Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 05.11.1974, Blaðsíða 5

Alþýðumaðurinn - 05.11.1974, Blaðsíða 5
Vetrafáætluii millilandaflugs F.l. og Loftleiða Vetraráætlun millilandaflugs Flugfélags Islands og Loftleiða, hófst hinn 1. nóvember sl., og gildir til 31. mars 1975. í stór- um dráttum verður áætlunin svipuð og s. 1. vetur, og sömu flugvélategundir nýttar til flugs- ins. Alls verða 37 viðkomur er- lendis í viku hverri, þar af níu í Bandaríkjunum og 28 í Evr- ópu. Til New York verða ferðir alla daga vikunnar og aukaferð- ir um jól og nýár. Til Chicago verður flogið tvisvar í viku, mánudaga og föstudaga, nema á tímabilinu frá 1. nóvember til 9. desember, og frá 20. janúar til 28. febrúar, en þá munu Chic- ago-farþegar ferðast um New York. Áætlunarflugferðir til ákvörð- unarstaða í Evrópu verða sem hér segir: Til Kaupmannahafnar verður flogið alla daga vikunn- ar, til Osló þrisvar í viku, á mánudögum, föstudögum og sunnudögum, og til Stokkhólms tvisvar í viku, á mánudögum og föstudögum. Til Færeyja verður flogið á sunnudögurn með þrott- för frá Reykjavíkurflugvelli kl. 12 á hádegi. Til Luxemborgar verðar níu vikulegar ferðir, nema á því tímabili, sem flug fellur niður lil Cicago. Þá verður flogið dag- lega. Jafnframt verða væntan- lega aukaferðir til Luxemboig- ar um jól og nýár. Til Glasgow verða fjórar ferðir í viku, á mánudögum, miðvikudögum, föstudögum og laugardögum, og til Lundúna tvisvar í viku, á þriðjudögum og laugardögum. Auk þess flýg- ur breska flugfélagið British Air- ways milli Islands og Lundúna á sunnudögum. Með tilkomu vetraráætlunar aukast möguleikar á vöruftutn- ingirm milli landa með flugvél- um félaganna, og í því sambandi hafa verið teknar ákvarðanir um meira vörurýrni til þess, að anna sívaxandi eftirspurn. Auk áætlunarflugs til ofan greindra staða, munu þotur fé- laganna fara fjöida leiguflug- ferða til Kanaríeyja, en sifellt fleiri kjósa að fara í vetrarorlof til sólarlanda. Flugvélakostur félaganna til millilandaflugs, mun verða tvær þotur af gerðinni DC-8, tvær Boeing 727 og til Færeyja verð- ur flogið með Fokker Friend- ship skrúfuþotum. DC-8 Super 63, leigð til Cargolux Flugleiðir hf., hafa leigt Cargo- lux eina af þotunum DC-8 Super 63, með áhöfnum, og verður hún notuð til vöruflutninga á milli Luxemborgar og Hong Kong fram í miðjan desember n. k., og verða farnar þrjár f®rðir i viku. Flugleiðin austur til Hong Kong er um Beirut, Dubai og Bankok í Thailandi, og flugtím- inn um 17 klst. Rekstur Cargolux gengur til- tölulega vel, þótt félagið haíi ekki farið varhluta af örðug- leikum, vegna mikillar hækkun- ar á eldsneyti. Verkefnin eru mörg og marg breytileg, t. d. er nú flogið viku- lega með vörur milli Evrópu Heyrt, SJÁLFSTÆÐISHÚSIÐ Að venju var haldinn dansleik- ur í Sj álfstæðishúsinu fyrsta vetrardag s. 1., og er það í sjálfu sér engin sérstök frétt. Þetta kvöld notar margt fólk til að gera sér dagamun, með því að menn bjóða gjarnan eigin- konu eða unnustu út að borða, og svo er svifið í dansinn eftir góða máltíð. Tilefni þessara skrifa er það, að þar sem Sjálf- stæðishúsið hefur orðið fyrir dá- litlu aðkasti í blöðum nú í haust, þá þykir okkur ekki síður ástæða til þess að geta þess, sem vel er gert, og á Sjálfstæðishúsið þakk- ir skyldar, fyrir virkilega góðan mat, og vel fram reiddan þetta umrædda kvöld. Þetta var ánægjulegt kvöld, og margir voru þeir, sem nutu jijónustu hússins, og góðrar tónlistar fyrir dansi, að venju. LÓDIR VIÐLAGASJÓÐS- HÚSANNA I Alþýðumanninum 22. októ- ber sl., bentum við á slæma um- hirðu á lóðum Viðlagasjóðshús- anna hér í bæ. Nú hefur það skeð, að verið er að vinna við lóðirnar, og að- allega þá verið að bera möl of- an í innkeyrslur og gangstíga meðfram húsunum, því það hvað orðið svo rammt að, að varla var hægt orðið að kom- ast inn í húsin, öðruvísi en vaða drulluna, liggur við í ökla, þegar að þannig viðraði. Einnig eru þarna skurðir, sem grafnir hafa verið sitt á hvað við húsin, og eru stór- hættulegir börnum og öðrum vegfarendum, þá sérstaklega í myrkri. Okkur hefur verið tjáð, og Lagos í Nígeríu og þrisvar í viku til Lusaka í Zambíu, og fyrir