Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 31.05.1967, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 31.05.1967, Blaðsíða 4
 JÓHJ Útgcíandi: ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG AKUR- EYRAR. — Aígrciðala og auglýsingar: Strandgötu 9, II. h»3, sími (96)11399. — Prantvork Odds BJörnssonar h.i., Akursyri ALÞÝÐUMAÐURINN " i OQO' .... — £ r ! LAUNAJAFNRÉTTI KVENNA | VIÐ KARLA KAÐ vakti sérstaka athygli þeirra, er hlýddu á út- * varpsumræður frambjóðenda hér í kjördæmi sl. þriðjudág, að aðalræðumaður Alþýðubandalagsins, Bjöm Jónsson, formaður stærsta verkalýðsfélagsins í kjórdæminu, minntist ekki einu orði á það, að undir núverandi ríkisstjórn hefir náðst fram ein stærsta rétt- arbót, sem um getur í verkalýðssögu okkar; jöfn laun kvenna við karla fyrir sömu vinnu. Hefir þessi réttar- bót dulizt verkalýðsforingjanum Birni Jónssyni með öllu? spyr fólk. Enginn trúir því. Þögn hans stafar ein- faldlega af því, að hér átti hann enga forystu um. Aðrir fundu leiðina til þessa sigurs. Hann, „verkalýðsforing- inn“ ekki. CÚ MIKLA uppbygging, sem orðið hefir í atvinnu- ^ lífi okkar íslendinga á síðari árum, hefði ekki get- að orðið slík, ef vinnuafl kvenna hefði ekki komið til sögu í stórauknum mæli. Það gefur því auga leið, að þeim hefir ekki orðið sú réttarbót lítilsverð að fá launajafnrétti við karla fyrir sömu vinnu. lLfÆÐUR okkar og ömmur okkar, sem nú erum nær miðjum aldri, urðu að sætta sig við hálf vinnu- laun móti körlum, þótt um sömu vinnu jog afköst væri að ræða. Konan í fiskinum, sem bar börur móti karl- manni hlaut 12 og hálfan eyri fyrir tímann móti 25 aurum karlmannsins. Að nú sé hluturinn orðinn jafn fyrir konur við karla fyrir sömu vinnu, finnst verka- lýðsforingjanum Bimi Jónssyni svo lítið til um, að hann ver öllum ræðutíma sínum í útvarpsumræðum til að hrakyrða stjórnarflokkana, en minnist ekki einu orði á eina stærstu réttarbót í ísl. verkalýðssögu og orðið hefir fyrir tilstilli núverandi ríkisstjórnar. Verkalýðssamtökin höfðu lengi reynt að ná þessari réttarbót fram við samningsgerð, en ekki tekizt. Þá húgkvæmdist Jóni Þorsteinssyni, einum af þingmönri- um Alþýðuflokksins, lausnin. Hann og fleiri Alþýðu- flokksmenn fluttu um það fmmvarp á alþingi, að laun kvenna við karla yrðu jöfnuð á 6 árum, þannig að um hver áramót, unz jafnt yrði, skyldu laun kvenna hækka um vissa prósentu, án þess að sú hækkun hreyfði við kaupi karla. Alþýðuflokkurinn tók málið upp í núver- andi stjórnarsamvinnu við Sjálfstæðisflokkinn og fékk hann til að fallast á þessa jafnréttislausn, þannig að með lagasetningu á alþingi og að atvinnurekendur féllust á lausnina, var svo komið um sl. áramót, að þessi jöfnuður var orðinn að veruleika. Forysta Al- þýðuflokksins í þessu máli og samstarfsskilningur Sjálf- stæðisflokksins á því færði ísl. verkakonum um sl. ára- mót einhverja stærstu réttarbót þeirra. „Verkalýðsfor- inginn“ Bjöm Jónsson minntist ekki á þá réttarbót í útvarpsumræðunum, frekar en hún væri alls ekki komin á. jHORMAÐUR Alþýðuflokksins, Emil Jónsson, taldi A lauriájafnrétti kvenna við karla fyrir sömu vinnu eitt mikilsverðasta málið, er hann gaf yfirlit um sl. ára- mót um störf Alþýðuflokksins og ríkiisstjómarinnar yfir liðið ár. Hann sagði: „Alþýðuflokksþingmaður gerði tillögu um, að mismunurinri yrði jafnaður með 4% á ári í 6 ár, og það var samþykkt. Þessi sex ár em nú liðin og lögboðið sama kaup fyrir konur og karla. Er hér um fullkomið sanngimismál að ræða og ánægju- legt, að þessu marki skuli hafa verið náð.