Heimilið og KRON - 01.01.1938, Blaðsíða 7

Heimilið og KRON - 01.01.1938, Blaðsíða 7
HEIMILIÐ OG KBON Fræðslustarfsemi Kron Eitt af viðfangsefnum neytendafélaganna er það, að auka andlegan þroska félags- manna og gefa þeim kost á að afla sér þekkingar. Kron hefir frá upphafi vega haft opin augun fyrir skyldum sínum á þessu sviði. Síðastliöinn vetur var haldið uppi fræðsluhringastarfsemi og til með- ferðar tekin ýms viðfangsefni, sem vænleg þóttu til að þroska félagslega skapgerð, efla samúð og skilning á stefnu og starfsháttum neytendafélaga og fræða félagsmenn um árangurinn af starfsemi samvinnufélags- skaparins,bæði hér á landi og annarsstaðar. Kron réði leiðbeinanda, til að stjórna þess- um námshringjum, lagði þeim til húsnæði, og hefir þegar stofnað vísi að bókasafni til afnota við þetta fræðslustarf. Á aðalfundi félagsins síðastl. vor, var samþ. áskorun til stjórnarinnar um áfram- haldandi stuðning við fræðslustarfsemina, og sérstaklega vakin athygli á nauðsyn þess, að láta húsmæðrum innan félagsins í té hagnýta og vekjandi fræðslu. Sennilega tekur stjórnin málið til athugunar mjög bráðlega, og fellzt vonandi á að veita fræðslustarfinu samskonar stuðning á næsta vetri, eins og í fyrra. Þ. e. a. s. leggja til húsnæði og kennara eða leiðbeinanda við námshringana. Aftur á móti er vafa- samt, hvort að þessu sinni á að ráðast í að raða niður ákveðnum viðfangsefnum fyrir námshringana, heldur láta væntanlega þátttakendur hafa frjálst val um það. Eins og félagsmönnum er kunnugt, veltur árangur námshringafræðslunnar aðallega á því, að í hópana veljist fólk samhuga, og helzt ekki með öllu ókunnugt. Ef þú því, félagi góður, hefir hug á að nema eitthvert ákveðið fræðsluefni, þá svipast þú um með_ al vina þinna og kunningja, eftir fólki, sem fáanlegt væri til að taka efnið til meðferð- ar. Gangi þér illa að finna samferðafólk geturðu snúið þér til skrifstofu „Kron“, til þess að fá að vita, hvort þar hafi nokkrir sagt til sín, er samleið geti átt með þér um áhugamál þin. Þegar fengið er nægilega margt fólk til þess að mynda námshóp eða leshring, mun skrifstofa Kron sjá um það, að útvega leiöbeinanda, til að stjórna störf- um námshópsins, viða að bókakosti og leggja ráð á um verkaskiptingu innan hóps- ins og meðferð efnisins í einu og öllu. Þó að ekki verði samin ákveðin starfsskrá fyrir námshringastarfsemina, ber ekki að skoða það svo, að félagsfólkinu verði synjað um alla aðstoð við val og ákvörðun náms- efnisins. Þess er ekki að vænta, að almenn- ingur hér sé því vaxinn, að ákveða aðstoð- arlaust námsefni og velja sér samverka- menn. Það stendur því að sjálfsögðu öllu félagsfólki opið, að ræða við skrifstofu fé- lagsins um þessi efni, hversu áttavillt sem það kann að vera, um val fræðsluefnis og útvegun samherja í námshópinn. Með að- stoð skrifstofunnar ætti að vera hægt að ráða svo fram úr þessum málum, að hver maður, sem í brjósti ber ákveðna fræðslu- þrá, geti fengið þeirri þrá sinni fullnægt við sjálfsnám I hópi annarra, sem hneigjast að svipuðum viðfangsefnum. í sambandi við áðurnefnda samþykkt að- alfundar, má búast við, að sérstakur undi- búningur verði hafinn að húsmæðra- fræðslu. Er þar um svo yfirgripsmikið verk- efni að ræða, að varla er þess að vænta, að þegar í byrjun verði hægt að fullnægja þörfum og eftirspurn allra félagskvenna. En sjálfsagt er að hefjast handa. Ef að lík- um ræður um eftirspurn kvenna eftir þátt_ 7

x

Heimilið og KRON

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilið og KRON
https://timarit.is/publication/609

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.