Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 05.11.1974, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 05.11.1974, Blaðsíða 4
Alþýðublaðið 55 S. I. þrið'j udag varð Alþýðu- blaðið 55 ára. Blaðið kom út í fyrsta skiptið 29. október árið 1919, og var íyrsti ritstjóri þess, Ólafur Frið- riksson. Nú á 55 ára afmælinu, eru ritstjórar þess Freysteinn Jóhannsson og Sighvatur Björg- vinsson. Alþýðublaðið á litríka sögu að baki sér, og þar hafa verið ritstj órar margir þj óðkunnir menn, og þar hafa t. d. numið sína fréttamennsku, flestir af kunnustu fréttamönnum þjóðar- innar — menn eins og t. d. Eiður Guðnason, Ami Gunnars- son og Vilhelm Kristinsson hjá Ríkisútvarpinu, og Björn Jó- hannsson, fréttastjóri Mbl., svo nokkrir séu nefndir. í tilefni afmælisins, skrifaði Benedikt Gröndal, varaform. Alþýðuflokksins og ritstjóri Al- þýðublaðsins um skeið, grein í Alþýðublaðið, sem fer hér • á eftir, og greinina nefnir hann: „ÞANKAR UM LITRÍKA SÖGU“ Einn fagran vordag 1937 sat V. S. V. yfir kaffi á Hótel Borg, ræddi við kunningja og hefur vafalaust verið að snuðra eftir einhverju fréttnæmu. Þá var hann beðinn að koma fram í anddyri hótelsins, og bitta þar ungan mann. Ég stóð úti við vegg, þegar Vaffi kom gangandi fram, hægt og rólega að varida, og studdi sig við stafinn. Eg var 13 ára, mjór og langur, rauðhærður sláni, sem hafði fengið þá gri’iu að skrifa íþróttafréttir, en frek- ar var lítið um þær í blöðunum í þá daga. Vaffi horfði framan í mig með stórum, hvössum augunum, sem ég átti eftir að kynnast svo vel síðar. Svo sagði hann: „Komdu á ritstjórnina á morgun.“ Ég kom á ritstjórnina á ann- arri hæð í Alþýðuhúsinu í hornherberginu, þar sem Verka- kvennafélagið Framsókn er nú til húsa. Gengið var inn í aðal- herbergi, en þar var mikill desk- ur yfir þvert gólf, til að skilja gesti frá blaðamönnum, og í skúffum þessarar mublu var prentmyndastofa blaðsins. Þrátt fyrir deskinn, gengu allir innfyrir, og að skrifborðum blaðamannanna, en þeir voru þarna tveir, Karl tsfeld og Vafti. Karl sneri baki að hornglugg- anum og krotaði í sífellu fréttir og þýðingar, en las prófarkir þess á milli. Gegnt honum sat Vaffi, venjulega með símann á lofti og sló á ritvél aðalfréttir 4 - ALÞtÐUMAÐURINN dagsins. Vaffi vísaði mér inn í lítið hliðarherbergi, sem einr.ig hafði stóran hornglugga, en þar sat ritstjóri blaðsins, Finnbogi Rútur Valdemarsson. Hann tók mér vel, og innan skamms tóku að birtast dálkar undir heitinu: „íþróttafréttir. Eftir B. S. G.“, en þar var í fyrstu eingöngu fjallað um frjálsar íþróttir. Alþýðublaðið var spennandi á árunum fyrir heimsstyrjöldina. Finnbogi Rútur hafði gefið því svip nútíma dagblaðs, fyrstu íslensku blaðanna. Hann hafði valið því stórt brot, notaði stórar fyrirsagnir, fékk fréttaskeyti og fréttamyndir frá útlöndum. Auk þess var skemmtiefni, eins og myndasaga um ævintýri Ander- sens, spennandi neðanmálssögur og stundum kj allaragreinar, sem menn biðu eftir við afgreiðslu- dyrnar, þegar blaðið kom út. Samkeppni við Vísi var injög hörð, og barist um mínútur til að koma fyrst á götuna. Síðdegis var svo rólegt yfir blaðinu, ys morgunsins farinn úr prent- smiðjunni, og menn unnu róiega við leturkassana að innblaði næsta dags. Ritstjórnarskrifstofur eru nú á dögum eins og lokaðar verk- smiðjur, þar sem efnis er aflað á elektrónískan hátt frá umheim- inum. Aður fyrr var þetta öðru vísi. Lífið gekk liægar fyrir sig og var streituminna. Ýmsir borg- arar gerðu það að vana, að líta inn til blaðamanna, aðallega til að