Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 31.05.1967, Blaðsíða 7

Alþýðumaðurinn - 31.05.1967, Blaðsíða 7
- Hevrt, spurt... (Framhald af blaðsíðu 4) ELDSVOÐAR hafa verið tíðir á Akureyri nú að undan-'- förnu, og margar fjölskyldur hafa misst heimili sín og búslóð. Síðasti bruninn var að Gránu- félagsgötu 33. Þar voru 8 manns í heimili, hjón með 5 börn og öldruð kona. Innbú og hús nær gjöreyöislagðist, og er því tjón- ið tilfinnanlegt. Hin aldraða kona heitir Hjördís Hinriksen, norsk að ætt og góður íslend- ingur. AM veit að ekki barf að kynna Hjördísi fyrir Akureyr- ingum, því að hún hefur kynnt sig sjálf og það af góðu einu, sýnt hetjuskap og dugnað og eigi æðrast þó að oft hafi í móti blásið. Urn leið og AM sendir vinkonu sinni Hjördísi beztu kveðjur, vonar blaðið að marg- ir Akureyringar sýni henni að liún eigi marga vini, með því að veita henni drengilegan stuðning, og þakka henni með því að örlög leiddu hana frá Noregi til Akureyrar. Það er auður hverjum bæ að eiga sómakonur sem Hjördísi. BÓNDI skrifar: Fyrir stuttu var sagt frá því í Degi að Búnaðarsamband Suðurlands myndi verðlauna bændur þar syðra er sköruðu fram úr með snyrtilegri umgengni á búum sínum og munu fyrstu verð- laun í þessu sambandi verða veitt á komandi hausti. Mér líkar þessi hugmynd mjög vel og ættu eyfirzkir bændur að feta í fótspor bræðra sinna syðra, og skora ég alveg sérstak lega á þá Stefán í Auðbrekku og Hjalta í Ytra-Garðshorni að taka þetta mál upp á arma sína, þar sem þeir eru framámenn eyfirzkra bænda í núverandi kosningabaráttu, og tel ég ugg- laust að með snyrtilegri um- gengni á jörðum sínum bæði innan og utan dyra, hafi þeir m. a. ásamt öðrum mannkost- um verið valdir sem fulltrúar bænda á framboðslista Fram- sóknar og Alþýðubandalags. DAGUR er oft skemmtilegur í klaufaskap sínum. í næst síðasta blaði hans er hann að skamma blessað unga fólkið er hann Herbert fékk til að vitna í íslendingi, og dróttar að því að það hafi alls ekkert vit á því sem það er að tala um. Já, það er svolítið annað en speki unga fólksins er Björn Teits- son lætur vitna í Degi um ágæti Framsóknarflokksins. En AM er nú svo frjálslynt blað, að það álítur að ungt fólk er vitnar í fslending þurfi ekki að vera verr gefið, en það sem vitnar í Degi. AM minnir að Dagur hafi þurft að gera athugasemd við eitt viðtal Bjöms við einn full- trúa framsóknaræskunnar, þar sem hann lét í það skína að okk ar ágæta KEA færi líklega á hausinn þegar Jakob hætti. Svo óskar AM íslendingsstúlkunni velfamaðar í Parísarför. EFTIRFARANDI bréf barst AM frá Raufarhöfn og þar sem stökuþáttur AM er því mið ur útlægur fram yfir kosningar stingum við bréfinu inn í þenn- an þátt. Það er ágætt að fá létt- an humor í kosningaslagnum. AM biður að heilsa höfundi og þakkar honum fyrir síðast. Ég fæ stundum ákaflega ein- kennilegar hugdettur, og núna rétt áðan datt mér í hug að gera kosningasöng fyrir Framsókn, og sendi ég þér drög að slíkuni söng, sem kannski mætti birta í vísnadálki Alþýðumannsins. — Söngurinn hljóðar þannig: Þér einhleypir karlar, sem illa gengur til meyja, andlitin þerrið, og segið skilið við neyðina, sú afgamla venja að elska konur, mim deyja, því Eysteinn oss kennir að fara hina leiðina. En til þess að atkvæðin aukist að vexti'og mágni má alls ekki fara leiðina að nokkm gagni. Og ef að við sigrum, athuga skulið það, að elta flokkinn til baka, þegar í stað. JFG. - Til stuðningsmamia A-LISTANS (Framhald af blaðsíðu 1) A-listann. Stuðningur við' hið sundraða Alþýðubandalag er stuðningur við óskadraum Framsóknar um tveggjaflokka kerfi á KAPÍTALÍSKUM grundvelli. Stuðningur við A- listann er stuðningur við auk- ið áhrifavald jafnaðarstefnunn- ar, er tryggja mun réttlátara þjóðfélag. MUNIÐ, SÓKN OKKAR ER TIL SIGURS, JAFN- AÐARMENN, og þið góðir lesendur í öðmm kjördæmum. AM heitir á ykkur að vinna fyrir A-listann, hvar sem er á landinu. Sigur A-listans er sig- ur FÓLKSINS. LIFEÐ HEIL. - SKATAR SETTU SVIP Á BÆINN (Framhald af blaðsíðu 1) AM vill heils hugar þakka akureyrskum skátum farsælt hálfrar aldar starf og væntir þess að skátahreyfngin verði í framtíðinni sem hingað til holl- ur og þroskandi skóli fyrir æskulýð þessa bæjar. ÚR¥AL3RÉTTIR á virkum dögum oghátiðum A matseðli vikunnar: STEIKT LIFUR BÆJARABJÚGU KINDAUðT NAUTASMÁSTEIK MFRARKÆFA Á hverri dós er tillaga um framreiðslu , KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ, AUGLYSINGASIMINN ER 1-13-99 YOKOHRMH Orðsending til eigendð biireiða og vinnuvéla SIAUKIN SALA YOKOHAMA HJOLBARÐA SANNAR AGÆTI ÞEIRRA Eigum ávallt fyrirliggjandi yfir 60 stærðir af HJÓLBÖRÐUM og SLÖNGUM. REYNIÐ YOKOHAMA JAPÖNSKU NYLONHJÓLBARÐANA ! VELAÐEILD K.E.A. - GÚMMÍVIÐGÉRÐIN 7

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.