Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 31.05.1967, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 31.05.1967, Blaðsíða 2
Tjarnarborg, hið myndarlega félagsheimili Ólafsfirðinga. Þar hélt A-ltsíinn glæsilegan kosningafund. Ljósm.: Sigmundur Jónsson. \W % íj^YRIR nokkru var Iðnskóla Akureyrar slitið og voru 39 iðnnemar brautskráðir, 34 úr 4. bekk, 2 úr 3. bekk og 3 í iðn- teikningum. Við skólann störfuðu 2 fastir kennarar og lð stundakennarar. Kennslan fór fram á 5 stöðum í bænum. í skóiaslitaræðu sinni skýrði skólastjórinn, Jón Sigurgeirsson, frá starfsemi skólans í vetur. — Hæstu einkunn af brautskráð- um nemendum hlaut Birgi'r Bald-' ursson húsasmiður, I. ágætis- einkunn, 9,36, annað varð Jón Þórisson, húsasmiður, með I. ágætiseinkunn, 9,12 og þriðji Eðvarð Magnússon, rafvirki frá Ólafsfirði með I. ágætiseinkunn, 9,02. í þriðja bekk var hæstur Tryggvi Jónsson, vélsmiður, með 8,98, annar Halldór ' Matthías- son húsasmiður, iheð 8,89 og 3. Ari Friðfinnsson, húsgagnasmið- ur, með 8,59. Kennt var nám í 25 iðngrein- um. Flestir voru við nám í liúsa- smíði, alls 57, í ketil- og plötu- smíði 33, í bifvélavirkjun 23, og s KNATTSPYRNUMOT ÍSLANDS HAFIÐ FYRSTI’ leikur fslandsmótsins fór fram. í Keflavík síðast- liðinn laugardag og léku Akur- eyri og Keflavík. Leiknum lauk með sigri Keflavíkur 2:1. Næsti leikut’ íslandsmótsins verður á sunnudaginn kemur og leika þá Fram og Akureyri. Furðulegt má þao heita að Akureyringar skuli leika tvo fyrstu leikina en öðrum tveim sem leika átti frestað. Akureyr- ingar hafa aðeins leikið tvo leiki í vor við Vestmanneyinga en sunnanlið leikið í Reykja- víkurmóti auk annarra teikja. Má telja þessa ráðstöfun mjög bagalega fyrir Akureyringa. í vélvirkjun og rafmagnsfræði, 18 í hvorri grein. Eins og gefur að skilja, háir húsnæðisskorturinn mjög starf- semi skólans. Vonir standa til, að hið nýja Iðnskólahús verði tilbú- ið haustið 1968, og má vera, að únnt reynist, að taka einhvern hluta þess í notkun næsta vetur. Þá er skólinn hefur flutt í sitt nýja húsnæði, er stefnt að því að hann verði alger dagskóli. Ósannsögu!! fréftarifari IFRÉTTABRÉFI frá Húsavík er birtist í síðasta tölublaði Dags, er klykkt út með því að Alþýðuflokkurinn hafi fengið rniklu minni „aðsókn“ á kjós- endafund sinn en aðrir flokkar. AM skal fyrirgefa Þormóði Jónssyni þessa ósannsögli, ef hann hefur haft fréttina eftir öðrum, en ef liann hefur sjálfur verið staddur á kjósendafundi jafnaðarmanna í Hlöðufelli. sl. laugardagskvöld, veit hann að hér hallar liann réttu máli, og ætti hann að biðjast afsökunar á ef hann vill að hann sé tekinn trúanlegur í framtíðinni. Hús- víkingar sjálfir hafa bent AM á að lrér fari fréttaritarinn með staðlausa stafi. Ritstjóri AM virtist Hlöðufell vera þéttskip- að áheyrendum, þrátt fyrir glæsilega skemmtisamkomu ungra Framsóknarmanna að Skúlagarði hið sama kvöld og ekki var því til að dreifa að hægt væri að notfæra sér það