Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1990, Side 31

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1990, Side 31
Friðrik Jóhannsson lauk prófi frá við- skiptadeild Háskóla íslands á árinu 1982. Árið 1984 hélt Friðrik til Bandaríkjanna og starfaði hjá Laventhol & Horwath sem er tíunda stærsta endurskoðunarfyrirtceki þar í landi. Friðrik kom heim í árslok 1985 og lauk þá endurskoðunarprófi en réðst síðan á árinu 1986 til Fjárfestingarfélags íslands hf sem fjármálastjóri. Hann var ráðinn forstjóri Fjár- festingarfélags íslands hf. ínóvemberásl. ári. Friðrik Jóhannsson: INNLAUSNARRÉTTUR EIGENDA HLUTDEILDARSKÍRTEINA EFNISYFIRLIT INNGANGUR 1. ALMENNT UM VERÐBRÉFASJÓÐI 2. GENGI HLUTDEILDARSKÍRTEINA 2.1 Markaðsviröi eigna 2.1.1 Ávöxtun verðbréfa 2.1.2 Breytingar á vísitölu 2.1.3 Breytingar á markaðsvöxtum 2.1.4 Tapaðar kröfur 2.2 Skuldir 2.3 Nafnvirði hlutdeildarskírteina og hlutafjár Inngangur Grein þessi er að stofni til samhljóða erindi sem flutt var á fundi hjá Lögfræðingafélagi íslands í apríl sl. Viðfangsefni fundarins var „Innlausnarrétt- ur eigenda hlutdeildarskírteina“. í fyrstu virðist hér um að ræða frekar þröngt svið en þegar betur er að gáð eru þó nokkur atriði sem þarf að skoða. Má í því sambandi nefna atriði sem snúa að útreikningi á gengi og innlausnarákvæði auk annarra atriða. Til að nálgast þetta á aðgengilegan hátt fyrir lesendur hef ég valið að fjalla í byrjun um formið verðbréfasjóð á almennan hátt og bera það saman við annað form sem flestum er kunnugra, þ.e. banka. Þá mun ég leggja nokkra áherslu á útreikning á gengi og helstu áhrifaþætti í því sambandi. 109

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.