Heimilið og KRON - 01.01.1938, Blaðsíða 9

Heimilið og KRON - 01.01.1938, Blaðsíða 9
HEIMILIÐ OG KRON Innlánsdeild við Kaupfélagið Mér var það óblandin ánægja, er ég sá, að stjórn félagsins hafði notað heimild frá síðasta aðalfundi Kron til stofnunar inn- lánsdeildar við félagið. Innlánsdeildin býð_ ur félagsmönnum betri kjör en bankar: 41/2% í stað 4%. Félagsmenn eru þegar farnir að leggja fé á vöxtu í innlánsdeildina. Þess er líka að vænta að deildin verði vinsæl. Það er þægi- legt, sérstaklega þar sem húsmóðirin ann- ast innkaupin og snúninga utan heimilisins, að hafa sparisjóðinn á verzlunarstaðnum. í öðru lagi er beinn vaxtahagnaður að leggja inn í innlánsdeild Kaupfélagsins. Og samt eru þetta hvorttveggja hverfandi smámunir hjá því, að félagsmönnum gefst þarna kost_ ur á, með mjög svo þægilegu móti, að verða félagi sínu til stórfellds gagns. Sá óbeini hagnaður, sem kemur af því, að félagið fær þarna ódýrt fé til umráöa, verður í fram- tíðinni mestur og heilladrýgstur fyrir hvern einasta félagsmann. Hann snýst upp í bein- an hagnað, þegar innlánsdeildin er orðin það öflug, að hún geti veitt félaginu til verulegra muna rekstursfé, og kemur fram í lækkun vöruverðs. Og eitt verða menn að muna, að Kaupfélagið munar um hvað litla upphæð sem vera skal, frá hverjum einstakling og ætti því ekki að fæla neinn frá að leggja í innlánsdeildina, þótt efnin séu ekki mikil. Ef félagsmannatalan er t. d. 3500 og hver einasti leggur 10 kr. á vöxtu, þá eru strax komnar 35000kr. — Það munar um minna. Vonandi er að félagsmenn notfæri sér þetta ágæta tækifæri til að ávaxta fé sitt á þennan skemmtilega hátt, jafnframt til ágætrar eflingar á Kaupfélaginu. Bolli. Innlhnsdeild Kaupfélags Reykjavíkur og nágrennis tók til starfa um síðustu mánaðamót. Vextir af innstæðufénu eru 4,5% á ári. Leggið sparifé yðar í innlánsdeild Kron, geymið það þar frá góðu tímunum til hirma erfiðari. Innstæða er greidd út samstundis og þess er óskað. Afgreiðslustaðir: Skrifsiofan, Skólavörðusfíg 12, Reykjavík Sölubúðin, Sfrandgöfu 28, Hafnarfirði Sölubúðin í Keflavík 9

x

Heimilið og KRON

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilið og KRON
https://timarit.is/publication/609

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.