Heimilið og KRON - 01.01.1938, Blaðsíða 5

Heimilið og KRON - 01.01.1938, Blaðsíða 5
HEIMILIÐ OG KRON kvæmni um hiö þýðingarmikla eftirlit meö útsölustööunum. Skal ekki farið nánar út í þá hlið málsins að þessu sinni, en vísað til greinar, er um það fjallar, í 11.—12. tbl. „Heima“ 1937. Skerjafjörður og Sandgerði. Áður en horfið er frá matvöruverzluninni og þeim verkefnum í sambandi við hana, sem ýmist eru leyst eða krefjast bráðrar lausnar, þá skal að lokum minnzt á útsölu- staðina í Skerjafirði og Sandgerði. Á báð- um þessum stöðum er húsakostur félagsins með öllu ófullnægjandi, enda hefir nú að undanförnu verið unnið þar að undirbún- ingi um byggingu nýrra verzlunarhúsa, sem ekki stæðu öðrum að baki. Upphaflega var svo til ætlazt, að þessar byggingar yrðu reistar nú fyrir haustið, en vegna ýmsra ófyrirsjáanlegra atvika og hindrana, hefir það ekki verið hægt. Mál- inu verður þó fullur gaumur gefinn áfram og fært til framkvæmda og fullnaðarlausn- ar strax og tækifæri gefast, sem vonandi verður innan skamms tíma. Önnur viðfangsefni. — Vefnaðarvöru- og búsáhaldabúð við Lækjartorg. — Skóverzl- un er aðkallandi nauðsyn. Hér að framan hefir verið gefið nokkurt yfirlit um matvöruverzlunina, þessa grein viðskiptanna, sem pöntunarfélögin og síðar Kron hafa lagt mesta rækt við og dýpst sporin hefir markað á sigurgöngu neytendasamtakanna í Reykjavík og ná- grenni að undanförnu. Nú skal vikið að öðrum þáttum í starfsemt Kaupfélagsins, sem þegar er farið að gæta allverulega, þótt mikið skorti á ennþá, að þeir hafi jafn mikla almenna þýðingu. Á miðju sumri 1936 byrjaöi Pöntunarfélag verkamanna verzlun með vefnaðarvörur, á- samt nokkru af búsáhöldum og glervöru, í búð þeirri, sem Kron hefir nú — eingöngu fyrir vefnaðarvörur — í Alþýðuhúsinu. — *--------—---------— ■— -i HEIMILIÐ OG KRON | Útgefandi: 1 Kaupfélag Reykjavihur og nágrennis. 1 Ábyrgðarmaður: Guðm. Tryggvason. Afgreiðsla: Skólavörðustíg 12. — Sími 1727. Áritun: „Heimilið og Kron“, Skólav.st. 12. ! Blaðið er sent ókeypis til allra félagsmanna. 1 Prentsmiðjan Edda h.f. ------------------------------------------ Þessari verzlun hefir frá því fyrsta verið sniðinn alltof þröngur stakkur hvað hús- næði snertir. — Að sjálfsögðu var til mikilla bóta að rýma búsáhöldum og gler- vöru úr Alþýðuhúsinu og flytja í hina snotru og viðfeldnu búð í Bankastræti 2, en þó er fjarri, að viðunandi sé ennþá. Vefnaðarvaran þarf stærri búð, sem bæði er hentugri að fyrirkomulagi og á aðgengi- legri stað í bænum. Svo er einnig heppilegt að hafa glervöruna og búsáhöld á sama stað, því þannig notast betur að vinnuafli afgreiðslufólksins. Þetta hefir stjórn félags- ins frá upphafi verið ljóst. Hitt er aftur á móti auðskilið mál, að ekki verður allt gert í einu, og að eitthvað af hinum mörgu verk- efnum verður að sitja á hakanum, meðan verið er að ljúka öðrum og safna kröftum til nýrra átaka. Þó er nú skammt að bíða framkvæmda í þessu efni. Kaupfélagið er búið að semja um leigu á sölubúð í Lækjar. torgi 1 (áður eign Páls Stefánssonar — nú Útvegsbankans). Er nú unnið af kappi að breytingum á húsinu og verður því verki sennilega lokið um næstu áramót. Þarna gefst Kaupfélaginu í fyrsta sinn kostur á hentugu og nægjanlega miklu húsnæði fyrir vefnaðarvörur, búsáhöld og glervörur — allt á sama stað, og auk þess rétt við aðal verzlunargötu bæjarins. Ennþá er óákveðið, til hvers búðin í Al- þýðuhúsinu verður notuð framvegis, en aftur á móti er ráðgert að byrja skóverzlun í búðinni við Bankastræti 2 (þar sem gler- 5

x

Heimilið og KRON

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilið og KRON
https://timarit.is/publication/609

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.