Dvöl - 01.01.1948, Blaðsíða 23

Dvöl - 01.01.1948, Blaðsíða 23
DVÖL 21 hefði aðeins getað snúið við. En nú vorum við komnir gegnum gilið, og engin leið til afturhvarfs. Mér lá við gráti, en ég þorði ekki að gráta. Nei, ég þorði sízt af öllu að gráta, og þess vegna tók ég nú undir við söng hans. Það er að segja, ég söng lagið með honum, en ég notaði mín eigin orð: — Ég verð, ég verð, ég verð. Það var erfitt að syngja og klifra í einu, og ég stóð brátt á öndinni og varð að þagna. En hann söng án afláts. — Ég vil, ég vil, ég vil. Mér mið- aði nú betur, og ég söng nú af og til með honum. Smátt og smátt vandist ég á það að syngja og klifra í einu. Og allt í einu var ég farinn að líta bjartari augum á allt, og er skap mitt hýrnaði, fannst mér fjallshlíðin ekki vera eins sleip og aður, þessi grýtta leið var þó alveg þurr. Mér fannst sem ójöfnurnar vildu styðja við fótinn, þegar hann ætlaði að renna. Hinn blái himinn birtist okkur meir og meir. Hann birtist eins og lítill lækur sem stækkar og verður að á, og eins og áin sem breiðist út og verður að litlu vatni. Þannig birtist himinn- inn okkur. Hann óx á lengd og breidd. Ég óskaði þess af öllu hjarta, að hann yrði stór eins og úthaf. Himinninn óx og stækkaði og stígurinn, sem við gengum varð greiðfærari, já, svo greiðfær, að ég hljóp meira að segja stundum við fót á eftir foringjanum. Ég sá mér til mikillar undrunar, að hinir háu og tignarlegu fjallatindar risu yfir okkur, baðaðir sól. Rétt neðan undir fjallstindinum skriðum við yfir lítið gil. Ljósið þrengdi sér inn í sól- blinduð augu mín, og þegar ég opnaði þau aftur, skalf ég í knjá- liðunum við tilhugsunina um allt það, sem ég hafði oröið að reyna. Mér fannst ég vera frjáls og djarf- ur, þar sem ég stóð í brattri fjalls- hlíðinni. Umhverfis okkur var hinn ó- endanlegi geimur, hið bláa, titr- andi himindjúp, og fjallstindurinn reis yfir okkur eins og grönn stöng. Við vorum aftur komnir í snert- ingu við himininn. Himininn og Vjósið. Og svo hófst síðasti áfangi fararinnar, hin síðasta, bratta og torsótta ganga á tindinn. Við klifruðum fet fyrir fet með sam- anbitnar varir og hvesstar brúnir, og brátt stóðum við uppi á hinum sólgljáða, efsta steini. Loftið var þunnt. Þetta var undarlegt fjall og undarlegur tindur, og þessum tindi höfðum við náð með því að klifra upp þetta bratta og nakta klettarið, en uppi á tindinum óx tré í grjótinu, lágvaxið tré með stuttar, sterkar greinar. Það stóð þarna uppi og virtist svo ein- manalegt, og það hélt sér föstum tökum í fjallið. Hinn svali blámi himinsins lék í limi þess, og í krónunni sat svartur fugl og söng hásan ákærusöng. Hljóður draum-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.