Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 31.05.1967, Blaðsíða 5

Alþýðumaðurinn - 31.05.1967, Blaðsíða 5
Ég styð í höfuðatriðiim stjórnarstefnu und- anfarinna ára, en tel, að hið frjálsa iVaintak, hafi ekki lotið nógu markvissri yfirstjórii Útvarpsræða Trausta Gestssonar skipstjóra pÓÐIR SJÓMENN og aðrir, sem mál mitt heyra. I tíð okkar yngri manna hef- ur enginn einn sfjórnmálaflokk- ur fengið meirihluta aðstöðu á Alþingi. Kjósendur hafa ekki gefið neinum einum flokki slíkt vald, heldur hafa flokkarnir crðið að leita samkomulags og 6amvinnu um ríkisstjórn, og þar sem við búum við þingræði og lýðræði fer það að sjálfsögðu verulega eftir þingstyrk flokk- anna, hver samningsaðstaða þeirra er, þegar þeir ganga til 6amvinnu, þótt fleira komi að sjálfsögðu til, svo sem harðfylgi Og stefnufesta viðsemjenda. Undanfarin ár hafa Sjálf- 6tæðisflokkur og Alþýðuflokk- Ur farið í samvinnu með ríkis- stjórn. Óumdeilanlegt er að mín um dómi, að þar hefir Alþýðu- flokkurinn haldið af festu og lagni á stefnu- og baráttumál- um sínum, en það liggur í aug- um uppi, að Sjálfstæðisflokkur- inn hefir haft sterkari samn- ingsaðstöðuna, þar sem þinglið hans hefir verið drjúgum fjöl- mennara. Eitt grundvallar- stefnuskráratriði Sjálfstæðis- flokksins er frjálst framtak, óheft einstaklingsframtak. Al- þýðuflokkurinn virðir og met- Ur einstaklingsframtakið, en hiann telur, að hafa þurfi á því yfirstjóm, sem gætir þess alltaf, að uppbygging einstaklings- framtaksins sé samstíga þjóðar- nauðsyn, en beinist ekki á leið- ir, sem baki þjóðarheildinni skaða. Sá aflsmunur, sem verið hefir S þingliði milli núverandi sam- starfsflokka, Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins, hefir eðlilega leitt til þess, að hið frjálsa framtak hefh- að vilja Sjálfstæðisflokksins leikið hömlulausara í ýmsum greinum en Alþýðuflokkurinn hefði kos- ið, og þar af leiðandí hefir sumt það gerzt í ýmsum málum okk- ar undir núverandi flokkasam- Starfi, sem jafnaðaimenn eru skiljanlega ekki ánægðir með. Hvað okkur sjómenn snertir, gleðjumst við að sjálfsögðu yfir þeim mikla, aukna skipakosti, sem þjóðin hefir eignazt undan- farin ár. Hann hefir búið okkur betri vinnuaðstöðu, skapað okk ur í mörgum tilfellum verulega hærri tekjur, og síðast en ekki SÍzt aukið afköst okkar geysi- lega.við að draga mikinn feng að landi fyrir þjóðarbúið. En mér hefir blætt í augu — og ég veit, að fjöldi sjómanna hugs ar líkt — hve stundargróða- sjónarmið hins frjálsa framtaks í síldar- og fiskiðnaðinum hefir fengið að leika yfirstjómarlítið. Ég á hér við gúanófiskiriið bæði af síld og þorski. Okkur sjó- mönnum er að sjálfsögðu ekki sama, hvernig um þann afla fer, sem við drögum við mikla Trausti Gestsson. vinnu og erfiði að landi. Okkur er það metnaðarmál, að sá afla- fengur verði þjóð okkar að sem mestum og beztum notum. Við teljum, að beina þurfi framtaki einstaklinga og stofnana, er að úrvinnslu aflans vinna, mark- visst og undir styrkri yfir- stjórn að því, að þjóðarheild- inni verði miklu meira úr afla- feng okkar. Frá sjónarmiði okk ar sjómanna er það ekki rétta leiðin til að hagnýta betur síld- araflann, að reisa fleiri