Hugur - 01.01.1991, Síða 8

Hugur - 01.01.1991, Síða 8
6 Atli Harðarson HUGUR brigðhyggjukenninga úr lausu lofti gripnar. Menn geta þá velt því fyrir sér hvemig best sé að lifa lífinu óhræddir við allar langsóttar frumspekikenningar um slík og þvílík efni. En hvað er þá frjáls vilji? Frelsishugtakið er þekktast af stjóm- spekilegum umræðum. Þar tala menn um málfrelsi, atvinnufrelsi, ferðafrelsi og svo framvegis. Með þessu frelsistali er yfirleitt átt við sjálfræði einstaklinganna. Menn njóta málfrelsis ef þeir ráða sjálfir hvað þeir segja, atvinnufrelsis ef þeir ráða sjálfir hvað þeir taka sér fyrir hendur og ferðafrelsis ef þeir ráða sjálfir hvert þeir fara. Að vera frjáls í þessum hversdagslega skilningi er það sama og að ráða sér sjálfur. Getum við heimfært þennan skilning frelsishugtaksins upp á notkun þess í spurningunni: „Hafa menn frjálsan vilja?" Áður en við reynum það er líklega best að við áttum okkur svolítið á hvað spumingin þýðir. Þegar talað er um frjálsan vilja getur tæpast verið átt við að viljinn ráði sér sjálfur enda er vandséð hvaða merkingu það hefur að segja að vilji manns ráði sér sjálfur. Helst væri hægt að skilja slíkt tal svo að viljinn sé einhvers konar einstaklingur sem býr inni í mönnum og stjórnar þeim. Slík hugmynd er vitaskuld fráleit. Vilji manns er ekki sjálfstæður veruleiki heldur sértekning af vitundarlífi hans og athöfnum. Vilji minn er ekki aðgreindur frá ákvörðunum mínum, viðleitni og gildismati neitt frekar en hegðun mín er aðgreind frá gerðum mínum, látæði og talanda. Hafi tal um frjálsan vilja einhverja merkingu þá hlýtur það að þýða að menn ráði sjálfir hvað þeir vilja en ekki að vilji þeirra ráði sjálfur hvað hann gerir. En hvað þýðir það að einhver ráði sjálfur hvað hann vill? Til að svara þessari spurningu þurfum við að gera okkur grein fyrir því að þegar sagt er að maður ráði einhverju sjálfur þá er átt við að hann geti haft það eins og hann vill. Ráði ég til dæmis sjálfur hvort ég horfi á sjónvarpið í kvöld þá fer það hvort ég sest fyrir framan það eða ekki að einhverju leyti eftir því hvort ég vil heldur. Hvemig er hægt að fá vit í þá hugmynd að menn ráði sjálfir hvað þeir vilja? Menn ráða einhverju ef (og aðeins ef) þeir geta haft það eins og þeir vilja. Hljóta menn þá ekki að ráða hvað þeir vilja ef þeir geta viljað það sem þeir vilja? Þessi spurning virðist vera hrein og klár endaleysa.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.