Dvöl - 01.01.1948, Blaðsíða 15

Dvöl - 01.01.1948, Blaðsíða 15
DVÖl. 13 Dinegro. Atli hneigði sig til sam- þykkis, og svo leiddust þau í átt- ina til skemmtigarðsins. — Þarna ætla ég að setjast, sagði hún og benti á útskorinn bekk, sem stóð í fögru Kyprusviðarrjóöri. Eftir nokkra þögn bætti hún svo við. — Setjizt þér hérna niður, eftir tæpa klukkustund kemur vagninn. Það var komiö kvöld. Atli sat og virti fyrir sér náttúr- una. Frá bekknum, sem þau sátu á, var fagurt útsýni yfir „la Cuperba," hina fögru höfuðborg Ligurisku strandarinnar. — Hún teygði sig neöan frá heiðbláu Mið- jarðarhafinu upp til Appenníu- fjallanna, með götu yfir götu og ótal talandi tákn atorku og snilldar. Hópar af svölum, sem urðu rauð- ar í ljósvakanum eins og íbisfugl- ar, komu fljúgandi úr suðaustur- átt, — einhvers staðar frá sef- breiðum Tsana eða bökkum Nílar. Þær stefndu syngjandi norður yfir Appenníufjöll, og lengra, yfir Pó- sléttuna, þangað, sem eldur Pioþevs virtist loga á tindum Alp- anna. En í gagnstæðri átt, hinum meg- in hafsins, langt fyrir sunnan fjallaríkið Korsíku, yfir auðnum hinnar sólbrenndu álfu, var líkt og sandbreiður Sahara endurvörp- uðu ljósafli kvöldsins og mynduðu stóran gullrisa við sjóndeildar- hringinn. Ef til vill var það Sfinx- inn, er bjó í eyðmörkinni miklu, sem var að spegla sig í lindum himinsins. Meðan Atli sat og var að virða fyrir sér náttúruna, tók hún fiðl- una og byrjaði að leika. Atli tók í rauninni ekki eftir því í fyrstu. Þessir hljómar, sem bárust aö eyrum hans voru líka eitthvað svo samræmir útsýninu, —- það var eins og hinir þöglu svipir náttúr- unnar hefðu eignazt mál. En svo bárust að eyrum hans tónar, sem því voru ekkert skyldir, tónar, — sem hann aldrei hafði áður heyrt. Það var ekkert lag, ekkert óm- varp líkt því sem hann heyrði í St. Lorenzo — ekki brot úr lagi. Það var líkast gráti — andvörp- um listrænnar sálar, sem lífið hef- ur aldrei veitt möguleika til að lifa samkvæmt köllun sinni, sálir, sem fálma örvita eftir veikum þræði vonarinnar, en hafa þó glat- að trúnni á mátt hennar. Atli leit á sessunaut sinn. Hún hafði tekið slæðuna frá andlitinu, brotið hana saman og lagt hana á vinstri öxlina, undir fiðluna. Og þá mætti hann aug- um hennar, þessum logkviku odd- um, sem stungu hann eins og örv- ar. Þau störðu á hann, angurvær og ásakandi, líkast því sem hann hefði sært hana með því að gefa tónum hennar ekki meiri gaum. Það var eins og þau vildu segja honum sögu sína. Sögu milljón- anna, sem vantar brauð. Sögu betlarans, sem reynir að brosa,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.