Dvöl - 01.01.1948, Blaðsíða 28

Dvöl - 01.01.1948, Blaðsíða 28
26 DVÖL konur fylgdu henni til grafar. Engin ræða. Presturinn bað stutta bæn. Svo var þetta búið. Það varð enginn til að hlúa að leiðinu hennar. Þetta var óhrjá- legur moldarbingur. Ekkert blóm. Veturinn kom snemma. Allan september sá ekki til sólar. Og nú var það svo, að sumar af tómt- húsmannakonunum litu oftar til dyra en venja þeirra hafði verið til þessa. Ef enginn kom, áttu þær til að bæra varirnar í hljóði. Og stundum nefndu þær þetta nafn: Símonía Magnúsdóttir. Þögn. Konurnar töluðu ekki um þetta. Þær hugsuðu: Símonía. — Hún var smávaxin kona, grönn, kvikleg á fæti og hýr yfir sig. Þessi blíða kom fram í öllu hátterni hennar, lýsti af svipnum í augunum . . . Kannski var hún alltaf illa skóuð, og ef til vill mátti segja, að fötin hennar væru fyrir löngu orðin útslitin og ónothæf. En það var ekki tekið eftir því, að öðrum kosti hefði sjálfsagt verið reynt að bæta úr þessari vöntun. Þá var heldur ekki hægt að sjá, að hún væri orðin tiltakanlega gömul eða hrum. Hrukkurnar á andlitinu, tannlaus- ir gómarnir, bláleitar handakrækl- urnar, guhvítt hárið, — þetta hafði ekki stungið í augun, ekki fyrr en nú. Hún hafði heldur ekki sézt svo lengi. Og nú var heldur ekki hægt að skilja vegna hvers hún var oft og mörgum sinnum beðin að rétta sína langþreyttu og út- slitnu hönd til hjálpar við heim- ilisstörfin, oft erfið störf, þvo utanyfirföt og skúra gólf, — og hvernig fólk hafði sí og æ not- fært sér greiðvikni hennar, sent, hana eitt og annað; í búðir, niður á pláss með kaffi, út á snúrur til að bjarga þvottinum undan rign- ingunni og fleira og fleira. Alltaf var kallað á Símoníu. Hún brást ekki. Marga daga var hún á far- aldsfæti frá morgni til kvölds, oft í vondum veðrum. Stundum kom hún fannbarin að utan. Því var ekki alltaf veitt athygli. En það þurfti ef til vill að senda eftir brauði eða kaffipakka. Svo hvarf hún út í fjúkið en var komin aft- ur innan stundar. Kannski sýnd- ust hnýttar hendur hennar titra meira en venjulega, og fótatak hennar vera eins og örlítið reyk- ult. En maður sá ekki annað en hlýjuna í augunum og hinn heiða bjarma, sem ævinlega lýsti af svip hennar. Hverjum kom til hugar, að herbergið hennar væri kalt — að hún ætti ekkert í eldinn? Þegar hún kom að utan, lamin af veðrum, var eins og hún kæmi þaðan sem var mikil birta og ljúft að vera . . . Stundum gaf hún krökkunum sokk eða vettling. Þá var hún kysst á vangann eins og barn. Svo var það gleymt. En það voru erfiðu stundirnar þegar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.