Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 05.11.1974, Blaðsíða 8

Alþýðumaðurinn - 05.11.1974, Blaðsíða 8
N\\v Knappagatið Saga Jónsdóttir ajliendir Gísla K onráðssyni (H)Rós Alþýðubl. /"• --<S\V~~ - TIL RJÚPNA Á VÉLSLEÐUM gM ALÞÝÐUmAÐURINN 44. árgangur - > c *■* << Z 4 7\ \NW s — Slagur um forsetastólinn — Ingvar varð undir, en Asgeir ofaná S (H)Rós í Rúmt ár er nú síðan, að Alþýðu- blaðið tók upp þá nýbreytni ,að veita smá viðurkenningu fyrir það, sem blaðinu finnst vera vel gert, og er þessi háttur hafður á í hverri viku, laugardagsblað- inu. Þessi viðurkenningarvottur er (H)rós í hnappagat viðkomandi aðila, og nú fyrir skömmu lenti viðurkenningin hingað til Akur- eyrar, og er það í fyrsta skiptið, sem hún lendir hingað norður, og ráunar í fyrsta skiptið, sem hún fer út fyrir þéttbýliskjarn- ann á suð-vesturhorni landsins. Að þessu sinni lenti (H)rós Alþýðublkðsins í hnappagati Gísla Konráðssonar, og tók hann við henni fyrir hönd Útgerðar- félags Akureyringa, í viðurkenn- ingarskyni fyrir það framtak, að tryggja öryggi skipverja á skuttogurum sínum með því, að útvega þeim öryggisbelti til notkunar við vinnu sína við skutrennuna. — Ég er náttúrlega þakklátur fyrir hönd félagsins, fyrir þessa viðurkenningu, sagði Gísli eftir á, en tók það 'fram, að upphafs- maður að þessu belti, væri Hall- dór Hallgrímsson, skipstjóri á skuttogaranum Svalbak, „og nú er hann í fyrstu veiðiferðinni, þar sem þessi belti eru notuð,“ sagði Gísli. „Þessi belti eru til þess gerð, að menn hrökkvi ekki útbyrðis, og ennfremur til að koma í veg fyrir, að menn kastist fram, og lendi á spilinu, þegar fylla geng- ur inn um rennuna.“ Einnig sagði Gísli: „Vafalaust verður þetta til að bjarga manns- lífum, og vonandi er, að fleiri komi á eftir, og taki upp notkun þessara belta.“ Það var Saga Jónsdóttir, leik- kona á Akureyri, sem afhenti Gísla (H)rós Alþýðublaðsins, og myndina tók Páll A. Pálsson, ljósmyndari. Grímsey, 2. nóvember. S. J. Tíðarfar hér hefur verið mjög óstöðugt seinni hluta október, og hefur sjósókn því verið stop- ul; Engan snjó hefur samt sett niður ennþá, aðeins smáföl kom- ið, sem hefur tekið jafnóðum. í veiðiflota Grím_seyinga eru nú 12 bátar, og eru tveir þeir stærstu 11 lesta bátar, en sá þriðji 11 lestir, er í smíðum hjá Bátalóni, Hafnrafirði, og er hann smíðaður fyrir Óla Ólason og fleiri. Húsavík 2. nóv. — .G. H. Enn er hér tregur afli, en samt næg atvinna, þar sem margt annað kemur til greina, t. d. byggingarvinna, og bjargar þar tíðarfar mestu um. ,Sú nýlunda hefur átt sér stað hérna, að nú þeysa menn gjarn- an á snjósleðum á eftir rjúpun- um, og er búið að kaupa nokkra slíka sleða hingað. Afli (rjúpur) hefur verið mjög misjafn, en komist þetta í 30 til 40 og jafnvel allt upp í 50 stk. eftir daginn, og svo niður í örfáar rjúpur. Fyrir skömmu var baldið kveðj uhóf fyrir sýslumanninn okkar, Jóhann Skaftason, og frú, og var hófið haldið í félags heimilinu, þar sem margt manna var samankomið. Báðar Þingeyjarsýslurnar og Húsavík stóðu að þessu hófi. Nýjasti bátur Grímseyinga er 5 lesta