Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 05.11.1974, Blaðsíða 7

Alþýðumaðurinn - 05.11.1974, Blaðsíða 7
— Aðalfundur stangveiðimanna Aðalfundur Landssamb. stang- veiðifélaga var haldinn á Akur- eyri dagana 26. og 27. f. m. Meðal helstu mála, sem rædd voru á þinginu, var leiga á lax- veiðiám til útlendinga. Var al- ger samstaða um að vinna að því að tekið yrði fyrir slíkar leigur, hvort lieldur beint til úi- lendinga eða gegnum svokall- aða umboðsmern. Fundurinn taldi það algera réttlætiskröfu, sem vinna bæri markvisst að, að íslendingar sjálfir sætu fyrir leigu á öllum veiðivötnum. Þetta ber þó enganveginn að skilja þannig, að tekið verði fyrir veiði útlendinga í íslenskum ám, eftir sem áður verði þeim seld veiðileyfi, samkvæmt ákvörðun stjóma hinna ýmsu veiðifélaga, eða skrifstofu Lnadssambands veiðifélaga, enda hlýti viðkom- andi þeim reglum, sem settar eru um varnir gegn smithættu er- lendis frá. Þá samþykkti fundurinn að stuðla að því að gerðar yrðu allar tiltækar varúðarráðstafan- ir í sambandi við mannvirkja- gerð eða aðrar framkvæmdir í námunda við veiðiár og vötn, sem hætta væri á að mengun gæti stafað frá, ennfremur að brýna fyrir veiðimönnum *yrir- mannlega framkomu og góða umgengni á veiðistað. Fundurinn samþykkti að vinna að stóraukinni fiskrækt á vatnasvæðum undir leiðsögn sér menntaðra manna. Sérstakar þakkir voru færðar Eldisstöð- inni í Kollafirði, sem íúsiega hefir sent upplýsingar og fróð- leik til eldisstöðva og áhuga- - ÍÞRÓTTIR Framhald af bls. 2. ið íslandsmeistari með 3. flokk IBV, og íslands- og bikarmeist- ari með 2. flokk ÍBV. Einnig hefur Baldvin, eftir að hann kom norður, orðið bikar- meistari með 1. flokk ÍBA, og var með I. flokks liði ÍBA, sem tapaði fyrir Víking s.l. sumar, en Víkingur varð þá bikarmeist- ari í 1. flokki. Uppáhalds lið Baldvins í ensku knattspyrnunni er Stoke. Hér kemur svo spá Baldvins: Leikir 9. nóvember 1974: Burnley — Birmingham X Carlisle — West Ham 2 Chelsea — Leicester 1 Coventry — Leeds 2 Derby — Q. P. R. 2 Liverpool — Arsenal 1 Luton — Sheffield Utd. 2 Manchester City — Stoke 2 Middlesbro — Newcastle 1 Tottenham — Everton X Wolves — Ipswich X Southampton — W. B. A. 1 manna víðsvegar um landið, en eftir slíku hefir verið leitað, einnig samþykkti fundurinn . að færa Skúla Pálssyni, Laxalóni, þakkir fyrir mjög óeigingjarnt brautryðjandastarf í þágu fisk- ræktar og vonar að frumkvæði hans verði öðrum hvatning til dáða á þessu sviði. Stjórninni voru þökkuð ágæt störf og var hún endurkjörin, hana skipa: Hákon Jóhannsson, Reykjavík, formaður, aðrir í stjórninni eru: Friðrik Sigfús- IVIargt Agli til í 14. tölublaði Alþýðumannsins sem út kom 22. fyrra mánaðar, var lítil ferðasaga, í stórum dráttum, frá ferðalagi Egils Jó- hannssonar og konu hans Mar- grétar, er þau óku Hringvegmn sl.. sumar, einnig sj ómennsku Egils sem síldarskipstjóra, getið lítillega. í framhaldi af þessu hringdi kona ein hér í bæ til blaðsins, og sagði frá hannyrðaverkum Egils, sem að væru mjög merki- leg. Við fórum því á stúfana og heimsóttum hann að Eyrarlnads vegi 12, og var boðið til stofu eftir að hafa borið upp erindi. Þarna- á heimili þeirra hjóna bar margt fallegra handbragða fyrir sjónir, sem að ekki er kannski í frásögur færandi, nema af því að þar hafði karl- maður verið að verki. Borðstofustólar voru þar með útsaumuðum setum og hökum á mjög smekklegan hátt, einnig armstólar með útsaumuðum set- son, Keflavík, Bergur Arnbjörns son, Akranesi, Gunnar Bjarna- son, Reykjavík, og Birgir J. Jó- hannsson, Reykjavík. Gestir fundarins