Heimilið og KRON - 01.01.1938, Blaðsíða 3

Heimilið og KRON - 01.01.1938, Blaðsíða 3
HEIMILIÐ OG KRON Framkvæmdir Kron á árinu Hreinlæti og góð afgreiösla er krafa neytendanna. Allt frá stofnun fyrstu pöntunarfélag- anna í Reykjavík og nágrenni, hefir það verið matvöruverzlunin, sem langmest á- herzla hefir verið lögð á að auka og full- komna. í stað ófullkominna og óvistlegra húsakynna, sem pöntunarfélögin notuðust við á frumbýlingsárum sínum, eru nú komnar margar nýtízku matvörubúðir, sem standast fyllilega samanburð við erlendar fyrirmyndarverzlanir um hentugt fyrir. komulag, hreinlæti og smekkvísi. Matvöruálagningin hefir lækkaö um meira en helming. í fyrstu gætti verðlagsáhrifa pöntunarfé- laganna ekki að neinu ráði utan þeirra eig- in vébanda, og vöruverð kaupmannaverzl- ana var svo miklu hærra, að engin furða var, þótt það vekti almenna athygli. — Þegar félögunum óx fiskur um hrygg og einkum eftir sameiningu þeirra með stofn- un P. V. R. og síðar Kron, fóru kaupmenn- irnir að fá alvarlegan beig af þessari sam- keppni og sýna þess áþreifanlega vott, með því að lækka sitt eigið vöruverð. Sem dæmi um þetta undanhald kaupmannanna, er það, að meðalálagning í Reykjavík á 8 helztu matvörutegundum — í heildsölu og smásölu — var árið 1936 59%; árið 1937 48% og í des. 1937 28% (sbr. ársskýrslu fé- lagsins 1937). Kaupmenn fljóta í kjölfar Kaupfélagsins. Þannig hafa kaupmannaverzlanirnar, hver á fætur annarri, eftir því sem hylli Kaupfélagsins og máttur hefir aukizt, gengið til viðurkenningar á því, að það er ekki nema um tvennt að gera: tapa viðskiptamönnunum að mestu eða öllu til Kaupfélagsins, eða færa sitt eigið vöruverð til svo mikils samræmis við það, að munurinn sé a. m. k. ekki mjög á- berandi. Þann síðari kost hafa flestir mat- vörukaupmenn valið, og sannar það um leið hvílíka geisi-þýðingu Kaupfélagið er farið að hafa, ekki einasta fyrir sína félagsmenn, heldur og alla neytendur í Reykjavík og ná_ grenni. Markviss stefna. Þó að Kaupfélagið væri þannig búið að ná miklum og góðum árangri um síðustu áramót, má enginn ætla, að möguleikarnir um betri útkomu, hagfelldara dreifingar- fyrirkomulag, hentugri húsakost o. s. frv., hafi þar með verið tæmdir. Það er öðru nær. Og það einkennir fyrst og fremst stefnu Kaupfélagsins á þeim hluta ársins, sem lið- inn er, að það hefir, þrátt fyrir fjölda ann- ara aðkallandi verkefna, viljað festa sig í sessi, færa í betra horf og fullkomna þau viðfangsefni, sem áður var byrjað á að framkvæma. — Með hliðsjón af þessu ber að dæma um flestar þær framkvæmdir, sem stjórn félagsins hefir ráðizt í nú að undan- förnu. 3

x

Heimilið og KRON

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilið og KRON
https://timarit.is/publication/609

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.