gúanó- verksmiðjur, en þær hafa und- anfarið sprottið upp eins og gor kúlur á Austfjörðum. Og okkur finnst hlægilegt að lesa það í Þjóðviljanum og Tímanum sem árásarefni á núverandi ríkis- stjóm, að hún tregðist við meiri aðstoð við nýbyggingu fleiri verksmiðja eystra. Okkur finnst komið meira en nóg af gúanóverksmiðjum. Okkur finnst líka broslegt, sjómönn- um, ajð lesa í sömu blöðum sem dæmi um lánsfjárhöft núver- andi ríkisstjómar, að síldar- verksmiðja ein á Norðfirði telji sig vanta rekstursfé til að „starta“ bræðslu í vor, vitandi það, að þessi verksmiðja hefir rakað saman tugum milljóna undanfarið og keypt 3 skip 300 —400 tonn og það 4. í smíðum, á undanfömum 4 árum til að moka upp síld í gúanó. Er ekki nær að segja, að stundargróða- sjónarmið hins frjálsa framtaks hafi farið þama fullfrjálslega með fjárafla þjóðarbúsins fyrst að rekstursfé vantar fyrir slíkt fyrirtæki? Þetta er okkur sjó- mönnum ekki þóknanleg stefna og ég tel, að stefnuskráratriði Sjálfstæðisflokksins, óheft ein- staklingsframtak án viðmiðun- ar við hag þjóðarheildarinnar beri hér verulega ábyrgð á. Margir öfundast yfir tekjum okkar sjómanna og telja þær firnamiklar. Rétt er það, að sumir okkar bera mikið úr být- um, en líka margir lítið, og því er gleymt. En þeir okkar, sem háar tekjur hljóta, greiða líka myndarlegar fúlgur í kassa ríkis og sveitarfélaga, og það er ekki lítilsvert, að eiga þar góða og sterka gjaldþegna, Við verð- um flestir að vera langdvölum frá heimilum okkar og njótum oft stutt og stopult heimilis- gleðinnar né getum búið kon- framtak ekki leika eftirlits- og yfirstjómarlaust með fjármun-. ina. Ég styð í höfuðdráttum étjómarstefnu undanfarinna •ára, en ég tel, að hið frjálsa framtak hafi ekki lotið nógu /markvissri yfirstjórn, hvað nýt- Ingu sjávaraflans snertir og raunar á fleiri sviðum, þótt ég kenni gleggst það, sem að okk- um okkar og þörnum .kania 1 ' úr sjómönnum snýr. Ég treysti öryggi heimilisföðurins og öðr- Alþýðuflokknum betur til að um stéttum er hægt. Þegar;.við - -kippa þessu í liðinn en Sjálf- þetta bætist, að við, sjómenn' stæðisflokknum. En til þess, að öflurn meginhluta þess gjald- eyris, sem þjóðin hefir fyrir að kaupa, þá finnst okkur ekki ósanngjamt, að á skoðanir okk- ar sé hlustað varðandi meðferð aflafengsins og reynt að bæta úr því, sem við teljum fara mið ur úr hendi. Og þetta er sem sagt skoðun mín og ég má segja okkar sjómanna yfirleitt: það verður að leggja höfuðáherzlu á, að vinna sem verðmætasta vöru úr sjávaraflanum, hvort sem um síld eða þorskafla er að ræða. Það verður að taka fisk- vinnslukerfið allt til gagngerðr- ar endurskoðunar og úrbóta og þar má hið frjálsa einstaklings- Alþýðuflokkurinn vaxi afl til slíks, þarf hann aukið kjörfylgi, aukið þinglið til að standa að baki samningsgerð sinni við annan flokk eða flokka um ríkis stjóm. Ég heiti á alla sjómenn í Norðurlandskjördæmi eystra, sem líta líkt á hlutina og ég, að fylkja sér um Alþýðuflokkinn, fylkja sér um jafnaðarstefnuna og láta A-lista atkvæðin verða mörg, sem koma upp úr at- kvæðakössunum 11. júní n.k. Félagar, þið, sem farið á sjóinn fyrir kjördag, gleymið ekki að kjósa áður. Megi sumarið verða öllum