áð sameina að nokkru kjósenda fund A-listans og t. d. aðaifund Kaupfélags Þingeyinga. s. j. Fermingarbareaiiiiót 1 Óláfsfirði n.k. sunnudag MÓTIÐ verður í Ólafsfirði n.k. sunnudag. Lagt verSur af stað frá Akureyrarkirkju kl. 8 að- morgni. Þátttakendur fá tvisvar mjólk á mótsstað, að öðru leyti nesti þeir sig sjálfir. Bezt er að vera þannig búin, að geta tekið þát-t: L útileikjum. og íþróttum. - Einnig er rétt að hafa með sund föt því þeir sem vilja geta faiið. í sundlaug staðarins. Þá eru allir beðnir að taka með Nýja- Testamentið. Mótsgjald verður kr. 30 og er þar innifalið allt, sem greiða þarf á staðnum. Far gjaldið (báðar leiðir) frá Akur- eyri verður um 125 krónur. Prestamir. *»-H|H'©-^4H'©4'*H'©-«e'e©-H|H'©-HIH'©-HlH'©-HIH'©'HIH'©-HIH'©-HlH'©-Wtl © Q í * V j Islenzkar konur j | MÁ ÉG SEGJA YKKUR SÖGU f |IÐ VITIÐ að í áratugi hefur eitt mesta áhugamál verka- í lýðshreyfingarinnar verið að tryggja konum launajafn- 4 rétti, þannig að þær fengju sömu laun fyrir sömu vinnu og J, karlar, en múrveggur atvinnurekandavaldsins var óbifan- X legur í þessu tilliti um áraraðir. Amma mín bar X oft fiskbörur í |s gamla daga, á móti karlmanni. Hún fékk t. d. 1214 eyrir f á tímann en karl- maðurinn 25 aura, f svo að dæmi sé f nefnt. En um síð- ■£ ustu áramót náðu 4 íslenzkar konur J- þeim mannréttind- 4 um, að hljóta sömu laun og karlar fyrir .í sömu vinnu. Og ég % vil minna ykkur á * það, að það var «s einn af þingmönn- íjí um Alþýðuflokks- * ins er kom auga á lausn þessa réttlætismáls, Jón Þorsteins- f j'. son. Honum kom til hugar, að jafna mætti laun karla og | kvenna þrep fyrir þrep á 6 árum. Myndi þá atvinnurekend- f £ um finnast minna til um kauphækkarnir kvenfólksins, en f £ að krefið yrði stigið til fulls í einum áfanga, og flutti Jón $ £ ásamt öðrum þingmönnum jafnaðarmanna frumvarp um 4 þetta efni í Efri deild Alþingis, og Alþýðuflokkurinn tók ý $ þetta mál einnig upp innan ríkisstjórnarinnar, og lagði mikla 4 g. áherzlu á samþykkt frumvarpsins, og eins og allir vita náði 5 $ það fram að ganga, og um síðustu áramót stóðu kónur jafn- í. & fætis körlum í launakjörum fyrir sömu vinnu. Alþýðú- <3 $- bandalagsmenn köstuðu köpuryrðum í garð Jóns Þorsteins- ® sonar og annarra jafnaðarmanna í þessu sambandi. En hvað <3 $ segja konúr? Ábyrg afstaða jafnaðarmanna sigraði í þessu ?! réttlætismáli. Ég heiti á allar konur að minnast þessa sigurs £ með því að kjósa Alþýðuflokkinn þann 11. júní n.k. ' f’ Hálíðahöld skáta við Glerá næstk. sunnudag NÆSTA sunnudag, 4. júní, verður sér'stakur „skátadag í tiléfni af 50 ára afmæli ur skátastarís á Akureyri. ■ 111111 ■ ■ ■ ■ 1 ■ 111 ■ 1111 ii 11 l■■lll■ll■ll■ll■ll■llllllll■llllllllll■ll■■llllllllll■llllllllllllllll ENDRUM OG. EINS er sjálfsagt að taka vikuþlaðið Islend- ing alvarlega. í síðasta tölublaði hans hefur ritstjórinn þungar áhyggjur af því að Alþýðuflokkurinn hafi ekki viljað gefa út neina yfirlýsingu um það, hvort núverandi