Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 05.11.1974, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 05.11.1974, Blaðsíða 2
0 AL Ai ÞYÐ Útgefandi: Alþýðuflokksfélag Akureyrar. — Ritstjóri og ábm. Hjörleifur Hallgríms. UMAÐURINN Afgreiðsla og auglýsingar Strandgötu 9, sími 11399. Prentsmiðja Björns Jónssonar — Akureyri Framtíðar- vandinn Sá vandi, sem nú steðjar að íslensku efnahagslífi endur- speglar bæði lélega stjórn á athöfnum okkar sjálfra síð- ustu árin og þær breytingar, sem eru að gerast á erlend- um vettvangi. íslenska þjóðarbúið er í erfiðri aðstöðu gagnvart um- heiminum. Helstu framleiðsluvörur okkar flytjum við út til annarra landa, en flytjum inn flestar vörur, sem við notum. Segja má því, að haglterfið sé „opið í báða enda,“ eins og stjórnmálastefna Framsóknarflokksins. Ásókn stórvaxandi fjölda jarðarbúa í jarðnæði og nátt- úruauðlindir sem eiga sér ákveðin mörlt, veldur nú verð- hækkunum og stjórnmálaólgu í heiminum. Þjóðir þriðja heimsins iðnvæðast og gera kröfu til sömu lífskjara og við, en þá kemur í ljós, að ekki eru efni til sömu auðlegð- ar fyrir alla, án róttækra stjórnmálalegra og þjóðfélags- legra breytinga. íslendingar hafa í baráttu sinni fyrir áframhaldandi sjálfstæði og velmegun ekki á aðra að treysta en sjálfa sig. Þjóðarfjölskyldan verður því að koma þjóðarheimil- inu í það horf að það fái staðist umrót innan frá sem utan. Slíkt verður ekki gert, án þess að jafnaðarstefnan verði höfð að leiðarlj ósi. Jöfn lífskjör og jafnræði þjóðfélagsþegnanna eru skil- yrði fyrir friðsamlegri sambúð þjóðarinnar. Við höfum stefnt fram á veginn hvað þetta snertir síðustu áratug- ina, þótt of hægt hafi farið. Undir forystu og fyrir áhrif Alþýðuflokksins hefur verið byggð upp markverð félags- málalöggjöf og forréttindi byggði á starfsgrein, menntun eða kyni hafa stórlega minnkað. Undir lok vinstri stjórnar tímans voru þó stigin leið skref aftur á bak í sambandi við heildarsamninga á vinnumarkaðnum, þegar launamunur faglærðra og ófaglærðra var aukinn. Þau spor þarf að leiðrétta. Sameign þjóðarinnar á öllu landi og náttúruauðlindum er líka nauðsynlegt skilyrði fyrir heillavænlegri þróun þjóðfélagsins í framtíðinni. Þetta verður almenningi æ Ijósara, elcki síst íbúum þéttbýlisins, sem þessa dagana eru sums staðar bannaðar meinlausar fuglaveiðar á afrétt- um og reginfjöllum á sama tíma og þeim er ætlað að greiða í sköttum sínum einn milljarð króna til endurgræðslu lands, er svokallaðir eigendur hafa vanrækt og eyðilagt, en hyggjast samt hirða af allan arð. Framtíðarvonir þjóðarinnar um gott og frjálst líf hljóta að byggjast á nýtingu náttúruauðlinda til almenningsheilla, sem við eigum í lífríki lands og hafs, í vatnsafli, jarðhita og mannauði. - Öllum má vera ljóst, að til frambúðar mun þjóðin ekki þola það, að hagsmunir einstakra landeigenda og ýmissa braskara komi í veg fyrir nýtingu náttúruauðlinda, sem þeir hafa sjálfir hvorki skapað né greitt fyrir það verð, sem þeir ætlast til að þjóðarheildin greiði sér. — B. F. Fyrstur með íþróttafréttir helgarinnar ÍÞRÓTTIR * Eg er mestur66 11 Alltaf er eitthvað að ske á vettvangi íþróttanna bæði hér- lendis og erlendis. Af erlendum íþróttafréttum ber sennilega hæst keppnina um heimsmeist- aratitilinn í hnefaleikum (þunga vigt), en þar sigraði hinn stór- orði Muhammed Ali, fyrrver- andi heimsmeistara George For- man, á rothöggi í 8. lotu, sem kom öllum á óvart. „Eg er mestur“, „ég er best- ur“, „ég sagði ykkur að ég væri eini' meistarinn“, þessar og fleiri stóryrtar setningar lét Ali fjúka bæði fyrir og eftir keppnina, og lét sig