Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 31.05.1967, Blaðsíða 8

Alþýðumaðurinn - 31.05.1967, Blaðsíða 8
Klæðaskáparnir komnir altur Bólsfruð húsgögn h.f. - Akureyri HIN LIÐNA TÍÐ SJÓMANNADAGURINN er nýliðinn og í lilefni hans hirtir AM þessa niynd, er Friðrik Vestmann tók ekki alls fyrir löngu á Oddeyrartanga, og AM skýrir myn'dina ,.Hin liðna tíð“. Tveir yfirgefnir snurpuhát- ar, er gegndu þörfu hlutverki fyrir nokkrum áruin, en ör tæknibylting síðustu ára hefur nú dæmt út leik. Framþróun jákvæðrar viðreisnar vill AM segja. Einn Akureyringur, er mynd- ina sá, sagði: „Vitleysa, myndin er ekki héðan frá Akureyri. Hvar vaxa pálmatré í höfuðstað Norðurlands? Myndin er frá suðlægum löndum.“ „Þetta er skreið á rám,“ var svar AM. — Skreið heyrir ennþá nútímanum til, þótt snurpubátar séu dæmdir úr leik. Er það liægri stjórn er fram- kvæmir sósíalisma? BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON viðskiptafræðingur. mætti á 2 kjósendafundum A-listans hér í kjördæminu, á Húsavík og Akureyri. Málflutningur Björgvins vakti verðskuldaða athygli áheyrenda og var góður rómur gerður að ræðu hans og þakkar AM Björgvin fyrir komuna norður og þar með liðveizlu hans í þágu norðlenzkra jafnaðarmanna. Birtir AM hér kafla úr ræðu hans hér á eftir. Björgvin hóf ræðu sína á því, að á 50 ára afmæli Alþýðu- flokksins í fyrravetur hafi flokkn- um borizt bréf frá öldruðum verkamanni, er yfirgefið hafði Alþýðuflokkinn, þá er Héðinn Valdemarsson klauf hann og gekk til samstarfs við kommún- ista. Hinn aldni verkamaður sagði: „Eg sé það núna, að ég hefði aldrei átt að yfirgefa Al- þýðuflokkinn. Kommúnistar hafa afrekað það eitt á undanförnum áratugum, að sundra íslenzkum verkalýð. En Alþýðuflokkurinn hefur með þrotlausu starfi sínu komið hverju umbótamálinu á fætur öðru i höfn, er verið hafa til hagsbóta fyrir alþýðustéttir landsins.“ Orðrétt sagði Björgvin „Stjórnarandstaðan kallar nú- verandi ríkisstjórn íhaldsstjórn. Framsókn og kommúnistar segja, að Alþýðuflokkurinn sé orðinn íhaldsflokkur og hafi varpað jafnaðarstefnunni fyrir borð. En ég spyr: A hin myndarlega aukn- ing almannatrygginga eitthvað skylt við íhaldsstefnu? Er stór- aukinn stuðningur ríkisvaldsins við húsbyggjendur íhaldsúrræði? Er það e. t. v. þjónusta við íhald- ið, að hjálpa láglaunafólki í verkalýðsfélögunum að eignast þak yfir höfuðið? Ég hefði hald- ið, að það væri fremur þjónusta við verkalýðinn og ég hygg einn- ig, að verkafólkið fyrir sunnan, sem þessa dagana er að sækja um ibúðir í fyrstu húsunum, sem byggð eru fyrir verkalýðsfélögin, muni vera mér sammála í þessu efni. Sannleikurinn er sá, að for- (Framhald á blaðsíðu 7) RÆÐUMENN A LISTANS Sumarið loksins komið. TjtYRRA kvöld útvarpsum- ræðna stjórnmálaflokkanna hér í kjördæminu fór fram í gærkveldi. Ræðumenn Alþýðu- flokksins voru Bragi Sigurjóns son, Hreggviður Hermannsson, Trausti Gestsson og Njáll Þórð- arson. Seinni hluti útvarpsumræðna fer fram nú á föstudaginn 2. júní og verða ræðumenn Al- þýðuflokksins þá Guðmundur- Hákonarson, Bragi Sigurjóns- son og Friðjón Skarphéðinsson. AM birtir í dag ræðu Trausta Gestssonar, er hann flutti í út- varpsumræðunum í gærkveldi, og sendir AM honum og öðrum sjómönnum velfarnaðaróskir um góðan aflafeng af „silfri hafs ins“ í þágu sjálfrar þeirra og þjóðarbúsins í heild. AM birtir hér niynd af broshýrum námsmeyjum úr Kvennaskólanum á Laugalandi, og biður blað- ið þær að flytja lesendum sínum ósk sína um, að sunnanþeyrinn og sumarið sé nú komið í valda- stól. Myndin var tekin nýverið, þá er námsmeyj- ar koniu í heimsókn til Akureyrar. Myndin er tekin í Sjöfn — og munu ekki margir karlmenn öfunda liann Aðalstein Jónsson, efnafræðing, þá er þeir líta þessa mynd? — Námsmeyjar heim- sóttu ýmis fyrirtæki SÍS og KEA og einnig söfn bæjarins. AM sendir Laugalandsstúlkum beztu kveðjur, með ósk um velfarnað í framtíðinni. Ljósmyndina tók Gunnlaugur P. Kristinsson. ALÞYÐUmAÐURINN XXXVII. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 31. maí 1967 — 17. tb ALÞÝÐUFLOKKURINN í NORÐURLANDS- KJÖRDÆMI EYSTRA ÁRSHÁTÍÐ í Sjálfstæðishúsinu á Akureyri laugardaginn 3. júní n.k. Hefst með borðhaldi kl. 7.30. ÁVÖRP FLYTJA: Bragi Sigurjónsson, Guðmundur Hákonarson og Albert Sölvason. SKEMMTISKRÁ DANS Þátttakendur hafi samband við skrifstofu Alþýðu- flokksins, sími 2-13-22. Síminn er 2-13-22. Sí kri ifstof a A1 þýðu flol ksins

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.