nokkru stigu flugliðar Cargolux á sovéska grund, er þeir fóru fjórar leiguferðir fyrir Air Indía milli Moskvu og Nýju Delhí. Fragtin var rússneskt kynbóta- fé, alls 1600 sauðkindur. Sölukerfi Cargolux nær til fjarlægra landa víðg um heim, spurt, að ekki hafi legið alveg ljóst fyrir fram að þessu, hver hafi átt að sjá um þessar framkvæmd ir, en hvað um það, „hálfnað verk þá hafið er“ stendur ein- hvers staðar, og vel er þeim sem gerir. Norðurverk er að keyra mölinni og jafna úr henni, en eftir þeim upplýsingum sem að við fengum, þá var sá aðili ekki beðinn um að moka ofan í skurðina, a. m. k. ekki í upphaf- legu samtali um verkið, og væri ekki úr vegi að hugsa nú hressi- lega til skurðanna í leiðinni. NÝ SÍMANÚMER Frá og með sl. mánudags- morgni (í gær) eru tekin í notkun símanúmerin nýju, sem búið er að vinna við uppsetn- ingu á í rúmt ár. Númer þessi eru á bilinu 11500 til og með 12499, og breytast þau þannig að t. d. 11500 verður 23500 og 12499 verður 23499, o. s. frv. Mörgum hefur þótt óþægilegt að þurfa að fletta tveimur síma- skrám fram að þessu, en nu er sem sagt úr því bætt, og íólk getur látið það eftir sér, að henda gömlu símaskránni (við- bótarskránni). LÉLEGT SJÓNVARP Að undanförnu hefur sjón- varpið hér á Akureyri verið með eindæmum lélegt, hvað út- sendingar snertir, og hafa þulir sjónvarpsins keppsl um að segja okkur það, að þetta stafi af truflunum frá erlendum sjón- varpsstöðvum. Þetta hefur gengið svo langt, að ekkert hefur verið fyrir sjón- varpsáhorfendur hér á Akureyri og hafa dótturfyrirtæki verið stofnuð í Hong Kong og Tckyc. Sölumann eða skrifstofu hef- ur félagið og í Seoul í Suður- Kóreu, Singapore og Bangkok. Starfsmenn eru nú rúmlega 240, þar af 100 í viðgerða- og við- haldsdeildinni á I.uxemborgar- flugvelli, og allt að 80 á skrif- stofum félagsins. Aðalskrifstofan er á Luxern- að gera annað en loka fyrir, en að „sjálfsögðu“ að borga fullt afnotagjald samt sem áður. Skyldi ekki eitthvað vera til úrbóta, og hvers vegna er ekk- ert að gert? Er það kannski af því að þetta er RÍKISSTOFNUN, EIN- OKUN? Annað er það líka sem að á mætti minnast, en það er fjöldi óska um að textar við viðtöl að leikjum loknum í ensku knatt- spyrnunni séu þýddir. Fyrir nokkru birtist á forsíðu Alþýðumannsins rammagrein undir fyrirsögninni, „HVAÐ VELDUR“, og innihald greinar- innar var spurning um þetta efni. Blaðið var sent sjónvarp- inu og íþróttaþætti sjónvarps- ins, en ekki vitum við til þess að því hafi verið svarað. Við spyrjum aftur „HVAÐ VELDUR“. Er svarið kannski RÍKISSTOFNUN, EINOKUN? BREKKUBÚI SKRIFAR Mig langar að beina þeirri spurningu til bæj aryfirvaldá, hvenær að við sem búum á Ytri- Brekkunni megum eiga von á því, að gangstígurinn við sunn- anverðan Hamarstíg verði gerð ur göngufær (malbikaður) ? Eins og allír vita hefur verið gert mjög myndarlegt átak í gatnagerðarmálum hér í bæ, og allt útlit er fyrir, að þar eigi ekki að slá slöku við í framtíð- inni, og er það bæj aryfirvöld- um til sóma, og bæjarbúum og ferðafólki til yndis og ánægju. Nú er það svo, að t. d. í rign- ingu og votviðri er enganveginn hægt að ganga gangstíginn eins og hann er núna, sökum aur- þorgarflugvelli og þar er félagið nú að byggja stórt og mikið flugskýli, sem verður tilbúið í janúar næsta ár. Verður það 9405 fermetrar að stærð, og getur rúmað tva;r stórar DC-8 þotur. Einnig verð- ur þar til húsa viðhaldsdeildin og önnur starfsemi félagsins á annarri og þriðju hæð bygging- arinnar. leðju, og verður fólk því að ganga á götunni, sem getur ver- ið hættulegt vegna umferðar. Einnig er þetta sennilega önnur mesta umferðargata gangandi fólks, á leið ofan af brekkunni, á leið í bæinn. Og aftur er spurt, hvenær fáum við malbik- að við ILuparstíg? FYRIRSPURN Blaðið hefur verið beðið að koma þeirri fyrirspurn á fram- færi, og Menntamálaráðherra upplýsi, hvað nefnd sú hafi fengið í þóknun, sem setti sam- an nýja reglugerð um stafsetn- ingu, og hvað muni kosta, að gefa allar kennslubækur út á ný í sámræmi við það? Auglýsinga- simi \M er 1-13-99 á_____________ séð, hlerað ALÞÝÐUMAÐURINN - 5

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.