Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1989, Page 27

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1989, Page 27
skipunarrétti, en þó er augljóst að stjórnarskráin veitir eignaréttind- um á margan hátt minni vernd en öðrum réttmdum. Stjórnarskráin getur þess beinlínis að eignarrétturinn sé skerðanlegur og hún gerir ráð fyrir, að eignir og tekjur séu skattlagðar. Hugleiðingar þessar um flokkun stjórnarskrárverndaðra mannrétt- inda eiga einkum rót sína að rekja til þess, hve við íslendingar höfum sýnt eignarréttinum og vernd hans miklu meiri áhuga en öðrum borgaralegum og pólitískum réttindum, sem verndar njóta samkvæmt stjórnarskrá okkar. 1 dómasafni um stjórnskipunarrétt frá 1981 eftir Gunnar G. Schram er fjallað um mannréttindi á u.þ.b. 60 blaðsíðum og þar af taka dómar um friðhelgi eignarréttar liðlega helming alls rýmis. Á málþingi um mannréttindi, sem Lögfræðingafélag fslands hélt hinn 8. október 1988, sagði einn þátttakenda í almennum umræð- um, að svo virtist sem íslenskir lögfræðingar töluðu helst um peninga og áfengi þegar viðfangsefnið væri mannréttindi. Hvernig er stöðu mannréttindamála háttað hér á landi? Hafa íslensk stjórnvöld og almenningur áhuga á mannréttindamálum ? Því miður verður að svara þessum spurningum á svipaðan hátt og Þór Vilhjálms- son gerði árið 1968 í þeim orðum, sem eru eins konar einkunnarorð þessara hugleiðinga. Svo virðist sem fslendingar hafi talið stöðu mann- réttindamála með þeim ágætum í íslenskri löggjöf og íslenskri laga- framkvæmd, að þar mætti fátt eitt betur gera. Stjórnvöld hafa af lít- illi sjálfsgagnrýni undirritað fyrir íslands hönd ýmsa þá mannréttinda- sáttmála, sem mestu máli skipta um framgang mannréttindamála í heiminum, án þess að nokkur athugun eða almenn umræða hafi farið fram um stöðu þeirra mála hér á landi. Árið 1978 var lögð fyrir Alþingi tillaga til þingsályktunar um aðild fslands að alþjóðasamningum um mannréttindi, og er þá átt við þá tvo alþjóðasamninga, sem Sameinuðu þjóðirnar beittu sér fyrir að gerðir yrðu og nefnast Alþjóðasamningur um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi og Alþjóðasamningur um borgaraleg og stj órnmálaleg réttindi. í athugasemdum við þingsályktunartillöguna var þess getið að þörf væri á því að gera nokkra fyrirvara í sambandi við fullgildingu á samningnum um borgaraleg og stjórnmálaleg rétt- indi. Þessir fyrirvarar eru síðan taldir upp og lúta að eftirfarandi: 1. Fyrirvari við ákvæði um að eigi skuli þess krafist af neinum manni að hann vinni þvingunar- eða nauðungai’vinnu. Ástæða þessa fyrirvara eru ákvæði í íslenskum lögum, sem heimila að 105

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.