Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1989, Síða 24

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1989, Síða 24
hagsleg og menningarleg réttindi þegnanna og þar með væru hin póli- tísku réttindi sjálfkrafa tryggð. Sagt hefur verið, að frjálshyggjan hafi verið blind að því er efna- hagsleg réttindi varðar, en sósíalisminn að því er pólitísk og borgara- leg réttindi varðar. Tálsýn frjálshyggjunnar hafi verið sú, að ekki þyrfti mótvægi við pólitísku og borgaralegu réttindin, og tálsýn sósíal- ismans, að ekki þyrfti mótvægi við efnahagslegu, félagslegu og menn- ingarlegu réttindin. í íslensku stj órnarskránni örlar á öðrum réttindum en pólitískum, svo sem réttinum til framfæris í 70. gr. og rétti munaðarlausra barna og öreiga til uppfræðingar í 71. gr. 1 mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna frá 10. desember 1948 er jöfnum höndum fjallað um hin pólitísku mannréttindi og hin efnahagslegu mannréttindi. Þar er fjallað um rétt manna til atvinnu, réttlátra og hagkvæmra vinnuskilyrða og vernd gegn atvinnuleysi, launajafnrétti og rétt til hæfilegs endurgjalds fyrir vinnu, rétt til félagslegrar verndar, rétt til að stofna stéttarfélög, til hvíldar, tóm- stunda og orlofs, til hæfilegra lífskjara, þar með matar, klæðnaðar, hús- næðis, læknishjálpar og félagshjálpar. Þá er og fjallað um réttindi til öryggis gegn atvinnuleysi, örorku, fyrirvinnumissi, elli eða öðrum áföll- um, sem skorti valda. Þar er og fjallað um rétt til menntunar, frjálsa þátttöku í menningai’lífi þjóðfélagsins o.s.frv. Þegar að því kom að gera skuldbindandi alþjóðasamning um þessi mannréttindi, leiddi ágreiningur til þess, að gerðir voru tveir sáttmálar, annar um borgai'aleg og stjórnmálaleg réttindi og hinn um efnahags- Ragnar Aðalsteinsson hefur fengist við mál- flutningsstörf í Reykjavík frá árinu 1962 og rek- ur nú málflutningsskrifstofu ásamt meðeigend- unum Sigurði Helga Guðjónssyni og Viðari Má Matthíassyni. 102

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.