bátur m/b Siggi, smíðað- ur hjá Kristjáni Sigurðssyni, Siglufirði, og er eigandi hans Þorlákur Sigurðsson. Undirstaða lífsbagsmunamáls Grímseyinga (sj ávarútvegurinn) eru bætt hafnarskilyrði, og er vonast til, að yfirvöld sýni þessu máli ríkan skilning. Barnaskólinn var settur 21. október, og seinkaði setningu hans, vegna forfalla skólastjór- ans, en 18 börn stunda nám þar Við sýslumannsembætti er nú tekinn Sigurður .Gissurarson hrl. frá Reykjavík. Innbrot Aðfaranótt sl. laugardags var töluvert um óspektir í bænum, m. a. var brotist inn í Ferðanesti gegnt flugvellinum (Shell), og stolið þaðan um tvö þúsund krónum í peningum og a. m. k. tíu kartonum af sígarettum auk einhvers af reykióbaki. Sömu nótt var brotin rúða í Iðnaðar- bankanum og önnur í Bygginga- vöruverslun Tómasar BjÖrnsson ar við Glerárgötu. Umferðar- óhöpp urðu líka yfir helgina, og er eins þeirra getið á öðrum stað hér í blaðinu. í vetur, en voru 14 í fyrra. Iðnaðarmenn irá Húsavík eru að vinna við félagsheimilið á staðnum, og er fyrirhugað að ljúka þeirri bYggingu í vetur, enda tími til kominn, þar serri 10 ár eru liðin frá því að byrjað var á framkvæmdum. Norðurflug er með 2 fastar < ferðir hingað í viku, en sá galli er á, að flugvöllurinn verður stundum ófær vegna aurbleytu, og eru dæmi þess, að í þrjú skipti á s.l. vetri var flugvöllur- Eins og kannski flestir vita, þá stóð slagur um embætti forseta sameinaðs þings, á milli fram- sóknarmannanna, Ásgeirs Bjarnasonar og Ingvars Gísla- sonar. Ingvar mun hafa ætlað sér hnossið, þar sem sagt er að hann hafi orðið fyrir vonbrigð- um með það, að lenda ekki í ráðherrastóli (menntamálaráð- herra). En Ingvar varð undir í slagnum og Ásgeír var kosinn forseti sameinaðs þings. (Hvern ig ætli annars standi á því, að þingmönnum framsóknarflokks- ins í Norðurlandskjördæmi eystra, gengur svo illa að kom- ast í ráðherrastóla?) Annars fóru kosningar þing- forseta sem hér segir: Ásgeir Bjarnason var kjör- inn forseti sameiuaðs þíngs. Ragnhildur Helgadóttir var kjörin forseti neðri deildar, en inn ófær þegar flytja þurfli sjúklinga til lands. Þá má einnig geta þess að Drangur er ekki nema með hálfs mánaðar ferðir bingað, og sýn- ir þelia best öryggisleysi í sam- göngumálum Grímseyinga. Sjónvarpið sést hér orðið sæmilega, síðan að endurvarps- stöðin kom á Húsavíkuríjall, og hefðu okkar ágætu nágrannar, Húsvíkingar, mátt ýta fyrr við beim, sem að sváói þar á verð- mum. Þorvaldur Garðar Kristjánsson forseti efri deildar. Varaforsetar sameinaðs þings vpru kosnir Gils Guðmundsson, fyrsti varaforseti, og Friðjón Þórðarson, annar varaforseti. Magnús Torfi Ólafsson var kos- inn fyrsti varaforseti neðri deildar, og Ingvar Gíslason ann- ar varaforseti. Eggert G. Þor- steinsson var kosinn fyrsti vara- forseti efri deildar, og Stein- grímur Hermannsson annar varaforseti. Veistu þetta? Veistu að Alþýðuflokkur- /nn kom fram á Alþingi lagasetningu um launajafn- rétti kvenna Fréttabréf úr Grímsey Ónógar samgöngur, brýn nauðsyn á bættum bafnarskilyrðum

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.