Heimilið og KRON - 01.01.1938, Blaðsíða 8

Heimilið og KRON - 01.01.1938, Blaðsíða 8
HEIMILIÐ OG KRON Blaðaútgáfa Kaupfélagsins Á síðastliðnu vori ákvað stjórn Kaupfé- lagsins að hætta útgáfu „Heima“ um stund- arsakir. Þetta ber ekki að skilja á þann veg, að hugmyndinni um vandað mánaðarblað, um neytendamál og önnur efni, til fróðleiks og dægrastyttingar, hafi þar með verið varpað fyrir borð. Vafalaust saknar fjöldi félags- manna þessa snotra og viðfeldna blaðs, er færði heimilunum fréttir og fróðleik, mynd- ir og önnur viðfangsefni til gagns og á- nægju, í mánuði hverjum, og bíða með ó- þreyju eftir þeim tíðindum, að það komi til þeirra á ný. Dráttur sá, sem orðið hefir á útkomu blaðsins, er líka eingöngu af þeirri ástæðu, að fyrst og fremst er nauðsynlegt að finna þann grundvöll, er skapi því örugga fjár- töku í slíkri fræðslu, má gera ráð fyrir að ekki verði unnt að taka samtímis á móti konum úr öllum deildum félagsins hér í bænum til sýnikennslu eða verklegra æf- inga. Hugsanlegt er, að fyrirlestrar verði haldnir við og við í svo stóru húsnæði, að boða mætti til öllum félagskonum í einu. Verklegu kennslunni væri líklega hyggileg- ast að haga þannig, að námsskeið væru fyrir hverja deild um sig, og tækju fulltrú- arnir að sér að þreifa fyrir sér um þátt- tökuna. Hér að framan er eingöngu talað um Reykjavík. Það liggur þó í hlutarins eðli, að félagið verður að leitast við eftir megni, að fullnægja fræðsluþrá félagsmanna, hvar sem er á félagssvæðinu. En það væri ekki óeðlilegt, að Reykjavík riði á vaðið, og tæki að sér að berjast við byrjunarörðugleikana og miðla síðan öðrum af reynslu sinni. Að lokum skal á það bent, að þó hingað til hafi aðeins verið gerð hér tilraun með hagslega möguleika, til að bera útgáfu- kostnaðinn að mestu eða öllu af eigin ram- leik, með áskriftagjöldum kaupendanna. Þegar viðunandi lausn er fundin á því máli, mun það hefja göngu sína á nýjan leik. Þessu blaði er aðallega ætlað það hlutverk, að koma í stað bréflegra tilkynn- inga, vera fljótvirkur tengiliður milli stjórnar, fulltrúa og félagsmanna, og kemur út þegar tilefni gefast. Félagsmennirnir sjálfir, fulltrúar og starfsmenn, munu skrifa það. Útgáfan verður ódýr, og þótt það geti alls ekki komið i staðinn fyrir fjölbreytt og vandað heim- ilisblað, má gera ráð fyrir að það reynist notadrjúgur liðsauki í baráttunni fyrir bættum hag neytendanna í Reykjavík og nágrenni. námshópa um söguleg, hagfræðileg og fé- lagsleg viðfangsefni, þá fer því fjarri, að þetta séu þau einu viðfangsefni, sem safna megi námshópum um. í öðrum löndum, þar sem námshópastarfið hefir margra ára reynslu að baki, er það engu sjaldgæfara, að námshóparnir taki til meðferðar allt önnur námsefni, svo sem móðurmálið, er- lend tungumál, reikningsfærslu, lestur bók_ mennta, hjálp í viðlögum, handavinnu, o. s. frv. Hvert sem viðfangsefnið er, getur námshópurinn stundað nám sitt þannig, að það sé bein æfing í því að vinna saman. Hinn félagslegi blær, sem ávallt hvílir yfir námshópum, sé réttum tökum á efni tekið, réttlætir fyllilega stuðning neytendasam- vinnufélags við slíka menntastarfsemi. Eg efast því ekki um, að ykkur verður öllum vel tekið, félagar góðir, ef þið leitið aðstoð- ar Kron við starfrækslu námshringa, hvert svo sem námsefnið er. Stþ. Guðmundsson. 8

x

Heimilið og KRON

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilið og KRON
https://timarit.is/publication/609

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.