Dvöl - 01.07.1941, Side 15

Dvöl - 01.07.1941, Side 15
Vargar sitja um varma krás, veiðibráðir sleikja um nasir. Rústum fegnir dólgar dansa, djöflum þeim hið bezta er skemmt. Bólar þá á vá og vanza, vondslega er að fólki klemmt. Áður en þeir fá alþjóð hremmt óleik, Drottinn, láttu stanza. Laus úr fjötri ef Loki verður, landinu mun í glötun steypt, allur að fölskva gróður gerður, gæfu þjóðar á jökla hleypt; óðal Sögu ódýrt keypt, arfur mikill stórum skerður. Hví eru dumb og hlutlaus goðin? Hljótt er um þau á vélaöld. Borg og þorp eru blóði roðin, byggðir vantar hlífiskjöld. Hel ef reisir hér sín tjöld — hverjum verða lífsgrið boðin? Brenni grasrót, björk og rjóður, blikni dalur, sveit og strönd, fari í súginn fífilgróður, flýi sóley anganlönd — gegn því vil ég ganga á hönd guði, að bjargi vorri móður.

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.