“ Eftir útvarpsræðu Bjöms Jónssonar, formanns Ein- ingar, fann hann ekki til neinnar ánægju yfir því. BÓNDI segir, að það megi álíka trúa því, að Bjami Benediktsson forsætisráðherra gæti sett íslandsmet i hástökki og því að Stefán í Auðbrekku gæti orðið merkisberi norð- lenzkrar bændastéttar á Alþingi með sæmd. Hví var sæmdar- bóndanum Valtý í Nesi hafnað fyrir Stefán. Var það sökum þess að Stefán hafði „forfram- ast“ í ríki Kanans á Keflavíkur flugvelli og kunni á smekklás- inn er opnaði dyrnar inn á „kær Ieiksheimili“ Alþýðubandalags- ins. MSPYR: Er það rétt sem gengur um bæinn, að Sjálfstæðisflokkurinn hér í kjör dæminu hafi 450.000.00 kr. til ráðstöfunar í kosningabarátt- unni? ER ÞAÐ RÉTT að Framsókn- armenn beiti þeim áróðri við starfsfólk SfS-verksmiðj- anna, að verksmiðjunum niuni verða lokað ef stjórnarflokkam ir haldi meirihluta? ER ÞAÐ RÉTT að Kaupfélag Raufarhafnar hafi lækkað fiskverð til sjómanna þar um 7%? GUÐMUNDUR bóndi á Kvísl arhóli á Tjörnesi var mætt- ur á íundi A-Iistans á Húsavík ásamt konu sinni og tók þar til máls, virðulegur fulltrúi bænda, er gaman var að hlusta á. Sveita maður úr Svarfaðardal hlýddi með athygli á málflutning Guð |i II mundar og á svör Braga Sigur- jónssonar og fannst þeir mætast á miðri léjð, og hvorugur halla á annann. S. J. sendir beztu kveðjur heim að Kvíslarhóli og þakkar Guðmundi fyrir kom- una í Hlöðufell. Þar fór bóndi er æðraðist ekki yfir vorharð- indunum er valdið hefur bænd- HEYRT SPURT SEÐ HLERAÐ um þrotlausu striti nótt sem dag. Nú kyssir sól og sunnanþyr landið, og í von um að nú geti smá lambssnoppa fundið ilm af grænni gróðurnál á túninu á Kvíslarhóli biður s. j. AM að þakka Guðmundi bónda fyrir kynnin fyrstu. BJÖRN JÓNSSON alþingis- maður, efsti maður G-list- ans, hefur verið sjúkur alllengi og af þeim sökum ekki getað tekið virkan þátt í kosninga- baráttunni. AM óskar Birni heils hugar góðs bata og AM veit að Björn finnur að hér er af einlægni mælt, og blaðið vill í fullri hreinskilni spyrja Björn hvort hann viti að hræddir sam herjar hans séu nú þessa dag- ana að reyna að afla atkvæða út á veikindi hans? HVERS VEGNA gefur Björn Jónsson ekki út yfirlýsingu um það hvort hann styður Hannibal eða Magnús Kjartans- son, svo spyrja margir kjós- endur. ER ÞAÐ RÉTT að nú í dag hafi „bændaflokkurinn“ Framsókn dæmt síðasta bónd- ann á Húsavík út af kjörskrá hér í kjördæminu, ef satt er, mun Gísli bóndi á Hóli á Langa nesi vera samþykkur því? Y|AÐ var óvenju létt yfir hon- * um Erlingi svona til að byrja með í þætti sínum „smáu og stóru“ sl. laugardag, og þakkar Sigurjón lionum innilega fyrir heimboðið til Dags, er hann mmi vissulega þiggja þá er tóm gefst til, en það er skollans ann- ríki hjá honum, sökum þess að honum hefur ekki borizt enn neinn liðskostur að sunnan, en það er engin ástæða fyrir Er- ling að hafa áhyggjur út af skapsmunum Sigurjóns, þeir eru held ég í sæmilegu lagi og 1500 atkvæði vex honum ekk- ert í augum fremur en öðrum jafnaðarmönnum. Jú, jú, það gleður svo sem ýmislegt augað þarna hjá AM, t. d. æskufólk sem ákveðið er að vinna að sigri A-Iistans. (Framhald á blaðsíðu 7) Ss AF NÆSTU GRÖSUM iPltllMIIIIIIMtlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllMIIIIIIIIHIIIIIIIIIIMIIMMM llllllllllllllllltllllllltllllllllltlllllllllli AKUREYRARPRESTAKALL. Messur falla niður næstkom- andi sunnudag vegna ferm- ingarbarnamótsins. — Sókn- arprestar. TRJAPLÖNTUSALA hjá Skóg ræktarfélagi Eyfirðinga er nú að hefjast eins og kemur fram í auglýsingu í blaðinu í dag. Hefur félagið til sölu ýmsar tegundir af trjáplönt- um og runnum. i.o.g.t: stúkan brynja NO. 99 heldur fund að Bjargi fimmtudaginn 1. júní kl. 8.30. Dagskrá: Venjuleg fundar- störf. Inntaka nýliða. Lagðir fram reikningar Varðborgar. Kosið í framkvæmdanefnd. BRÚÐHJÓN. Á Sjómannadag- inn voru gefin saman í hjóna- band brúðhjónin ungfrú Sig- ríður Kristjcina Kristjáns- dóttir og Guðmundur Hreinn Árnason sjómaður. Heimili þeirra er að Eyrarlandsvegi 8, Akureyri. HJÚSKAPUR. Laugardaginn 27. maí voru gefin saman í Ólafsfjarðarkirkju af sr. Ing- þóri Indriðasyni Kristín R. Trampe, Hafnarstræti 29, Ak ureyri, og Björn Halldórsson, Strandgötu 9, Ólafsfirði. BRÚÐHJÓN. Sl. laugardag voru gefin saman í hjóna- band ungfrú Sigrún Vignis- dóttir og John Philips Jenkins píanóleikari. Hiemili þeirra verður að Munkaþver- árstræti 19, Akureyri. HJÚSKAPUR. Hinn 28. maí voru gefin sam an í hjónaband ungfrú Kristín Björnsdóttir, sjúkraliði, og Steingrímur Steingrímsson, sjómaður. — Heimili þeirra verður að Rán argötu 13, Ak- ureyri. Ljósm.: Filman

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.