stjórnarsam- starf héldi áfram eftir kosningar. AM vill hugga Islending með því, að á þingi Alþýðuflokksins í vetur ríkti einhugur um að svo yrði ekki gert og lágu þau rök fyrir því, er formaður Al- þýðuflokksins segir í viötali við Alþýðublaðið nú fyrir stuttu. Emil Jónsson segir: „Fyrir siðustu kosningar ákvað Alþýðu- flokkurinn að halda áfram stjórnarsamvinnu við Sjálfstæðis- flokkinn, ef þeir héldu meirihluta, en fyrir þessar kosningar hefur hann ekki tekið neina slíka ákvörðun, því að eftir svo langt stjórnarsamstarf, sem hér er um að ræða verður flokks- stjórnin að taka stjórnmálaviðhorfið allt til athugunar og ákveða afstöðu til stjórnarsamstarfs eftir niðurstöðum henn- ar.“ — AM tekur undir þessi orð formanns Alþýðuflokksins og veit, að kjósendur skilja og meta afstöðu Alþýðuflokksins. En svo verðuf að hafa það, þótt málgagn Sjálfstæðisflokksins kunni eigi að meta ábyrga afstöðu Alþýðuflokksins. Jafnaðar- menn munu láta sig það litlu skipta. 11<11iiiilillilll IIMII<<OIIIIIIII<IIIIIIIIIIIIII lllllllllllllllll ■•lllllllllllllll l•■l■lll•l■ll•■llllllllllll•ll* Þennan dag munu skátarnir vera með hátíðahöld sín á eyr- unum beggja vegna við Glerá, rétt neðan við gömlu Glerár- brúna, en einmitt á þeim slóð- inn voru fyrstu útilegur skát- anna á Akureyri. Fyrirhugað er að svæði þetta verðr opið almenningi kl. 2—6 og 8—10 e. h. á Sunnudaginn. Á skátadaginn verður margt að sjá og reyna: Þar verður sýn ing á munum og myndum úr 50 ára starfi skáta hér í bæ, kynn- ing á skátastarfi, eins og það er í dag og eins og einhverjir ímynda sér að það verði eftir önnur 50 ár. Ymislegt verður þarna einnig til skemmtunar og má þar nefna: ,,TívoIí“, með leikjasvæðum, skotbökkum, kraftmæli, myndaklefa, „skraut kerru“, og draugahúsi. „Circus“ eða „fjölleikahús", með trúðum, söngvurum, furðuhestinum Frissa og þekktum keilukast- ara. Sýningar verða á hálf tíma fresti allan tímann. Gæludýra- sýning en í sambandi við hana standa vonir til að okkur hafi borizt hingað lítill api sem Dýra garðurinn í Kaupmannahöfn hefur gefið skátafélögunum á Akureyri.-Qg fyrir yngstu börn in verður komið upp leiktækj-' um og verður gæzla. á barna- leikvellinum, þannig að foreldr- ar geta skilið yngstu börnin þar eftir, meðan þeir ganga um sýnirigarsvæðið. Á tímabilinu 3—4 fara fram ýmsar keppnir, flokkakeppni niilli skátafíokka, pokahláup og reiptog. Gæludýrasýningin mun standa frá kl. 4—4.30 og kl. 9.30 ■ um kvöldið sérstök sýning úr 50 ára sögu skátastarfs á Akur- eyri. Skátadeginum lýkur síðan með því, að kveikt verður á blysum og skotið upp flug- eldum. Er það von skátanna, að þessi fjölbreytta útiskemmtun hafi upp á eitthvað að bjóða fyrir alla fjölskylduna og að Akur- eyingar og nærsveitamenn fjöl- menni á Gleráreyrum á sunnu- daginn. Skátafélögin, Akureyri. Blaðburður VANTAR börji til að bera út blaðið. Talið við ~ afgreiðsluna, sími 1-13-99.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.