heyra eitthvað nýtt, stundum lil að færa fréttir. Steinn Stein- arr var fastur gestur, hæglátur og vingjarnlegur; flækingur, að því er flestum þótti, og grunaði fáa, að ljóðin hans, sem sum voru fyrst birt í Alþýðulúaðinu, myndu lifa lengur en flest annað, sem þá var birt í blöðum. Vil- mundur Jónsson, landlæknir, kom flesta daga, og hafði skarp- ar og sérkennilegar skoðanir á flestum hlutum. Ólafur Friðriks- son flutti ræður yfir okkur, stundum um Kleifarvatn, stund- um um kommúnisma. Presrarnir komu með messutilkynningar, og flokksmenn utan af landi létu sjaldan bregðast, að líta inn. Stefán Jóhann Stefánsson, for- maður Alþýðuflokksins, hafði skrifstofu í húsinu, og leit inn á hverjum degi. Hann fór þá inn til ritstjórans, og söfnuðust þangað aðrir blaðamenn og ýmsir, sem viðstaddir voru. Fóru þar fram fjörugar umræður, enda þótt stólar væru aðeins tveir, og oft ekki hægt að bjóða formanninum sæti. Hann stóð þá bara, fékk sér vel í nefið, og sagði síðustu baktj aldafréttir úr Alþingi, eða hlustaði á tíðindi, sem aðrir höfðu að segja. Eitt leiddi af öðru. Ungur blaðamaður fékk smám saman að glíma við alls konar verkefni og læra af reynslunni, þó oftast undir handarjaðri Vaffa. Vegna ungra lesenda, er rétt, að nefna hann einu sinni fullu nafni, Vilhjálm S. Vilhjálmsson, enda þótt þjóðin ætti síðar eftir að þekkja hann öllu betur undir dulnefninu Hannes á horninu. Hann var í áratugi líf og sál Alþýðublaðsins, brennandi af á- Benedikt Gröndal. huga á jafnaðarstefnu og mál- stað allra þeirra, sem minna máttu sín. í hans augum var þessi barátta óaðskiljanlegur hluti Alþýðublaðsins og tilgang- urinn með útkomu þess. Hann hafði ríka tilfinningu fyrir kjör- um og viðhorfum alþýðunnar, og varð öðrum fremur rödd hennar. Vaffi var djarfur frétta- maður, en vera má, að hans verði ekki síður minnst í sögu íslenskrar blaðamennsku fyrir rabbdálka, er hann hóf að skrifa undir Hannesarnafninu. Síðari árin gekk hann ekki til daglegra starfa á skrifstofum blaðsins, én skrifaði dálkana heima, og var í stöðugu símasambandi bæði við blaðið, og ótrúlegan fjölda manna í öllum stéttum. Þannig fylgdist hann vel með og gerði dálkana að lifandi rödd samtíð- arinnar. Þeir, sem kynntust Vaffa, gleyma honum aldrei. Arið 1942, þegar heimsstyrj- öldin hafði staðið á þriðja ár, var gerð stór breyting á Alþýðu- blaðinu. Stefán Pétursson, sem áður hafði séð um erlendar fréttir, var nú orðinn ritstjóri. Blaðið var stækkað úr 4 í 8 síður, brotið minnkað, og það gert að morgunblaði. Var talið, að það gæfi blaðinu aukna póli- tíska virðingu. Alþýðublaðið var nú klætt algerlega nýjum búningi. Það stóð að vísu svo á, að gamla prentvélin braut blaðið svo, að fréttasíðurnar, sem síðast voru lilbúnar, komu inn í blaðið, en auglýsingar voru á forsíðu. Mikið var um nýjungar, m. a. öll baksíðan skemmtiefni, og var það nýmæli. Þá var mikið um hausa yfir dálkum, og urðu blaðamenn að teikna þá sjálfir, svo og haus blaðsins,,því að ekki var fé eytt í atvinuteiknara í þá tíð. Eftir þesar breytingar, var Alþýðublaðið um skeið jafn stórt Morgunblaðinu, og tvöfald- aðist upplag þess. Þessi jafni leikur stóð því miður ekki lengi. Morgunblaðið tók fjörkipp, og kenndi þá aflsmunar, hvað fjár- magn, auglýsingar og alla að- stöðu snerti, svo að það blað tryggði sér þá sérstöðu, er það enn hefur. Stefán Pétursson var ágætur húsbóndi, starfsamur og sam- viskusamur. Okkur blaðamönn- um fannst hann eiginlega vera tvær persónur. Onnur var hinn pólitíski Stefán, sem átti að baki sér ævintýralega