Dvöl - 01.01.1948, Blaðsíða 10

Dvöl - 01.01.1948, Blaðsíða 10
8 D VÖL Eftir Robert Waitman. Sporvagn rann niður eftir Vic- toría Embankment í London. Morgunsólin glóði. í einu horni vagnsins sat ofurlítill hópur manna út af fyrir sig. Það voru þrír útlendingar — tveir karlmenn og ein kona —, og aldraður Eng- lendingur í tvisttreyju og flónels- buxum. Útlendingarnir þrír litu út fyrir að vera Egyptar. Þeir voru dökkir á brún og brá, vel klæddir og virt- ust vera heldra fólk. Konan sat þögul, og kolsvart hárið var vafið fast að höfðinu. Englendingurinn talaði hæg- látri en greinilegri röddu: . Og á kvöldin er hægt að sjá, hvort þingfundur stendur yfir í Parla- mentinu eða ekki, því að sé svo, er ætíð ljós í turninum á Big Ben“. Mennirnir tveir og konan höll- uðu sér fram og litu tómlega upp í turninn á Big Ben. „Þarna handan við götuna eru aðalstöðvar Scotland Yard — þarna, þar sem stóra hliðið er. Þið hafið auðvitað heyrt Scotland Yard getið?“ Mennirnir tveir kinkuðu kolli, og annar þeirra svaraði: „Já“. „Og þarna hinum megin er minnismerki fallna flugmanns- ins“, sagði aldraði maðurinn. Þeg- ar þau höfðu ekið fram hjá því, bætti hann við: „Eftir andartak komum við að Nál Kleópötru". Hann leit áfjáður á ferðafólkið, eins og hann vonaðist eftir að sjá votta fyrir áhuga á sviplausum andlitum þess. „Eins og ykkur er ef til vill kunnugt, var hún flutt frá Alex- andríu til London. Hún er önnur hinna tveggja egypzku broddsúlna. Hin er í París, að ég held, eða kannski í New York“. Gamli maðurinn beindi þessari síðustu skýringu til konunnar. Hún brosti dauflega og kinkaði kolli. Sporvagninn var nú kominn á móts við nál Kleópötru. „Þarna er hún,“ sagði aldraöi, maðurinn ákafur. „Skipinu, sem flutti súluna, hlekktist á í Biskayaflóanum, — ég held að það hafi verið um 1870. En til allrar hamingju var súl- unni bjargað." Mennirnir tveir horfðu út um gluggann alvarlegir í bragði og drúptu höfði samþykkjandi. „Hún skemmdist í fyrra stríði,“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.