Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 05.11.1974, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 05.11.1974, Blaðsíða 1
ALÞYÐUMAÐURINN =— 44. árgangur - Akureyri, þriðjudaginn 5. nóv. 1974 - 16. tbl. Er það um- hyggja fyrir Alþýðublaðinu? Upp á síðkastið hefur dagblað- inu Vísi orðið tíðrætt um það, að nokkrir blaðamenn sögðu upp störfum hjá Alþýðublað- inu. Hefur Vísir látið í ýmislegt skína, og stundum láðst að segja söguna til enda, en það er nú kannske blaðamennska út af fyrir sig. Vegna þessa gel,ur Alþýðu- maðurinn örlitlu bætt hér við fréttaflutning Vísis, en það er, að nýráðinn afgreiðslumaður við Alþýðublaðið sagði upp störfum vegna _ persónulegs vandamáls, og heyrt höfum við (ekki Alþ.bl.), að tveir af þeim fjórum blaðamönnum, sem störf- uðu við Alþbl., og létu hafa sig í það, að birta stóra mynd af sér á baksíðu Vísis 1. nóvember s. 1., hafi jafnvel verið gefinn kostur á að segja upp, enda annar þeirra óráðinn ennþá, að sögn. Um hina tvo vitum við söguna ekki alla, og þess vegna látum við vera, að ræða það mál. Al- þýðublaðið hefur fengið góða starfskrafta til liðs við sig að nýju. Skyldi það vera umhyggja Vísis fyrir Alþbl., að svo mikið hefur verið klifað á þessu máli? / —sW—1 ^ Olía v/ð Island Þær fréttir berast að bandarísk- ir og sovéskir vísindamenn hafi fundið olíu á tveimur stöðum við ísland; annar staðurinn er á milli íslands og Noregs, en hinn er suðvestur af Jan Mayen, eða í neðansjávarhrygg, sem nær að norðausturhorni íslands. Bandarískt olíuleitarskip bor- aði sextán holur á svæðinu milli Islands og Noregs, og varð vart við olíu í einni holunni. Fyrir nokkru tilkynnti svo rússneskt olíuleitarskip, að það hefði fundið olíu í setlögum, í fyrrgreindum neðansjávarhrygg norðaustur af landinu. Strax og bandaríska skipið varð vart við olíuna, varð að hætta að bora vegna þess, að hætta var á, að hún flæddi út í sjóinn og mengaði hann. Ekki er vitað um, hvað mik- il olía kann að vera á þessum stöðum, og segja bandarísku vísindamennirnir, að ekki sé vitað um, hvort nógu mikið magn sé af olíunni þarna, svo borgi sig að vinna hana, en það sé víst, að olía á djúpsævinu á þessum slóðum sé mjög mikil- væg, og geti haft gífurleg áhrif. Athugið breytt símanúmer Nú eru sínianúmer okkar: Lögregla 23222 Slökkvilið og sjúkrabíll 22222 Al\l fyrstur með fréttirnar Umferðaróhapp varð í Skipa- vnagsstræti, og norður Skipa- stíg Skipagötú, síðan á annarri götu sl. sunnudag um kl. 17.30. götu. Er bifreiðin var að koma bifreið, og tók svo strikið þvert Bifreið af gerðinni Toyota úr beygjunni, lenti hún á götu- yfir götuna, en þar varð fyrir station, var ekið niður Kaup- vita, sem stendur á austari gang gluggarúða í versl. Regínu. Ólafsfirðingar teiknaðir Fjörugt félagslíf á staBnum Ólafsfirði 2. nóvember — S. J. Mjög gott tíðarfar hefur ver- ið hér um slóðir að pndanfömu, en ekkert hefur afli hjá bátunum sanit glæðst, og hefur verið mjög tregt í snurvoðina og net- in. Nýkjörinn bæjarstjóri, Pétur Már Jónsson, er kominn til bæj- arins, en tekur ekki við- embætti fyrr en um áramót. Sanddæluskipið Hákur er kominn, og byrjar væntanlega að dýpka höfnina nú í vikunni. Enginn árangur varð af borun þeirri, sem gerð var eftir heitu vatni á Skeggj abrekkudal, var boruð þar ein hola, en sem fyrr segir varð ekki árangur, og var þá farið með borinn í Laugar- engi, þar sem taldar eru meiri líkur á, að náist í heitt valn, og binda Ólafsfirðingar töluverðar vonir við þá borun. Byrjaðar eru aftur æfingar á Skugga-Sveini, en það leikrit var sýnt hér í vetur sem leið, og er ætlunin að troða upp með það aftur. Einnig hefur 'Þjóð- dansafélag Ólafsfjarðar byrjað æfingar, og er það nýtilkomið í okkar félagslífi. Þá hefur Dans- skóli Sigvalda starfað hér í viku, og var lokahrinan sl. laug- ardag. Dansskólinn var aðallega fyrir börn og unglingafc og var aðsókn góð. Fyrir skömmu var staddur hér Eins og margkunnugt er, að þá varð mikil sprenging í húsinu að Löngumýri 20, 27. september sl„ og var húsið eign hjónanna Sigmundar Björnssonar og Sig- rúnar Gísladóttur. Eftir sprenginguna var búsið nánast sagt, eins og eftir loft- árás, og ekki langt frá því að vera jafnað við jörðu, og hafði spánverji að nafni Marti De La Cruz, í nokkra daga. Teiknaði hann andlitsmyndir, og sátu nokkrir Ólafsfirðingar fyrir hjá honum, og líkuðu myndir hans vel. Sl. laugardag var til moldar borinn hér í Ólafsfirði, Þorvald- ur E. Ingimundarson, fyrrver- andi sjómaður. sprenging þessi orsakast aí bil- un í kyndiútbúnaði. 29 dögum eftir að þessi ósköp dundu yfir var búið að steypa upp nýtt hús, og liðu ekki nema 22 dagar frá því byrjað var á verkinu, og í dag er þakið einn- ig komið á húsið, og verða gluggar væntanlega settir í nú í vikunni. Þetta er undraverður.árangur, „og eingöngu þeim að þakka, sem sjá um byggingu hússins, og að henni standa,“ sagði Sig- mundur í viðtali við blaðið. Verktakar eru Trésmiðjan Reynir og Gunnar Óskaisson múrari, og er nýja húsið byggt eftir sömu teikningu og það eldra, með svolítilli breytingu á þaki. Meðfylgjandi mynd sýnir hús ið eins og það leit út sl. föstu- dag og má sjá, að búið er að slá timbrinu frá öllum veggium bæði utan og innan, og voru menn þá í óða önn að setja þakið á. Ekki lengi að því

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.