Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 31.05.1967, Blaðsíða 6

Alþýðumaðurinn - 31.05.1967, Blaðsíða 6
ER ÞAÐ HÆGRI STJORN ER FRAM KVÆMIR SÓSÍALISMA? (Framhald af blaðsíðu 8) ganga ríkisstjómarinnar um bygg ingu 1250 íbúða á 5 árum fyrir verkalýðsfélögin í Reykjavík er stórmerkilegt átak til lausnar húsnæðisvanda láglaunafólks. — i>etta er næsta skyndiátak, sem gert hefur verið á þessu sviði og á eftir að marka spor ekki síður en verkamannabústaðirnir á sín- um tíma. Og enda þótt byrjað hafi verið á byggingum þessum í Reykjavík, kemur að sjálfsögðu ekki annað til mála, en að þessi starfsemi verði látin ná til lands- byggðarinnar. Nei, það verður erfitt fyrir Framsóknarmenn og kommúnista að koma afturhalds- stimpli á störf og stefnu stjórn- arinnar á meðan hún getur stát- að af máli sem þessu. Enda er það engin tilviljun, hversu góð samvinna hefur tekizt með nú- verandi ríkisstjórn og verkalýðs- hreyfingunni. — Verkalýðshreyf- ingin metur hin góðu störf stjórn- arinnar, hún metur hina merku löggjöf, er stjórnin hefur sett í Ágætir kjósendafundir Alþýðuflokksins (Framhald af blaðsíðu 1) var ræðumönnum mjög vel tek ið, en þeir voru hinir sömu óg á Akureyrarfundinum, ásamt Njáli Þórðarsyni og Sigurjóni Jóhannssyni. Af hálfu fundar- gesta tóku til máls Stefán Pét- ursson, Guðmundur Halldórs- Son, Gunnar Steindórsson og Kristján Ásgeirsson, en af hálfu Étmdarboðenda svaraði Bragi Sigurjónsson fyrirspumum. — Fundarstjóri var Ingólfur Helga son. Fundurinn fór mjög vel fram og sendir AM Húsviking- trm beztu kveðjur fyrir góða fundarsókn. Hrísey. A-listinn hélt kjós- endafund í Hrísey sl. mánudags kvöld og komu um 50 manns á fundinn og er það fjölmennasti kjósendafundurinn er haldinn hefur verið í eyjunni í vor. Þess má geta að kjósendafundur Framsóknar féll niður sökum þess að engir mættu. Ræðu- menn á Hríseyjarfundinum voru Hreggviður Hermannsson, Bragi Sigurjónsson og Sigurjón Jóhannsson. í upphafi og í lok fundarins söng Jóhann Konráðs son nokkur lög við undirleik Ás kels Jónssonar. Fundarstjóri var Sigurgeir Júlíusson. AM þakkar svo Ólafsfirðing- um, Dalvfkingum, Húsvíking- um og Hríseyingum gistrisni og góðan beina er þeir veittu gest- um sínum í fundarlok. AM veit að á þessum stöðum öllum fær A-listinn vaxandi fylgi í kosn- ingunum þann 11. júní. þágu láglaunafólks. — Meira að segja kommúnistar hafa orðið að viðurkenna, að stjórninni hef- ur tekizt vel á þeim sviðum, er snerta hvað mest hagsmunamál verkafólks og láglaunafólks al- mennt. Það er sárt fyrir komm- únista og framsóknarmenn, að verða að kingja þeirri staðreynd. Vinstri stjórnin gerði ekki svo lítið til þess að ná samstarfi við verkalýðshreyfingúna. Hermann Jónasson forsætisráðherra vinstri stjómarinnar hafði það stöðugt á orði, að hann vildi sem mest og bezt samstarf við verkalýðinn. En vinstri stjórninni tókst ekki að gera þær ráðstafanir, er gætu skapað traustan grundvöll góðr- ar samvinnu stjórnar og verka- lýðshreyfingarinnar. Og háðuleg var hin síðasta ganga Hermanns, er hann fór á þing Alþýðusam- bandsins, að biðja um gott veð- ur hjá verkalýðshreyfingunni, en var algerlega vísað á bug.