Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1989, Side 39

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1989, Side 39
ingu, sem fylgdi í kjölfar búvörulaganna, hafi í upphafi verið byggt á búmarki auk þess sem tekið var tillit til raunverulegrar dreifingar á framleiðslunni. I þeim reglugerðum, sem leystu af hólmi fyrstu reglu- gerðir í tíð búvörulaganna, hefur skipting milli búmarkssvæða verið byggð á þeim grunni, sem fékkst við fyrrnefnda skiptingu, en frávik hafa þó verið nokkur. Það skal tekið fram, að í þessum síðari reglugerð- um hafa verið sérstök ákvæði um heimild Framleiðsluráðs landbúnaðar- ins til að stækka og minnka búmörk einstakra framleiðenda og út- hluta nýjum, en með breyttum reglum um hlut hvers einstaks fram- leiðanda hafa þær breytingar þó minni þýðingu en áður. I kjölfar setningar búvörulaganna varð sú breyting, að hætt var að miða rétt hvers einstaks framleiðanda við búmark, þ.e. stærð sem mið- uð var við framleiðslu á árunum 1976 til 1978 og síðari leiðréttingar, en þess í stað var tekið upp nýtt hugtak, fullvirðisréttur. Áfram hefur þó verið fylgt þeirri reglu, að til þess að fá úthlutað fullvirðisrétti hefur viðkomandi þurft að hafa búmark í hlutaðeigandi búgrein, og fullvirðisréttur hvers framleiðanda má ekki vera umfram búmark hans. Við fyrstu úthlutanir fullvirðisréttar til mjólkurframleiðslu verðlags- árið 1985—1986 og sauðfjárframleiðslu verðlagsárið 1886—1987 var réttur hvers framleiðanda fundinn út frá búmarkinu með ýmsum skerðingum og leiðréttingum, sem ekki eru tök á að rekja hér. Þá var það einnig gert að skilyrði við fyrstu úthlutun á fullvirðis- rétti, að framleiðandi hefði lagt afurðir, þ.e. mjólk eða kindakjöt, inn í afurðasölustöð næsta verðlagsár þai- á undan, og við frumúthlut- un fengu menn ekki fullvirðisrétt umfram þá framleiðslu, sem þeir höfðu á næsta verðlagsári þar á undan. Þetta þýddi t.d. að jarðir sem höfðu búmark fyrir 1985 en höfðu ekki nýtt það til framleiðslu á mjólk eða kindakjöti misstu af möguleikum til að fá fullvirðisrétt, nema ef einhver undantekningarákvæði ættu við. Það má segja að grunn-fullvirðisréttur hvers einstaks framleiðanda hafi verið fundinn út með reiknireglum, sem byggðu annars vegar á þeim rétti, sem til ráðstöfunar var, og hins vegar á fyrra búmarki og raunverulegri framleiðslu. Þessi úthlutun tók hins vegar ekkert til- lit til aðstæðna einstaklinga, ef að þær féllu ekki að hinum fyrirfram ákveðnu reiknireglum. Sú leið hefur hins vegar verið farin að taka tiltek- inn hluta af þeim rétti, sem fallið hefur í hlut hvers svæðis, og heimila stjórnum viðkomandi búnaðarsambanda að veita þeim framleiðend- um, sem uppfylla nánar tilgreind skilyrði skv. reglugerð, aukinn full- virðisrétt innan þeirra marka, sem til úthlutunar hefur verið hverju sinni. Skilyrði fyrir að fá slíka aukningu hafa ekki verið þau sömu í 117

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.