sjómönnum happasumar. Utanríkisstefna Alþýðubandalagsins I s VERKAMANNINUM frá 26. maí s.l. er grein eftir Véstein Olason, sem ber yfirskriftina „Unga fólkið vill fá íslenzka ut- anríkisstefnu". Mig rak í roga- stanz, eða hvað — var hann kannski að minna eldri kjósend- ur á þá íslenzku utanríkis- inu. Fyrstu þingmenn, er Komm- únistar fengu kjörna 1937, hófu þegar baráttu éeén hlutleysi. og vildu að ísland gengi sem fyrst í Þjóðabandalagið. Rússar höfðu þá gengið í það. Með griðasátt- mála Hitlers og Stalíns 1939 snerust íslenzkir kommar þegar meS hlutleysi og töldu sigur lýð- ræðisríkjanna ekkert betri en sigur nazista. 1941 réðust Þjóð- verjar á Rússa og íslenzkir kommar snerust óðara éeén hlut- leysi — sem sagt með vestur- veldunum og Rússum, — gegn Þjóðverjum. Eftir styrjöldina hófst „kalda stríðið“ svo nefnda og enn sner- ust kommar með hlutleysi, sem sagt gegn vesturveldunum, með Rússum. 1956—58 sat „vinstri stjórnin" og átfu kommar aðild að henni. Stjórnin var á móti hlutleysi, og kommar létu sér vel líka á meðan þeir voru í stjórn. Er þeir komust í stjórnarand- stöðu, snerust þeir enn einu sinni og voru nú med hlutleysi, og hafa verið það síðan. Fróðiegt væri að fá syar við því nú fyrir kosningar, hvort þetta sé sú íslenzka utanrikis- stefna, sem greinarhöfundur á við. Jónas Stefánsson. s Jónas Stefánsson. stefnu, sem Kommúnistaflokkur- inn — Sameiningarflokkur al- þýðu, sósíalistaflokkurinn — Al- þýðubandalagið — eða hvað það nú hét og heitir, hefur haft síð- astliðin 37 ár. Ég geng nú til Alþingiskosn- inga í fyrsta sinn, og langar því til að kynna öðrum nýjum kjós- endum utanríkisstefnu fyrrnefndr ar samkundu, áðurnefnt árabil. Þegar Kommúnistaflokkurinn var stofnaður 1930, var hann með hlutleysi og andvígur því, að Island gengi í Þjóðabandalag- ið. Rússar voru ekki í bandalag- Treysía launþegar Framsókn gEM KUNNUGT EU þykirst maddama Fiamsókn núverandi sljómarandstöðu bera hagsmuni verkamanna og annarra laun- þega fyrir brjósti og ganga liðsoddar maddömunnar, þessir görnlu fjandmenn verkalýðsins, svo langt í skinhelgi sinni, að þeir yfir- bjóða jafnvel kommúnista um verkföll en verður Htið ágengt. Verkafólkið er ekki búið að gleyma hinum gamla og rétta svip maddömunnar. Verkafólk man enn gerðardómslög Hermanns frá 1942 og það man einnig skattaálög Eysteins og það er heldur ekki lengra síðan en í tíð Vinstri stjórnarinnar, að Framsóknarmenn sömdu frumvarp um breytingar á vinnulöggjöfinni, ÞAR SEM GERT VAR RAÐ FYRIR BANNI VIÐ VERKFÖLLUM. — En þeim þykir ekki heppilégt að hampa því frumvarpi í dag. AM treystir á það að íslenzkur verkalýður muni enn gömlu klæði maddömunnar, þótt Kún garigi riú um götur í bættum vinnufötum, er minna eiga á væntmnþykju hemiar á láglaunafólki í dag. „Vænt umþykjuna“ er lyfta á Eysteini Jónssyni í ráðherrastól eftir kosn- ingar, ef gervið dugar vel. AM veit að vinnandi hendur í sveit og við sjó mun þakka maddömunni kurfeislega fyrir sig með því að afneita „sósíalisma“ Eysteins Jónssonar við kjörborðið þann 11. júní, á líkan hátt og „Móðuharðindum“ Karls á Húsavík fyrir síð-« ustu alþingiskosningar.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.