einnig hafa það, að glenna sig framan í keppinaut- inn fyrir keppnina. Fyrir hnefaleikakeppni þessa Þá hefur Blak-landslið okkar í fyrsta skipti getið sér orð á er- lendri grund, en ekki var það samt frægðarorð. Liðið keppti við Skota úti í Skotlandi, og tap aði þeim leik, því Skotarnir unnu allar hrinurnar þrjár. Síð- an hélt liðið í keppnisferðalag til Noregs. í síðasta blaði var sagt frá frammistöðu íslenska landsliðs- ins í handbolta við Luxemborg- armenn, en okkgr menn sigruðu með 29 mörkum gegn 14. Islenska landsliðið var þá á leiðinni til Sviss, til þátttöku í fjögurra landa keppni í hand- bolta, en hin keppnisliðin voru, Sviss, Vestur-Þýskaland og Ung höfðu veðmál staðið Ali mjög í óhag, en það fór á ánnan veg en spáð hafði verið, og hann „rot- aði rotarann“. Forman hafði fyrir þessa keppni barist 40 sinnum, og allt- af sigrað, og oftast á rothöggi, svo það er kannski engin furða þó að hohum hafi verið spáð sigri nú, en það fór sem sagt á annan veg. Þetta er í annað skipti sem Muhammed Ali verður heims- meistari, áður hafði hann sigr- að Sonny Liston fyrir 10 árum síðan, en titillinn var dæmdur af honum aftur seinna, vegna þess, að hann neitaði að gegna herþjónustu í Víet Nam. verjaland. Landslið okkar stóð sig þar nokkuð vel, þó svolilið skyggði á leikurinn við Ung- verja, sem fór 31-14 fyrir Ung- verja. ísland lenti þarna í öðru sæti, og telst það nokkuð gott, en annars fara úrslit leikja liðs- ins hér á eftir: ísland—Ungverjaland 31-14 ísland—Sviss 21-21 ísland—Vestur-Þýskaland 18-15 Stig: Ungverjaland 5 ísland 3 Sviss 2 Vestur-Þýskaland 2 Eftir sigur FH yfir Saab hér heima, komst liðið í aðra um- ferð Evrópukeppninnar, og nú er það orðið uppvíst, að FH mætir St. Otmar frá Sviss í þeirri umferð. St. Otmar getur orðið FH erfitt, því þetta er tal- ið nokkuð sterkt lið, m. a. sigr- uðu þeir Portúgalsmeistarana í fyrstu umferð á betra marka- hlutfalli, töpuðu fyrir þeim á útivelli með 7 marka inun, en unnu þá svo heima með 8 marka mun. FH er þó talið eiga mögu- ieika Miklar líkur eru á að það sé að rofa til í þjálfaramálum hand boltans. Það er talið nokkuð víst að gamla handboltakempan Tékkneska, Mares, muni taka við um áramót, og þjálfa öll handknattleikslandslið okkar. Keppnistímabilinu er að ljúka í Tékkóslóvakíu, en þar hefur Mares þjálfað Spartak Pitzen, og gengið vel með það lið. Handbolta- vertíðin Þá er handboltavertíðin að byrja fyrir alvöru. 2. deildin byrjar um næstu belgi, og verða tveir leikir hér fyrir norðan, en eins og kunnugt er, þá eru bæði KA og Þór í annarri deild. Einnig verður hér leikur í I. deild kvenna, en þar á Þór lið og keppa stúlkurnar við Ármann í gjnum fyrsta leik á laugardag- inn. I 2. deildinni (karla), keppir svo Þór við Fylki á laugardag, og KA við Fylki á sunnudag. Tveir landsleikir í hnadbolta voru háðir um helgina. Kvenna- landslið okkar keppti í Færeyj- um, og sigruðu þær íslensku ineð 11 mörkum gegn 7. Hér heima keppti karlalandslið okkar við Færeyska landsliðið, og sigraði íslenska liðið með 28 mörkum gegn 20. Enska knatt- spyrnan Síðasti spámaður okkar var Bragi Hjartarson, og var hann með 6 rétta á sínum seðli. Næsti spámaður okkar er svo Baldvin Harðarson iðnnemi, Háalundi 6. Baldvin er ungur maður, hefur tekið virkan þátt í knattspyrnunni. Hann er Vest- mannaeyingur, fæddur og upp- alinn, en fluttist hingað til bæj- arins fyrir tæpum tveimur árum síðan. Hann hefur leikið knattspyrnu mikið í yngri flokkum með Tý frá Eyjum, og meðal annars orð- Framh. á bls. 7. Töp og sigrar 2 - ALÞÝÐUMAÐURINN

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.