Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1990, Qupperneq 23

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1990, Qupperneq 23
fullgildum tékka. Mál greiðslubanka'5 á hendur útgefanda fellur því ekki undir 17. kafla 1. 85/1936. 6. ÚRRÆÐI GREIÐSLUBANKA Fljótt á litið virðist staða greiðslubanka samkvæmt framansögðu vera slæm. Þegar þess er hins vegar gætt að greiðslubanki er ekki skyldugur að leysa til sín tékka sem gefnir eru út á hendur honum, kemur annað í ljós. Samningur greiðslubanka og útgefanda, verður ekki talinn þriðjamannslöggerningur. Þá telst útgáfa tékka hvorki framsal á kröfu- né hlutaréttindum.1'’ Tékkahafi er því ekki talinn eignast beina kröfu á hendur greiðslubanka.17 Greiðslubanka er því heimilt að neita að leysa til sín tékkal!í sem gefnir eru út á hann, ef innlausnin fer í bága við samninginn sem gerður var við útgefanda, sbr. 4. gr. tél. Tékkalögin veita því greiðslubankanum það úrræði að neita að innleysa tékka til þess að vernda hagsmuni sína, t.d. þegar innistæða er ekki næg á reikningi útgefanda. Leysi greiðslubankinn hins vegar til sín tékka þar sem ekki er næg innistæða, getur hann ekki haft uppi kröfur á hendur ödrum en útgefanda á grundvelli tékkasamningsins skv. 4. gr.19 7. STAÐLAÐIR INNLEGGSSKILMÁLAR BANKA OG SPARISJÓÐA Hjá flestum bönkum og sparisjóðum er eftirfarandi staðlaður texti prentaður á innleggseyðublöð tékkareikninga: „Bankinn áskilur sér rétt til að skuldfæra ofangreindan reikning fyrir innlögð- um tékkum ásamt dráttarvöxtum og kostnaði, sé innstæða ekki fyrir hendi á viðkomandi reikningum." Á þennan hátt reyna bankar og sparisjóðir að tryggja sig fyrir því tjóni sem af því hlýst þegar tékki, sem lagður er inn á annan tékkareikning, reynist innistæðulaus. Þótt þessi fyrirvari banka og sparisjóða gefi tilefni til margs konar heilabrota, verður hér aðeins vikið að einu atriði. Lítum á dæmi: Greiðslubanki tekur við innborgun á tékkareikning A, og 15 Ólafur Lárusson, Víxlar og tékkar, 126; Helper, A., Vekselloven og Checkloven af 1932, 357; Holmboe. C.S., Veksel- og Sjekkretten, 141. 16 Rasting, C., Haandbog i den Danske Veksel- og Checklovgivning, 272; Lyngsö, P., Checkloven, 52; LyngsO. P.. Nye regler om indlosning af checks, 489. 17 Sjá undantekningarreglu 25. gr. tél., en meginreglan er sú aö greiðslubanka er óheimilt að samþykkja tékka til greiðslu, sbr. Ólafur Lárusson, Víxlar og tékkar, 127; Helper, A., Vekselloven og Clieckloven af 1932, 357. Is Sjá þó kafla 9 hér á eftir um tékkaábyrgð greiðslubanka á tékkum.1’' 19 Lyngs0. P., Checkloven, 57 og 95. 101

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.