hendur seljanda til greiðslu bóta fyrir tjón, er hlýst af hættulegum eiginleikum. Hitt er svo annað mál, að óvíst er, hve langt dómstólar ganga í því að beita nýju ógildingar- reglunni í málum, sem hér um ræðir. Sumir álíta samningsbundnar undanþágur frá ábyrgð vegna tjóns af hættulegum eiginleikum andstæðar þeim félagslegu rökum, sem reglur um víðtæka ábyrgð á þessu sviði styðjast við. Bótareglurnar nái ekki þeim tilgangi að vernda neytanda, ef framleiðendur og seljendur hefðu ótakmarkaða heimild til að semja sig undan ábyrgð. Hófleg beiting reglu 36. gr. samnl. getur stuðlað að eðlilegu jafnvægi milli hagsmuna seljanda og neytanda. Hins vegar eru menn yfirleitt á einu máli um, að ekki sé nauðsynlegt að gera sérstakar takmarkanir á samnings- frelsinu varðandi undanþágur frá ábyrgð í samningum milli framleið- anda, seljanda og annarra milliliða innbyrðis. Notkunarreglur, leiðbeiningar og aðvaranir, sem fylgja vöru, geta haft áhrif á bótarétt notanda söluhlutar, en með nokkuð öðrum hætti en bein samningsákvæði um undanþágu frá ábyrgð. Það, sem hér hefur verið nefnt, sýnir, að samningur getur haft úr- slitaáhrif á bótarétt manns, er tjón bíður af völdum hættulegra eigin- leika söluhlutar. Ymislegt dregur þó úr mikilvægi samningsákvæða um undanþágu frá ábyrgð, t.d. það, að þeim verður ekki beitt gagnvart þriðja manni, sem ekki er í samningstengslum við framleiðanda eða seljanda og svo það, að ætla má, að seljendur varnings til neytenda skirrist við að nota víðtæk undanþáguákvæði, vegna þess að þau geta fælt væntanlega kaupendur frá viðskiptum.0 9 Sbr. Magnús Þ. Torfason, 472. 96

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.