voru Þór Guðjónsson véiðimálastjóri og Arni Jónasson formaður veiði- málanefndar. Fundarstjóra, Gunnari Arna- syni, og fundarriturum, Krist- jáni P. Guðmundssyni og Skúla Jónassyni, voru þökkuð góð störf. er lista um, bökum og örmum, fallegar myndir á veggjum, og púðar allskonar, allt mjög haglega gert, með aðstoð frú Margrétar í sumum tilfellum. Verk „meist- arans“, og varla hægt að ímynda sér að þarna hetðu „hrjúfar“ sjómannshendur íarið um, með nál og spotta. \ Við spurðum Egi! um aðdrag- anda þessarar vinnu hans, og sagði hann að á árunum 1928— 1930 hefði hann átt við veik- indi að stríða og legið rúmfast- ur um tíma, og ekkert vitað hvað hann átti að gera við hend urnar á sér. Þá hefði sér dcttið þetta í hug, og væri þetta nú ár- angur þess, og allt fram á þenn- an dag hefði hann verið að dunda við þessar hannjrðir sín- ar. Myndin sem hér fylgir með, er af borðstofustólum Egils, og hefði að sjálfsögðu notið sín betur í lit, en því verður ekki við komið. Nýkjörin stjórn Alþýðuflokksfélags Olafsfjarðar. Fundur Alþýðu- flokksfélags Ólafsfjarðar Sl. föstudagskvöld var haldinn fundur í Alþýðuflokksfélagi Ólafsfjarðar. Starfsemi félags- ins hefur legið niðri um tíma, og var því komið saman, kosin ný stjórn, og fulltrúi á þing Al- þýðuflokksins, sem haldið verð- ur dagana 15.—17. nóv. n.k. Ejörinn var Sigurður Jóhanns- son til að sitja þingið og Sæ- mundur P. Jónsson til vara. Stjórn félagsins skipa nú eft- irtaldir menn: Formaður Sigurður Jóhannsson Varaform. Einar Gestsson Ritari Árni Sæmundsson Gjaldkeri Jón Steinsson Varastjórn: Sigurður Ring- sted, Sigtryggur V. Jónsson og Sigurður Kristjánsson. Mikill hugur ríkti í mönnum á fundinum, og var margt rætt, og þar á meðal að efla starfsemi Alþýðuflokksins í Ólafsfirði, því að þar væri mikill grundvöllur fyrir jafnaðarstefnuna. Gestir fundarins voru Bragi Sigurjónsson og Hjörleifur Hall gríms frá Akureyri. Kraftlyftingar Kraftlyftingamót var haldið frægir menn í lyftingum. hér í Iþróttaskemmunni um s. 1. Urslit urðu sem hér segir: helgi, og kepptu þar margir Hnébeygja Bekkpressa RéttstöSulyfta Samtals Freyr ASalseinsson, Ak. .. 110 kg GuSm. Svanlaugsson, Ak. 100 kg Hjörtur Gíslsaon, Ak.... 145 kg Skúli Óskarsson, UÍA .. 225 kg Grétar Kjartansson, Ak. 160 kg FriSrik Jósepsson, Vm. 230 kg Óskar Sigurpálsson, Rvík. 287,5 kg Þetta mun vera ágætur árang- ur hjá lyftingamönnunum, og má nefna sem dæmi að Hjörtur Gíslason, Ak., setti Akureyrar- met utan keppni með því að lyfta 210.5 kg í réttstöðulyftu, og eru árangrar hans jafnvel taldir á heimsmælikvarða mið- að við þann þyngdarflokk sem að hann er í. Skúli setur sex ísl. met með því að byrja með 260 kg í rétt- stöðulyftu og samtlas þá 610 kg, síðan lyftir hann 270 kg í rétt- stöðul. sem verða þá 620 kg og síðast 280 kg í réttstl. sem gera 80 kg 160 kg 350 kg 67,5 kg 180 kg 347,5 kg 85 kg 205 kg 435 kg 125 kg 280 kg ísl. met 630 kg 125 kg 220 kgAk.met 505 kg 152.5 kg 262.5 kg 642.5 kg ísl. met 160 kg 307,5 kg ísl. met 755 kg 630 kg. ísl. metið alltaf bætt í öllum tilraunum. Akureyringarnir stóðu sig vel allir miðað við sína þyngdar- flokka og ef tekið er tillit til þess að þarna eru þeir í fyrsta skifti í keppni. Þeir hafa æft ágætlega sl. eitt ár, og verið að jafnaði um 10 menn á æfingu. Árni Þór Helgason varð Norð urlandameistari unglinga í lyft- ingum, á móti, sem fram fór í Danmörku um helgina. Ámi snaraði 120 kg og jafnhenti 150 kg., alls 270 kg. Gústaf Agnars- son hlaut þennan titil fyrir 2 árum. ALÞÝÐUMAÐURINN - 7

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.