“ Stuðningsfólk A-listans Tekið á móti framlögum í KOSNINGASJÓÐ á skrif- stofu Alþýðuflokksins, Strandgötu 9, II. hæð. Vinsam- legast styrkið flokkinn í kosningabaráttunni. ATH. Hafið samband við skrifstofuna. Einkum þeir, sem ekki verða heima á kjördag. — Síminn er 2-13-22. A-LISTINN. Mót ungra hljómlistar- manna í Lahti Sörgarstjómin í Lahti, vinabæ Akureyrar í Finnlandi, hefur boðið 3 ungum hljómlistarmönnum frá Akur- eyri þátttöku í móti ungra hljómlistarmanna, sem haldið verður í Lahti frá 1.—28. ágúst í sumar. Borgarstjórnin í Lahti býður þátttakendum ókeypis uppihalcj meðan á mótinu stendur. Auk þess mun bæj- arstjórn Akureyrar veita væntanlegum þátttakendum frá Akureyri ferðastyrk. Umsóknir sendist bæjarstjóranum á Akureyri fyrir 15. júm næstkomandi. Akureyri, 30. maí 1967. BJARNI EINARSSON, bæjarstjóri. TILKYNNING Hér með er óskað eftir hugmyndum um gerð minnis- varða í Fagraskógi í Arnarneshreppi, til minningar um Davíð Stefánsson skáld. Tillögur skulu berast fyr- ir 15. júlí n.k. til Þóroddar Jóhannssonar, Byggðaveg 140A, Akureyri, sími 1-25-22, sem veitir allar nánari upplýsingar. MINNISVARÐANEFND. Maðurinn minn, sonur minn, faðir okkar, bróðir, tengdafaðir og afi, ANTON SIGURÐUR MAGNÚSSON, Hafnarstræti 53, andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri -mið vikudaginn 24. maí. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna. Jóhanna Sigurjónsdóttir. Aðalsafnaðarfundur AKUREYRARSÓKNAR verður haldinn í kirfcju- kapellunni sunnudaginn 4.. júní n.k. kl. 4 e. h. FUNDAREFNI: Venjuleg aðalfundarstöif. Reikningar kirkju og kirkjugarðs. Önnur mál. ' SÓKNARNEFND. Auglýsingasími Alþýðumannsins er 1-13-99 KOSNINGAR til Alþingis í Akureyrarkjördeildum fara fram í húsa- kynnum Oddeyrarskólans (gengið inn um suðurdyr) sunnudaginn 11. júní n.k. og hefj- ast kl. 10 f. h. Kjörstað verður lokað klukkan 23.00 (11.00) e. h. Kosið verður í 7 kjördeildum: 1. Kjördeild: Aðalstræti, Akurgerði, Álfabyggð, Ásabyggð, Ás- hlíð, Ásvegur, Austurbyggð, Barðstún, Byggðaveg- ur, Bjarkarstígur og Bjarmastígur. 2. Kjördeild: Brekkugata, Eiðsvallagata, Einholt, Eyrarlandsveg- ur, Eyrarvegur, Engimýri, Fagrahlíð; Fjólugata, Fróðásund, Geislagata, Gilsbakkavegur, Gleráreyr- ar, Glerárgata og Goðabyggð. 3. Kjördeild: Gránufélagsgata, Grenivellir, Grundargata, Græna- gata, Grænainýri, Hafnarstræti, Hamarstígur og H el gamagrastræ ti. 4. Kjördeild: Eljalteyrargáta, Hlíðargata, Hólabr^ut, Holtagata, Hrafnagilsstræti, Hríseyjargata, Hvaiinavellir, Kaldbaksgatia, Kambsmýri, Kaupvangsstræti, Klapp- arstígur, Klettaborg, Kotárgerði, Krabbastígur, KringlumýTji, Langahlíð, Langamýri, Langholt, Laugargata; Laxagata, Lyngholt, Lundargata og Lækjargata| 5. Kjördeild: t Lögbergsgata, Lögmannshlíð, Matthíasargata, Mýr- arvegur, Munkaþverárstræti, Möðruvallastræti, Norðurbyggð, Norðurgata, Oddagata, Oddeyrar- gata, Ráðhússtígur, Ráðhústorg og Ránargata. I:’ ... 6. Kjördeild:; Rauðamýri, Reynivellir, Skarðshlíð, Skipagata, Skólastígur, Sniðgata, Sólvellir, Spítalavegur, Staf- holt, Steinholt, Stekkjargerði, Stórholt, Strandgata, Suðurbyggð og Vanabyggð. 7. Kjördeild: Víðimýri, • Víðivellir, Þingvallastræti, Þórunnar- stræti, Þverholt, Ægisgata og býlin, innan og utan Glerár. ' Á kjörstað eru festar upp leiðbeiningar um kosning- arnar, og í ajiddyri hússins er fólk, er veitir leiðbein- ingar, þeim, er þess óska. 1; '■ . ' . Akureyri, 25. maí Í967. Sigurður Ringsted. Hallur Sigujrbjömsson. Hallgrimur Vilhjálmsson.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.