reynslu í her- búðum kommúnismans, hafði sterkar skoðanir og barðist vægðarlaust. Hinn Stefáninn var víðlesinn og skemmtilegur fagur- keri, sem hafði áhuga á öllu, milli himins og jarðar. Svo fróð- ur var hann, að blaðamenn hans þurftu sjaldan að fletta upp í alfræðiorðabókum. Það var fljótlegra, að spyrja Stefán. Of langt er að telja upp alla þá ágætu blaðamenn, sem starf- að hafa við Alþýðublaðið síð- ustu 2—3 áratugina. Blaðið stækkaði, og liðstyrkur ritstjórn- arinnar jókst upp í 10—15 manns, verkaskipting kom til skjalanna. Yfirleitt höfðu þess- ir ágætu menn og konur lítil kynni af blaðamennsku, fyrr en þeir hófu störfin, enda ekki mörg tækifæri til þess, á þeim árum. Alþýðublaðið varð eins konar útungunarstöð, þar sem margir af þekktustu blaðamönnum sam- tíðarinnar hlutu sinn fyrsta lær- dóm í faginu. Þegar hér var komið þróun íslenskrar blaðamennsku, var hinn gamli, pólitíski stimpill horfinn af hinum almennu starfsmönnum á ritstj órnarskrif- stofunum, og nú á dögum geta þeir ráðið sig til starfa að mestu án þess að hugsa um pólitík sjálfra sín, eða viðkomandi blaða. Margir góðir menn hafa rit- stýrt Alþýðublaðinu síðustu ár- in, og eru þjóðkunnir fyrir það og önnur störf. Þegar ég kom ára ■■BraaRaHW aitur að blaðinu, eftir nokkurra ára fjarveru, um það bil, sem gamla vinstri stjórnin var að liðast í sundur, haustið 1958, urðu ritstj órar tveir, við Gísli Astþórsson. Við deildum verk- efnum í miþlu bróðemi og réði ég því, sem var pólitfsks eðlis, hvort sem voru fréttir, greinar eða hinir daglegu leiðarar. Öllu öðru réði Gísli, og gafst þetta samstarf mjög vel. Gísli er meðal færustu blaðamanna þjpðarinn- ar, og meistari í umbroti og upp- setningu, eins og best sást á Al- þýðublaðinu, meðan hann var þaj- Blaðamennskan er spennandi starf fyrir þá, sem eru fyrir bana gerðir. Engir tveir dagar eru eins, og blaðamaðurinn kynnist forystumönnum og mál- efnum samtíðarinnar frá fyrstu hendi, tekur þátt í stórviðburð- um, hvort sem eru eldgos eða þj óðhátíð. Alþýðublaðið hefur átt lit- ríka sögu. Það hefur reynt allt — að vera morgunblað eða síð- degisblað, að vera s^órt eða Htið, að vera rammpólitískt eða ópól- itískt. Þessar tilraunir hafa allar verið hluti af baráttu lyrir til- veru blaðsins, því að fjárhags- legur grundvöllur er auðvitað ekki fyrir 5 dagblöðum á Islandi og jafnaðarmönnum hefur raun- ar alls staðar gengið illa, að halda úti blöðum. Fyrir því eru ýmsar augljósar ást,æður. íslenskt þjóðlíf hefði þó verið fátækara, ef Alþýðublaðið hefði ekki verið til, enda þólt sum umbrot þess hafi þótt takast verr en önnur. Blaðið hefur í 55 ár verið boðberi þjóðfélagslegrar stefnu, sem á sterkan hljóm- grunn meðal Islendinga, og hef- ur haft djúp áhrif á mótun ís- lensks þjóðfélags. Alþýðublaðið hefur ávallt verið harðskeyttur málsvari frelsis og mannhelgi, og því ekki átt upp á pallboiðið hjá einræðishreyfingum Bæði nasistar og kommúnistar hafa á sínum tíma mótmælt opinber- lega við íslensk stjórnvöld skrif- um þeirra jafnaðarmanna, sem sátu í fátæklega búnum skrif- stofum í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu — og börðust fyrir sannfæringu sinni, með hinu beittasta allra vopna, pennanum. Þessi barátta hefur réttlætt allar þær fórnir, sem starfslið og stjórnendur Alþýðublaðsins hafa fært í 55 ár. Þetta er sá arfur, sem nýir blaðamenn, nýir ritstjórar, nýir stjórnendur taka við. Þessum arfi ber þeim að hlúa að, eftir fremsta megni. Benedikt Gröndal.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.