Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1989, Síða 40

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1989, Síða 40
öllum reglugerðunum, en þetta hafa einkum verið tilvik þar sem fram- leiðendur hafa orðið fyrir áföllum vegna búfjársjúkdóma eða annarra orsaka, sem hafa dregið óeðlilega úr framleiðslu á viðmiðunarárum, tilfærslur milli framleiðslugreina, endurnýjun mannvirkja á jörðum og breytingar á ábúð jarða. Reglur um búmark hafa því enn gildi að því er varðar skiptingu á verðábyrgð milli svæða, en nýtt hugtak, fullvirðisréttur, hefur leyst það af hólmi hvað varðar framleiðslu hvers einstaks framleiðanda. Við þessa breytingu árið 1986 heyrðust þær raddir meðal bænda, að með þessu væru þeir sviptir rétti. Þeir hefðu fengið úthlutað tilteknu bú- marki og reyndar ýmsir fengið aukningu vegna nýrra framkvæmda, og í ljósi þessa hefðu þeir skipulagt framleiðslu sína og uppbyggingu á jörðum sínum. Búmarkið væri því réttindi, sem tilheyrðu jörðinni og ekki væri hægt að svipta þá þessum rétti með einu pennastriki. Rétt er að geta þess, að í núverandi reglum um stjórn fiskveiða og búvöruframleiðslu er gert ráð fyrir, að rétthafar geti framselt þau réttindi, sem þeir hafa fengið úthlutað, en þó eru þar ýmsar takmark- anir á. Þá hefur Framleiðnisjóður landbúnaðai’ins í töluverðum mæli keypt og leigt fullvirðisrétt af framleiðendum. IV. SAMANBURÐUR Á LAGAREGLUM UM STJÓRNUN FISKVEIÐA OG BÚVÖRUFRAMLEIÐSLU. Þegar fjallað er um stjórnun fiskveiða og búvöruframleiðslu, verð- ur að undirstrika, að nokkur grundvallarmunur er á aðstæðum og stjórnunaraðferðum í þessum tveimur atvinnugreinum. Má í því sam- bandi minna á eftirfarandi: — I fiskveiðum er verið að takmarka sókn í náttúruauðlind, en í landbúnaði er verið að skipta tilteknum markaði og fjármunum, sem ríkið lætur í té, milli framleiðenda. — Fiskiskip verða almennt ekki nýtt til annars en fiskveiða, en þau má yfirleitt selja á alþjóðlegum markaði. — Jarðir hefur fram að þessu verið hægt að nýta til annarrar fram- leiðslu eða starfsemi, sem ekki lýtur framleiðslustjórnun. Niðurstaðan verður þó sú í báðum tilvikum, að eigendur framleiðslu- tækjanna, þ.e. fiskiskipa og jarða, geta aðeins nýtt þau að því marki, sem þeir fá leyfi til eða tiltekin réttindi frá stj órnvöldum. Þarna var af hálfu löggjafarvalds og framkvæmdavalds gripið inn í atvinnustarf- 118

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.