Heimilið og KRON - 01.01.1938, Blaðsíða 6

Heimilið og KRON - 01.01.1938, Blaðsíða 6
HEIMILIÐ OG KRON Hvernig er hún, konan, sem skiptir við Kaupfélagið? Er það konan, sem alltaf verzlar í næstu búð? Er það konan, sem aldrei veit, hve miklu hún eyðir til heimilisins, né hverju hún má eyða? Er það konan, sem alveg er sama, hvað hún fær, ef það aðeins er dýrara en það,sem nágrannakonan getur veitt sér? Er það konan, sem aldrei hefir þurft að vinna fyrir sér, en ætíð hefir sótt fé sitt í annarra vasa? Er það þessi „gerið-svo-vel-og-skrifið- það-hjá-manninum-mínum“ frú, sem búð- arfólkið þekkir svo vel, kona mannsins, sem innheimtumennirnir elta á röndum? Nei. Konan, sem skiptir við Kaupfélagið, þekkir hlutina af eigin reynslu og veit, hvers virði þeir eru. Hún veit í hvert sinn, hverju hún má eyða og eyðir aðeins því, og hún veit líka, hvar hún fær mesta og bezta vöru fyrir fé sitt. Konan, sem skiptir við Kaupfélagið, veit af langri reynslu sinni í að fara með peninga og verja þeim skyn- samlega, að hver króna, sem spöruð er, verður jafngild hinni, sem unnið er fyrir. Hún veit líka, að það kemur að skuldadög- unum, þótt hægt sé að fá frest á þeim í bili, með því að láta skrifa úttektina. Og þessi kona veit meira. Hún veit það, að með því að skipta við Kaupfélagið, er hún að byggja upp sitt eigið fyrirtæki og ann- arra, sem hafa sömu þörf og hún fyrir að gera hagkvæm innkaup, og sama skilning og hún á því valdi, sem húsmóður er fengið í hendur, þegar hún kaupir til heimilis síns. Hún veit það, að Kaupfélagið verður henn- ar bezta vígi gegn of háu vöruverði og hvers konar kúgun, sem af þvi leiðir. Hún veit, að með öflugu og góðu kaupfélagi nær hún beztum árangri í hagsmunabaráttunni fyrir heimili sitt. Konan, sem skiptir við Kaupfélagið hugs- ar. Hún skilur, hvernig hún getur aukið fé það, sem hún hefir yfir að ráða, og hverja þýðingu aðstaða hennar hefir fyrir hana sjálfa, heimili hennar og samfélagsmenn. varan er nú), og þá jafnframt í hinu ný- keypta, ágæta verzlunarhúsi í Hafnarfirði. Samvinnufélögin verða að fá innflutning á öllum nauðsynjavörum eftir félags- mannatölu. Nú kynni margur að spyrja, hvort ekki væri í fullmikið ráðist á tímum gjaldeyris- vandræða og innflutningstakmarkana. — Þessu verður ekki svarað nema á einn veg: Þrátt fyrir öll innflutningshöft, hlýtur Kaupfélagið að fá vörur a. m. k. samsvar- andi þeim húsakosti, sem frá er skýrt hér að framan, þegar hin sjálfsagða og rétt- mœta krafa um innflutning í hlutfalli við félagsmannatölu er að fullu viðurkennd. Þá gefast tœkifœri til áframhaldandi bar- áttu við dýrtíðina. Þá lœkkar álagningin á vefnaðarvörur, skófatnað, glervörur, bús- áhöld og aðrar nauðsynjavörur, alveg á sama hátt og álagning á matvörur hefir nú þegar lœkkað um meira en helming fyrir atbeina og áhrif Kaupfélagsins. Til að fá þvi framgengt, þurfa félagsstjórn og félags- menn að leggjast á eitt og beita til þess öll- um krafti samtakanna. 6

x

Heimilið og KRON

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilið og KRON
https://timarit.is/publication/609

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.